Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Hvað veldur því, að ung- lingar, sem fengið hafa bezta uppeldi og virðast vera hvers manns hugljúfar, leiðnst allt í einu ut á glæpabrautiaa? ; Það þykir sannað, að marg'r unglingar freistist til glæ^a við lestur glæpasagna, eink- um sumra amerískra teikni- myndasagna, sem nú eru bannaðar í sumum löndum. — Það er líka vitað, að stund- um geta góðar skáldsögur vakið glæpahneigð í ungling- um. Þannig eru margir þeirr- ar skoðunar, að pilturinn,; sem sagt verður frá hér á eft- ir, hafi orðið fyrir áhrifum ;; af hinni frægu sögu norska skáldsins Johans Borgen: „Lillelord“. — Það er finnski blaðamaðuri'nn Pauli Mylli- máki, sem segir sögu Stigs Karon. Stig Grant Karon var laglegur og myndarlegur piltur, einkabarn foreldra sinna, kurteis og háttprúð- ur. Foreldra hans langaði til að veita honum menntun, sem gæti tryggt honum betri lífskjör en þau höfðu sjálf. Nú stundaði hann laga- nám — það var þriðja árið hans, og allir töldu hann mesta myndar- pilt, sem eiga mundi góða framtíð fyrir höndum. Það er 3. desember 1957. í einni kyrru götunni í Kaupmannahöfn, Aagegade 96, situr Grant Karon prentari heima hjá sér á 4. hæð. Þetta er að morgni dags, og hann er að vanda að lesa morgunblöðin. Hann hefur verið í næturvinnu í prentinu, konan hans er farin í vinnu á lögreglustöðinni og Stig, eina barnið hans þeirra, var að loka á eftir sér útihurðinni, — hann hefur farið án þess að borða morg- unverð. Ojæja, Grant verður hugs- að til kvöldsins áður. Inga, sem vér köllum hana hérna til að leyna rétta nafninu, hafði komið í heim- sókn, og hún og Stig höfðu verið að hlusta á grammófónplötur og hann hafði dásamað, hve ,,Appas- sioata“ Beethovens væri mikið lista- verk. Inga — einstaklega myndar- leg og góð stúlka — kjörið konu- cfni handa efnilega syninum þeirra .... Klukkan er 12. Stig er ekki kom- inn heim aftur. Síminn hringir. Grant flýtir sér að svara, og von bráðar kemur undrunarsvipur á andlit hans. —• Hva? Það er alveg óhugsandi, segir hann í símann. Þetta hlýt- ur að vera misskilningur. Nei, hann er ekki heima þessa stundina, en ég býst við honum þá og þegar, og þá skal ég komast að þessu. Grant er í öngum sínum. Stig hefur gefið út ávísanir, sem engin inneign er fyrir. Bankinn hefur kært hann fyrir fjársvik. Tíminn líður og Stig kemur ekki heim. Faðir hans nær í konuna sína. Þau fara saman inn í herbergi Stigs. í horninu stendur byssan (cal. 22), sem Stig fékk hjá Heimavai'narlið- inu. Á skrifborðinu nokkrar bæk- ur, skákmenn, litla sverðið, sem hann hafði keypt, þegar hann fór til Spánar. Skúffumar eru að heita má tómar, en i einni þeirra eru þó nokkur skrifuð blöð. Þar stend- ur, skrifað með snoturri rithönd Stigs: „Endanlegt uppkast að áætl- un E.“ Og það er vandalítið að sjá, að þetta er áætlun um ávísanasvik. Foreldrarnir lesa þessi blöð. Kvíð- andi og agndofa horfa þau stórum augum hvort á annað: Hvernig gat hann Stig þeirra, blessaður dreng- urinn, orðið glæpamaður? Grant Karon fer í frakkann sinn og út til að leita að Stig. Árang- DAGBÓKIN. 3. desember. Lögreglan hefur komizt að fjár- svikum mínum í Folkebanken. Ég missti stjórn á mér, þegar ég var á flakkinu milli bankanna (til þess að taka út peninga) og hagaði mér eins og kjáni. Stundum gekk ég og stundum hljóp ég. Ég gleymdi meira að segja reiðhjólinu mínu fyr- ir utan einn bankann. Nú á ég einsk- is annars kost en að flýja. Ég náði í áætlunarbátinn úti hjá Tuborg og hugðist fara til Landskrona í Svíþjóð. Úti í rúmsjó tíndi ég sam- an allt það, sem gat sýnt heimildir á mér, tróð því í hanzka og henti honum í sjóinn. Ég átti ekki í nein- um vandræðum með tollþjóninn þegar í land kom, og fór með járn- brautinni til Malmö. Ég hef alls 2200 krónur, og af því hef ég víxl- HARMSAGA Stig Grant Karon. Hver skyldi halda, að þessi efnilegi piltur yrði glæpamaður? Hvers manns hug- ljúfi, háttvís og prúður. 1. G R E I N £ti$A Hat-ch urslaust. Morguninn eftir fer hann með blöðin á lögreglustöðina og biður um að handtaka Stig áður en hann geri meira illt af sér. En því fór fjarri að það tækist . . Þrjár vikur liðu þangað til for- eldrarnir fréttu nokkuð af einka- syni sínum. Þegar þau litu í blöðin 27. desembér gátu þau lesið, að sonur þeirra hafði framið morð í Boden sjálft aðfangadagskvöldið. Stig Karon segir bezt frá því sjálfur, hvað gerðist þessar þrjár vikur. Hér er hrafl úr dagbókinni, sem fannst í dótinu hans. að 300 í sænska peninga. Ég keypti ýmislegt smávegis — húfu, silki- hálsklút og handtösku. Fyrst ætl- aði ég mér að fljúga frá Malmö til Osló, en varð að breyta þeirri áætlun, því að flugvélin gat ekki farið vegna þoku. Ég geri ráð fyrir að auðveldast sé að komast til Eng- lands frá Noregi. Afréð að fara með hraðlestinni til Stokkhólms kl. 16.30. 4. desember. Undir eins og ég kom til Stokk- hólms, hélt ég áfram með lest til Uppsala og fékk herbergi á Stand- ard Hotel. En fyrir hádegi sama dag fór ég til Stokkhólms aftur og keypti mér ýmislegt. Ég keypti fal- legan, gráan flókahatt og vetrar- frakka, því að hér norður frá er ótækt að vera frakkalaus. Svo keypti ég skó með þykkum sólum og silki-hálsbindi. Ég skipti um fata- plöggin á kamrinum á aðalbrautar- stöðinni og skildi það gamla eftir í geymslunni. Svo keypti ég mér enn önnur gleraugu með gildum hornspöngum, svo að síður verði hægt að þekkja mig. Ég sagðist vera hollenskur leikari. Ég fór ■ inn til rakara í Kungsgatan og lét klippa mig í amerískum stíl. Ég hef verið að hugsa um að skrifa heim, en það er ekki þorandi, því að þá grafa þeir upp hvar ég er. Ég ætla mér að flýja norður. Lögreglan heldur að ég feli mig í Danmörku eða að ég hafi flúið suður á bóginn. Eng- um dettur í hug, að ég hafi flúið norður. — Ég keypti járnbrautar- farmiða til Stavanger, og lestin fór kl. 23.00. „ÞAÐ ER FULLKOMNAÐ!“ 5. desember. Kom til Osló kl. 8.00 og hélt viðstöðulaust áfram til Stavanger og kom þangað kl. 20.15. Fékk mér herbergi á Misjonshotellet, en það er lélegt herbergi. Mér er hræðilega kalt. Hvernig geta Norðmennirnir lifað hérna? Yfir rúminu mínu er mynd með ritningarstað: „Það er fullkomnað!“ 6. desember. Ég labbaði um í Stavanger og reyndi að kaupa byssu, cal. 22. En Þessi bíll fannst á sveitavegi við Boden í Norður-Svíþjóð. I honum fannst bílstjórinn — skotinn í hnakkann. Hann hét Karl Gustaf Strandin, og kemur við sögu næsta þáttar. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.