Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.11.1959, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 hér verður maður að hafa leyfi til þess. Ég sagðist vera gleraugnaslíp- ari og heita Erik Munk Fals, frá Aarhus. Mér finnst á mér, að þeir séu á höttunum á eftir mér. Ég las nokkur dönsk blöð, en þar stóð ekkert um fjársvikin mín. Það er líklega ekki heppilegt að vera hérna, því að útlendingar vekja at- hygli. Ég sofnaði með glas af blá- sýru nálægt rúminu mínu. 7. desember. í dag var grein með 5-dálka fyrir- sögn um fjársvikin mín í „Politi- ken“. Nú er ég viss um, að lögregl- an er að eltast við mig. Ég hef reynt að gera mér grein fyrir til- finningum mínum, og það merki- lega er, að mér stendur nákvæm- lega á sama um allt þetta. Ég sakna hvorki heimilisins né pabba og mömmu, en ég þrái Ingu. Sálfræð- ingar mundu vafalaust segja, að at- hæfi mínu væri óafvitandi beint gegn foreldrum mínum. Kannske er það rétt. Ég vorkenni Ingu og vona, að hún verði hamingjusöm, þrátt fyrir allt. Það er of lítil stað- festa í skapgerð minni. Ég væri ekki heppilegur maður handa Ingu. Ég hefði gjarnan viljað segja henni, hversvegna ég hef gert allt þetta. 8. desember. Ég var að hugsa um að fljúga til Bergen og keypti mér farmiða undir nafninu Herik Hansen. En þegar ég kom út á flugvöllinn, fékk ég grun um, að lögreglan hefði veitt mér athygli, svo að ég hætti við allt saman. Ég skálmaði gegnum þveran biðsalinn og tók til fótanna undir eins og ég kom út. Þegar ég hafði hlaupið kringum kílómetra, stöðv- aði ég leigubíl og ók út með sjó. ViS ókum alls 33 kílómetra, til Egersund. Þar keypti ég farmiða til Oslóar, 9. desember. Frá Osló fór ég með lest til Kongs- vinger og fékk mér herbergi í gisti- húsinu á staðnum. í fornsölu, sem ég rakst á þar, keypti ég lítinn riffil, cal. 22, og 200 skot, og þarna var ekki gengið eftir neinu leyfi. Svo keypti ég mér nærföt og málmsög, því að það var óhægt að ferðast með riffilinn og ég varð að stytta hlaupið. Dagana 10.—13. desember lýsir dagbókin því, hvernig Stig Karon reyndi að komast yfir landamærin til Svíþjóðar gangandi (við Skotte- rud), en fór síðan til Charlotten- berg og þaðan með bíl til Arvika. Þar fékk hann sér herbergi á Stads- hotellet. 14. desember. Meðan ég sat í borðsalnum, kom sœnskur lögregluþjónn inn og spurði, hvort ungur Dani, Stig Ka- ron, dveldi í gistihúsinu. Eigand- inn svaraði nei, og lögregluþjónninn fór. Ég heyrði á samtalið og varð auðvitað lafhrœddur. Afréð að fara til Örebro hið bráðasta. Ég hafði gert upp reikningana við fortíðina. Upp frá þessu er ég óafturkallan- lega orðinn annar maður. 15. desember. í Örebro. Fyrst var ég að hugsa um að flýja til London eða París, en á endanum kaus ég norðurleið- ina. Þegar á allt er litið, er öflugri lögregla í stórborgunum og hættan á að vera tekinn þar af leiðandi meiri. Þá er auðveldara að vera í leyni í smábæjunum. Ég fór með lestinni til Gávle. 16. desember. Ég keypti þessa bók, í kápu úr blárri leðurlíkingu, til þess að geta skrifað dagbókina mína. Um kvöld- ið fór ég til Hánröösahd. Herbergi á Royal Hotel. 16. desember. Ég skrifaði Ingu bréf, en sendi það ekki. Ég vil ekki ljósta upp hvar ég er. Páll körinn til byskups. It næsta sumar eftir andlát Þor- láks byskups ins helga var Páll kör- inn tii byskups. Áðr var mjök löng tilræða um þat mál, en þar kom um síðir, at þat var lagt undir Brand byskups, mest at ráði Halls Gizurarsonar, en hann kaus Pál til utanferðar. En hann játti eigi brátt undir þat at ganga, ok gekk ann- arr til at öðrum at biðja hann, Brandr byskup ok svá bræðr hans ok aðrir ástvinir, en hann synjaði ok fór við þat heim af þingi. Síðan fór hann í Odda til kirkju- dags um Seljumannamessu með mikilli áhyggju. En er allir váru á þrotum at biðja hann til ok hann sá, at þá var við enga að bægjast, nema í mót guðs vilja væri, ok vildi hann þat víst eigi, þá er hann íhug- aði sitt ráð, þá skaut inn helgi andi honum því í hug at leggja sjálfan sik í ábyrgð til þyrftar mönnum, ok gekk hann þá síðan rösklega undir þann vanda, er honum hafði áðr lengi hugr til boðið. En litlu síðar fór hann í Skálholt ok Jón faðir hans með honum ok bræðr hans ok tók þegar við öllum fjár- forráðum staðarins. Hann bauð þá þegar, þar at vera Gizuri Hallssyni, er áðr hafði þar verit um daga Þor- láks byskups ins helga ok mest staðarprýði var at og hýbýlabót þeirra manna, er þar væri. Páll lét öll hin sömu fjárforráð vera í Skál- holti sem áðr höfðu verit, en hann setti Þorkel prest Hallsson til kirkju varðveizlu, og þá þjónaði honum, fyrst er hann kom út, en hann var síðan kanoki í Veri. Herdís varðveitti bú þeirra í Skarði ok börn þeira öll ok öll auð- ræði þeira vel ok sæmilega, meðan hann var utan, ok var þat almælt, at engi börn væri svo vel vanin sem þeira börn í öllu héraði, ok hélt þat vel skapi, meðan hon lifði, af því hon var allra kvenna vönd- 18. desember. Með járnbrautinni til Lángsele. Áður en ég fór, át ég úrvals mið- degisverð og drakk flösku af Bor- deaux, ágætan árgang, 1949. Ég er með særindi í hálsinum. Ég er hræddur um að ég verði alvarlega veikur. Þegar ég fór, gat mér ekki dottið í hug, að ég lenti hér í eyði- mörkinni norður í Svíþjóð. 19. desember. Mér finnst ég vera mikið veikur. Ég hef orðið innkulsa og er með hósta. Lá í rúminu allan daginn. Framh. á 14. síðu. ust bæði fyrir sína hönd ok ann- arra manna, sem oft bar raun á. Utanför Páls biskupsefnis. Páll fór utan it sama sumar sem hann var til byskups kosinn ok var þá djákn at vígslum. Honum greidd- ist sín ferð vel, unz hann kom til Nóregs, og fór síðan til kaupangs í Niðarósi ok var þar um veturinn, unz leið jól, ok þóttist hverr þeira manna bezt hafa, er hans sæmd ok virðing gerði mesta, því heldur, er göfgari váru, ok virðu þeir þá rétt. Eiríkr erkibiskup var í Dan- mörku, þá er Páll kom utan til vígslu, ok var hann með Absalon erkibyskupi, en Sverrir magnus kon- ungr var austur í Vík ok fór þaðan á Upplönd. En eftir jól fór Páll norðan ór kaupangi á fund konungs með sínu föruneyti, ok var þá með honum fjöldi konungsmanna. En konungur tók svá vel vit honum sem sonr hans eða bróðir væri til handa honum kominn ok gei’ði svá mikla tign og virðing sem hann mundi sjálfr kjósa eða hans vinir. En bæði var, at hann kunni betr en flestir menn aðrir ok hafði betr færi á ok sló öllu við, því er til gæða var, er þeir mætti báðir göfg- astir af verða. (Páll var síðan vígður til prests af Þóri biskupi á Hamri í Noregi og var þar gestur Sverris konungs, sem gerði ferð hans góða til Dan- merkur. Var hann vígður biskup af Absalon erkibiskup „átta náttum fyrir Pilippus messu og Jakobus“, að viðstöddum Eiríki erkibiskupi frá Niðarósi, „er eigi hafði sjálfur sýn til að vígja hann“ og Pétri Hró- arskeldubiskupi. Gaf Páll sinn gull- hringinn hvorum erkibiskupi. Páli var tekið höfðinglega í vígsluferð- inni, og leið sína heim lagði hann um Noreg og varð samferða Sverri konungi frá Osló til Björgvinjar). hissa I Greta Garbo er ákaflega hrifin af kvikmyndarhandriti, sem hún las nýlega, segir leikstjórinn Irving Rapper, sem er að taka mynd í Madrid um þessar mundir. Þessi mynd, sem handritið er að, gerist í nunnuklaustri, og Greta kvað ekki vera frá því að leika abbadísina. o Jean-Paul Sartre, franski rithöf- undurinn og heimspekingurinn, gef- ur út mánaðarrit sem heitir „Ues Temps Modernes“. Janúarhefti rits- ins var gert upptœkt vegna þess, að þar hafði verið birt frásögn sjónar- votts af hermdarverkum frönskv böðlanna í Alzír. o Amerískt bókaforlag hefur boðizt til þess að gefa út „gersamlega órit- skoðaðar endurminningar“ leikkon- unnar Joan Crawford. Hún á að fá einn dollar fyrir orðið, svo að henni vœri skaði að því að strika nokkra hnzyxlissögu út úr þeim. o Roþert Ruak, höfundur Afríkubók- arinnar „Svart hörund“ hefur sezt að i Madrid. Ástœðan er sú, sagði hann blaðamönnum, að þar er. hann aðeins eina dagleið frá Kenya, eina næturleið frá New York, eina mál- tíð frá London og Þrjá Martini-ver- móða frá Róm. Auk þess hefur hann fengið í Madrid vinnukonu, sem er alveg eins og Elizabeth Taylor og eldakonu, sem er óþekkjanleg frá Ingrid Bergman. KÁTUR KARL. — Þetta er ekki konungur meS síamcríska kórónu að tæma einhvern tröllabikar, held- ur bílasmiðurinn G. A. „Tony‘ Vanderwell, sem hefur hlotið hinn fræga Dewar-bikar í viðurkenn- ingarskyni fyrir kappakstursbíl sinn, „Vanwell“, en þessi bíl hefur unnið hvern sigurinn öðrum meiri. „Tony“ gamli er gamansamur, og þess vegna setti hann lokið af bik- arnum á hausinn á sér begar ljós- myndarinn kom til að taka myndir af honum og bikarnum. Frá Páli biskupi Jónssyni ALVEG • *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.