Fálkinn - 28.12.1960, Blaðsíða 9
fálka virðist létt að torga heilli rjúpu
með ,,húð og hári“. Rífur hann hana
sundur í smástykki og gleypir þau svo.
Oft hef ég fundið nýétna rjúpu eftir
hann og venjulega skilur hann aðeins
eftir vagninn, er hanga saman á beinun-
um í framhluta skipsins. En þá er líka
vel unnið að mat sínum. Það hefur líka
komið upp úr kafinu, að fálkinn hefur
nokkurs konar sarp eða forðabúr, eins
og rjúpan, þótt ekki sé það eins áber-
andi. Hafa það sennilega allir ránfuglar.
Hvað lengi fálkinn er að melta heila
rjúpu, veit ég ekki, né heldur hversu
langt líður á milli þess, sem hann fer
í víkingaferðir eftir að hafa fyllt sig vel.
Hitt er vitað, að bezti tíminn til slíkra
leiðangra er í ljósaskiptum kvölds og
morgna, því að fálkinn sér með afbrigð-
um vel. Þá eru líka rjúpurnar mest á
ferli.
Ýmsar veiðiaðferðir notar fálkinn við
rjúpuna. Aðalvopn hans á flugi mun
vera vænghnúinn. Oft hremmir hann
þó bráð sína með klónum, en þá eru til-
burðir hans gerólíkir. Annars vill fálk-
inn helzt eiga við rjúpuna á flugi, því að
FÁLKINN 9
hann veit, að engin rjúpa þarf að þreyta
þolflug við hann. Leitast hann þá alltaf
við að komast hærra upp í loftið en hún,
því að á niðurfluginu nær hann henni
strax. Oft hef ég séð rjúpu leitast við
að komast upp fyrir fálkann í fyrstu
lotu og hafi það tekizt með hringflugi
og sveiflum, hefur fálkinn hætt eftir-
förinni.
Hér á eftir fara tvær frásagnir til þess
að sýna muninn á veiðiferðum fálk-
ans, en þeir neyta ýmissa bragða, þeg-
ar því er að skipta.
Ég var staddur í rökkurbyrjun við
Jökulsárgljúfur að vetrarlagi í miklum
snjó. Kom þá rjúpa með geysihraða rétt
hjá mér og kastaði sér niður í þéttan
birkirunna á bjargbrúnni skammt norð-
an við mig. Uppi yfir henni svifu tveir
fálkar, misdökkir. Sá dekkri, sem mér
virtist vera karlfuglinn, renndi sér leift-
ursnöggt niður að runnanum, þrátt fyrir
að ég gaf frá mér allt annað en fögur
hljóð. í þriðju atrennu virtist hann setj-
ast augnablik og flaug þá rjúpan upp
rétt hjá honum. Hún sveiflaði sér fram
af brúninni og beygði um leið suður og
niður skammt neðan við mig. Þá kom
ljósi fálkinn, er sveimaði hátt uppi, með
geysihraða niður að henni. Virtist hann
leggja vængina næstum fast að síðunum
og kljúfa þannig loftið eins og ör. Það
var eins og rjúpan, sem sýnilega var að-
framkomin af þreytu, tæki ekkert eftir
honum, því að hún hélt stefnunni, Og
með undraverðum hraða baut fálkinn á
ská niður fyrir hana og beygði svo aftur
upp á við. En rjúpuna hitti hann og féll
hún til jarðar hreyfingarlaus. Á næsta
augnabliki kom dökki fálkinn og greip
hana í klærnar. Hann renndi sér niður
að henni þar sem hún lá, teygði niður
fæturna og sló út og upp vængjunum
til að draga úr ferðinni um leið og hann
greip hana. Næstu vængjatökin voru
hæg og þyngslaleg, en rétt aftan við
hann sveif maki hans. Báðir hurfu þeir
svo hljóðlaust á bak við rökkurhjúpinn.
í annað sinn var ég í molluhríð á
svipuðum stað. Sá ég þá hvar nokkrar
rjúpur flugu leiftursnöggt af bjargnefi,
örstutt framan við mig. Kemur þá fálki
Frh. á bls. 32