Fálkinn - 28.12.1960, Qupperneq 15
Sannleikurinn um njósnastarfsemi er
hversdagslegri en við höldum og lýsir
oft bæði heimsku og ógætni...
með að senda þær með opinberum skjöl-
um, og þá var það sem hann tók að
senda þær með flugpósti. Einfalt og
þægilegt.
En ritskoðunin rak fljótlega augun í
utanáskriftirnar á bréfunum og gerði
ráðstafanir til að öllum bréfum þangað
skyldi haldið eftir. Sjálfur hafði hann
ekki náð minnsta árangri sem „njósn-
ari“, er hann var rekinn frá starfi, hand-
tekinn, dreginn fyrir rétt og dæmdur.
Það eru fáir sem vita, að Hitler gerði
út tvo sendimenn til Skotlands í þeim
tilgangi að fyrirkoma Rudolf Hess, eftir
að hann hafði vakið heimsathygli með
því, að hverfa þangað á laun í flugvél.
En því miður voru þeir ekki vandanum
vaxnir.
Menn þessir lentu við óbyggða strönd
á Skotlandi. Þar skildust þeir og ákváðu
að hittast í Edinborg. Annar þeirra gekk
sig inn á eina af járnbrautarstöðvum rík-
isins og beið eftir lest. Var hann orðinn
hungraður og dró því upp úr vasa sín-
um þýzka pylsu, alldigra. Um þessar
mundir var lítið um kjöt í Stóra-Bret-
landi, og þessi tegund pylsu var algjör-
lega óþekkt í landinu. Stöðvarstjórinn
var enginn einfeldningur og gerði lög-
reglunni aðvart. Viku síðar náðu þeir
félaga hans í Edinborg, er hann mætti
þar eftir umtali.
FYRSTU verðlaun fyrir misheppnaða
njósnastarfsemi á þessari öld, mætti þó
vafalaust veita Franz von Papen, þeim
fræga manni. Hann var framámaður í
báðum heimsstyrjöldunum. Árið 1915
var hann hermálafulltrúi í Bandaríkj-
unum. Brezka gagnnjósnastarfsemin
hafði hinar mestu mætur á von Papen,
og taldi hann einn af beztu samverka-
mönnum sínum. Hann færði sem sé ætíð
mjög nákvæma skýrslu yfir njósnara
sína, greiðslur til þeirra, nöfn og heim-
ilisföng. Þetta geymdi hann allt í bindi,
sem merkt var Greiðslur til njósnara.
Nýjasta dulmálslykil geymdi hann í ó-
læstri skrifborðsskúffu, og var sannar-
lega metið mikils meðal hinnar brezku
gagnnj ósnadeildar.
Hins vegar var undirmaður von Pap-
ens, er nefndist Franz Rintelin, frábær
njósnari og skemmdarverkamaður. —
Tókst honum að koma aflöngum sprengj-
um í vörulestir margra skotfærabirgða-
skipa, og olli það gífurlegu tjóni fyrir
Bandamenn, því þar fóru margar þús-
undir lesta niður á sjávarbotn.
Hann fékk einnig komið af stað víð-
tækum verkföllum meðal lestarverka-
manna og skipulagði stéttarfélag þeirra
á meðal, sem greiddi þeim verkfalls-
styrki út í hönd. En þar sem von Papen
var yfirmaður hans, átti hann ekki hægt
um hönd, og var kallaður aftur heim til
Þýzkalands.
Þá sendi von Papen tilkynningu til
Berlínar, — á dulmáli, sem Bretar höfðu
komizt að fyrir löngu, — um, að Rintelin
væri væntanlegur á tilteknum tíma og
með tilteknu skipi. Myndi hann ferðast
sem óbreyttur borgari frá hlutlausu
Anna Walkoff, greifafrúin, sem vafði
Tylet Kent um fingur sér.
landi. Þegar skipið var undir Plymouth,
skaut upplýsingaþjónusta brezka flotans
upp kollinum, og veittist sú ánægja að
flytja fremsta og færasta skemmdar-
verkamann Þjóðverja í einangrunar-
búðir.
Síðar fékk von Papen sjálfur vega-
bréf úr landi, frá Bandaríkjastjórn. —
Lagði hann af stað til Þýzkalands með
fjölda kofforta, sem full voru af leyni-
skjölum. Enda þótt persóna hans væri
friðhelg, fannst brezku yfirvöldunum í
Falmouth það ekki geta náð til koffort-
anna. En þar kom skipið við á leið sinni.
Þeir gerðu allan farangurinn upptækan,
— og það var ekki svo lítið herfang.
Nokkrum mánuðum síðar var von
Papen með tyrknesk-þýzka hernum í
Palestínu. Þar tókst honum að flýja úr
tjaldi sínu í Nazaret, rétt áður en Bret-
ar ruddust þangað inn, undir forustu
Allenbys hershöfðingja. Eins og vant
var, skildi hann eftir sig heilan bunka
af leyniskjölum. Er þessi tíðindi bárust
til Lundúna, var svolátandi svarskeyti
sent: „Sendið skjölin. Náist Papen, skal
hann ekki einangraður, sendið hann á
hæli“.
Þótt einkennilegt megi virðast, er svo
að sjá sem Hitler hafi ekki skilizt hversu
gerómögulegur Papen var á þessu sviði.
Að minnsta kosti var hann gerður að
ambassador Þjóðverja í Tyrklandi. Og
þar setti hann heimsmet. Margir munu
kannast við „Síseró-aðgerðirnar“, af bók
þeirri og kvikmynd, sem um þær var
gerð. Það voru svo að segja ótrúleg at-
vik, sem gerðust í Ankara. Og fyrst far-
ið er að minnast hér á njósnir, er eðli-
legt og rétt að rifja þessa atburði upp,
til þess að fullgera myndina af von Pap-
en sem fyrirmyndar upplýsingasnillingi
allra tíma.
En til þess að skilja glöggt hvers
vegna svo fór sem fór, er nauðsynlegt
að kunna nokkur skil á njósnakerfi
Þjóðverja, og hinum mörgu greinum
þess, sem hverjar kepptu við aðrar. í
þeim stórbrotna leik voru skriffinnska
og skriðdýrsháttur mest ráðandi.
Fyrst og fremst var upplýsingaþjón-
usta hersins, Abwehr, undir stjórn Can-
aris flotaforingja. Þar næst öryggislög-
reglan, Gestapo, en njósnadeild hennar
veitti Ernst Kaltenbrunner forustu. Þá
hafði og Joachim von Ribbentrop utan-
ríkisráðherra sitt eigið njósnakerfi,—
Framh. á bls. 32.
FÁLKiNN 15