Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1960, Síða 18

Fálkinn - 28.12.1960, Síða 18
Þegar nýtt ár gengur í garð, rifja menn gjarnan upp það, sem gerðist á gamla árinu, staldra við andartak og láta hugann reika, fagna því sem áunn- izt hefur á árinu og vel var gert og lofa með sjálfum sér bót og betrun, þegar mistökin rifjast upp. Árið, sem nú er að líða, var vissu- lega viðburðaríkt, bæði hérlendis og erlendis. Hver stórviðburðurinn rak annan, en þannig hafa öll ár verið. Það er eilíflega eitthvað að gerast og oft- ast mest, þegar okkur finnst tíðinda- laust. í tilefni af árcunótunum leitaði FÁLK- INN til fréttastjóra allra Reykjavíkur- dagblaðanna og lagði fyrir þá spurn- inguna: Hver var frétt ársins hér á landi á árinu 1960? Þannig vildi til, að nær allir frétta- stjórarnir minntust á sömu fréttina, og voru þeir þó spurðir hver í sínu lagi og vissu ekki um svör hinna. Það fer því varla milli mála, hver er frétt árs- ins, en nú skal vikið að svörunum. ★ Matthías Jóhannessen, ritstjóri Morg- Matthías Jóhannessen. unblaðsins, svarar spurningu okkar á þessa leið: — Innlend frétt ársins gerðist að mín- um dómi 14. janúar, þegar togarinn Úr- anus fannst og skipshöfn hans heil á húfi, en ekkert hafði heyrzt til hans í þrjá sólarhringa. Ég man ekki eftir neinni frétt, sem orkaði sterkar á til- finningar fólks, og ég man heldur ekki eftir frétt, sem var skemmtilegra að skrifa en hana. Matthías blaðar í gömlum Morgun- blöðum, unz hann kemur að 14. janúar. Á fremstu síðu er þriggja dálka mynd af Úranusi. Myndin er óskýr, en engu að síður skýlaust sönnunargagn um að togarinn væri ofansjávar.. — Þetta er dálítið söguleg mynd, seg- ir Matthías, Björgunarflugvél varnar- liðsins tók hana, er hún fann Úranus, en skilyrði til myndatöku voru mjög slæm og þeir gátu ekki framkallað hana. Þeir sögðu, að hún væri ónýt. Við gát- um samt fengið filmuna lánaða og Ólafi K. Magnússyni tókst að framkalla hana. Þið spurðuð um frétt ársins, en ef þið spyrðuð um fréttamynd ársins, þá myndi ég hiklaust nefna þessa mynd. Hún sýn- ir það svart á hvítu, að togarinn er ofan- Ivar H. Jónsson. Björgvin Guðmundsson. sjávar, og það má ímynda sér gleði aðstandenda skipshafnarinnar. í þrjá sólarhringa höfðu þeir beðið milli von- ar og ótta og margur orðinn vonlaus. ★ Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri Alþýðublaðsins, svarar spurningimni þannig: — Stærsta fréttin af einstökum at- burði á árinu er að mínu áliti fréttin um það, að togarinn Úranus væri ftmd- inn eftir að sambandslaust hafði verið við hann í þrjá sólarhringa og margir höfðu talið hann af. Sú frétt birtist í öllum dagblöðum bæjarins fimmtudag- inn 14. janúar, en togarinn fannst dag- inn áður. Þetta var ánægjulegasta frétt ársins. En á árinu var einnig óvenju- lega mikið um ýmiss konar hneykslis- fréttir. Þar rísa tvö mál hæst: frí- merkjamálið og olíumálið. Alþýðublaðið varð fyrst dagblaðanna til þess að skýra frá þeim báðum, en þessi mál voru oft í blöðunum og má segja, að fréttirnar af þeim hafi farið stækkandi eftir því, sem meiri upplýsingar komu í ljós.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.