Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1960, Page 21

Fálkinn - 28.12.1960, Page 21
Viltu lofa mér því, að leggja þig ekki í hœttu, nema það sé óhjá- kvœmilegt, elskan mín! Það er kann- ske hlœgilegt að segja þetta við þig. Þú ert alltaf að stofna lífi þínu í hœttu — alveg eins og ég geri sjálfur. En lofaðu mér því að fara »ins gœtilega og hœgt er. Mundu að . . .“ Það var allt og sumt. Niðurlagið á bréfinu hafði verið rifið af. Kata sat og starði á bréfið, og hina einkenni- legu rithönd Franks. Lengi hafði hún vitað, að Helga þekkti Frank, en ekki að hún þekkti 'hann eins náið og þetta bréf sýndi. Var það ást hans til Helgu, sem hafði gerbreytt honum svona, þessa síðustu mánuði, sem hann var í Eng- landi? Var það sú ást, sem hafði gert hann svo órólegan, hugsjúkan og upp- stökkan? Ekki átti ástin að hafa þau áhrif! Ástin átti að gera menn hamingjusama. Kötu lá við að hlæja. Hafði ást hennar til Adrians eiginlega gert hana ham- ingjusama? Jú, um eitt skeið hafði hún gert það. Henni varð hugsað til þeirra dásamlegu tíma, þegar Adrian og Frank höfðu verið að hjálpa henni að breyta gömlu kránni í vistlegt íbúðarhús. Hve- nær sem hún vaknaði á morgnana, fór um hana gleðistraumur við meðvitund- ina um, að Adrian væri undir sama þaki og hún. Hún naut þess að borða morgunverðinn með honum, naut allra ángægjustundanna, sem þau áttu saman — naut lífsins og ástarinnar. Og á kvöldin gengu þau, Adrian og hún, langar leiðir út um engi og móa. Þau voru símasandi, ýmist höfðu þau tyllt sér á garðbrot eða á lækjarbakk- ann. Það hafði verið dásamlegur tími, og ást þeirra hafði vaxið dag frá degi. Þangað til hún bilaði í þjáningu og kvöl. Og síðan hafði hún ekki vitað neitt, sem hægt var að kalla hamingju. Hvað átti hún að gera við þetta bréf? Leggja það í skúffuna, sem hún hafði fundið það í? En hugsum okkur nú, að aðrir færu að gramsa í reitum Helgu, meðan hún yrði í sjúkrahúsinu? Vissu Dennisonshjónin um vináttu Helgu og Franks? Vildi Helga, að þau fengi vitn- eskju um þetta? Kata afréð að geyma blaðið þangað til Helga kæmi úr sjúkra- húsinu. Og þá ætlaði hún að afhenda henni sjálfri blaðið. Hún læsti það niðri í einni töskunni sinni. Svo fór hún að gera við náttfötin .... Þegar Dennisonshjónin voru ekki í boðum úti, kom fólk oft til þeirra og fékk sér sherryglas eða kokkteil fyrir miðdegisverð. Kata vonaði innilega, að einhverjir gestir kæmu í kvöld, en þeg- ar hún kom niður, voru aðeins Freda og Rodney í stofunni. Kata gat ekki annað en tekið eftir að það var órólegt — jafnvel fjandsam- legt — andrúmsloft þarna inni. Hjónin litu hvort á annað þegar hún kom inn. Freda kinkaði kolli, rétt aðeins. Rod hafði ekki hreyft sig, en nú var Jólakort frá Sels- vörinni Það var talsvert af innlendum jólakortum á markaðnum að þessu sinni og meðal annars voru kort, sem Guðmundur Þorsteinsson hef- ur gert. Þetta voru sex kort, ljósprentuð eftir vatnslitamyndum Guðmundar. Guðmundur leit inn til okkar í ösinni rétt fyrir jólin. Hann er Reykvíkingur í húð og hár og meira að segja Vesturbæingur, eins og myndin hér að ofan ber með sér: Hún er af Selsvörinni, eins og hún var fyrir tíð Pét- urs Hoffmanns. Guðmundur lagði stund á teikninám hjá Birni Björnssyni á árimum 1931—33 og hef- ur síðan farið víða og kynnt sér myndlist. Hann hefur oft haldið sölusýningar hér í Reykjavík og einnig tvívegis í Kanada. Mynd- ir Guðmundar hafa hlotið góða dóma og selzt mjög vel. í fyrra birti þýzka blaðið „Giessen- er Anzeiger“ myndir af nokkrum verkum hans og fór mjög lofsamlegum orðum um þær. eins og einhver þrýsti á hnapp: Hann fór allt í einu að leika hlutverk hins káta og alúðlega húsbónda. — Hvað má bjóða þér, Kata? Sherry eða Martini? Ég mæli frekar með Mar- tini. Þér veitir eflaust ekki af einhverju til að hressa þig. — Þökk fyrir, ég vil gjarnan glas af Martini, svaraði Kata. Henni veitti sann- ast að segja ekki af hressingu. Hún var dauðþreytt, en jafnframt voru taugarn- ar eins og spenntur bogi. Rodd rétti henni glas og hellti um leið á glas sitt og Fredu. —- Jæja, skál, Kata! sagði hann, lyfti glasinu að munninum og tæmdi það í einum teyg. — Þetta gerir kraftaverk, sannaðu til. Kata sagði ekkert. Hún beið átekta. Hún vissi, að þau höfðu orðið sammála um að segja henni eitthvað. Rodney varð til þess að segja það. — Freda segir mér, að þú hafir feng- ið að vita sannleikann um Frank, núna í dag. Eða réttara sagt að Adrian hafi sagt þér hann. Það er svo að sjá, sem hann hafi talið að það væri réttast. Ég er nú ekki viss um að við séum á sama máli. Þessi sannleikur verður aðeins til að hryggja þig. — Þið hélduð þá, að það væri mér fyrir beztu, að ég héldi að hann væri dáinn? spurði Kata rólega. — Hm . . . ja, sagði hann hálf ólund- arlega. — Það hefði þó að minnsta kosti ekki gert tilveruna jafn* flókna fyrir þér og hún hlýtur að vera núna. — En ég trúi því aldrei, að Frank hafi af frjálsum vilja gerzt föðurlands- svikari. Hann yppti öxlum. — Það er ekkert við því að segja, að þú hafir trú á honum. En ég er hrædd- ur um að þú verðir að horfast í augu við sannleikann. Allar staðreyndir benda til þess, að Frank hafi undirbúið þetta mjög nákvæmlega. Hann kom hingað til þess að fá upplýsingar um ákveðin mál. Þegar hann hafði fengið að vita það sem hann vildi, fór hann í hinar herbúðirnar. Allt hlýtur að hafa verið undirbúið út í æsar áður en hann kom hingað. Honum tókst sannarlega að gabba okkur öll. — En þó urðuð þið honum ekki fjand- samleg? Ykkur fannst ekki skylda ykk- ar að kæra þetta fyrir yfirvöldunum? spurði Kata lágt. Hún sá, að honum féll ekki spurningin sem bezt, og gat ekki annað en verið hróðug yfir að hafa skákað honum. Hann roðnaði, en hafði fullt vald yfir röddinni, er hann svaraði: — Við ræddum vitanlega það mál. tFramh.) FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.