Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1960, Qupperneq 24

Fálkinn - 28.12.1960, Qupperneq 24
LITLA SAGAN Orlagaríkur vindlingur Það var flókin ráðgáta, sem sakamálalögreglan í Stokkhólmi þurfti að leysa, eftir að gamli sérvitringurinn fannst dauður í herberginu sínu við Brahegötu. Engin vísbending fannst við húsrannsóknina. Gamli maður- inn fannst sitjandi í hæginda- stólnum sínum með höfuðið niðri í bringu. Handleggirnir héngu máttlausir niður yfir stól- bríkurnar og á gólfinu, undir hægri hendinni lá skammbyssa, sem reyndist vera eign dána mannsins. Einu skoti hafði ver- ið skotið úr henni, en hinar kúlurnar voru í hylkinu. Hulstr- ið af skotinu var í herberginu, eins og búast mátti við. Allt benti til þess, að hér væri um sjálfsmorð að ræða, og fleira benti í sömu átt. Mað- urinn hafði orðið fyrir margs- konar mótlæti um ævina, og þó hann væri ríkur, hafði hann aldrei átt ánægjulega daga. Ævilokin bentu til þess, að hér væri um að ræða mjög eðlileg- an endi langra mótlætisdaga. Fulltrúinn, sem hafði haft undirbúningsrannsóknina með höndum, fór að hugsa. í fljótu bragði virðist þetta vera mjög algengt mál. Allt benti til þess að hér væri um sjálfsmorð að ræða. En þó rifjaði hann enn upp öll málsatriði. Hann athug- aði skammbyssuna. Þar voru engin fingraför önnur en hins látna. En allt í einu varð full- trúinn alvarlegur. — Þetta er morð! sagði hann hranalega. — Og nú er að finna morðingjann! Það lá næst fyrir að leita hans í hópi þeirra, sem helzt umgeng- ust þann látna. Það hlaut að vera einhver, sem þekkti vel háttalag gamla mannsins, og gat heimsótt hann án þess að vekja athygli. Eftirlátin skjöl sýndu, að hinn látni hafði fengizt talsvert við peningaviðskipti, og von bráðar hafði fulltrúinn valið úr fimm nöfn, sem líkleg þóttu til þess að vilja gamla manninn feigan. Þó voru þetta ekki nema getgátur að svo stöddu. Ekki lágu fyrir neinar sannanir gegn neinum þessara fimm, og því síður upplýsingar um að þeir hefðu ástæðu til að lífláta mann- inn. En fulltrúinn gat talað við þá. Það birti yfir honum og nú hafði hann fundið ráðið. Ef ein- hver þessara fimm væri sekur, skyldi hann ná í hann. Viku síðar bað fulltrúinn um viðtal við sakamálalögreglu- stjórann og opinbera ákærand- ann og bað um skipun til að handtaka sölumann nokkurn, sem fulltrúinn þóttist hafa fulla ástæðu til að gruna. Hann átti heima í suður-borginni — eða „pá Söder“, sem Svíar kalla — hafði lent í fjárhagsvandræðum og síðan í okurklóm hins látna. — Þetta gat ekki verið sjálfs- morð. Það skildi ég strax, er ég leit inn í hlaupið á skammbyssunni, sagði full- trúinn. — Þar var svo mikið ryk, að það gat ekki hafa safn- azt fyrir á þeim tveim sólar- Frh. á bls. 33 Marilyn Monroe er skilin við eiginmann sinn, leikritaskáld- ið Arthur Miller, eins og kunnugt er, en mönnum ber ekki saman um, hvort holdið hafi yfirgefið andann eða öf- ugt. Nýlega birtist í banda- rísku blaði eftirfarandi skil- greining á hugtakinu gáfað- ur maður, og stendur hún í sambandi við áðurnefndar persónur. Skil- greiningin er þannig: Gáfaður er maður, sem heimsækir Marilyn Monroe til þess að láta hana kynna sig fyrir manni sínum! — Vel að merkja: þetta var áður en þau hjúin skildu. burðast hins ómögulegt! Heimspekingurinn Bertrand Russel sagði í blaðaviðtali fyrir nokkru álit sitt á vís- indamönnum og stjórnmála- mönnum. — Hann sagði: Vís- indamennirnir rembast eins ■ og rjúpan við staurinn við að gera hið ómögulega mögu- legt, en stjórnmálamennirnir vegar við að gera mögulegt Ernest Hemingway segist stíga á stokk og strengja þess heit, að þegar hann verði 65 ára (eftir fjögur ár) skuli hann ekki skrifa einn einasta staf framar. Hann hefur keypt sér óðal á Suður-Spáni og ætlar að setjast þar að, fjarri skarkala veraldar og njóta ell- innar. Til þess að tryggja sér einhverjar tekj- ur, ætlar hann að ala upp atnaut í félagi við kunningja sinn, Antonio Ordonez, nauta- bana. Það er mannlegt að skjátlast og reka sig á, og um þetta hefur bandaríska skáldið John Steinbeck, sagt eftir- farandi: Það er fáránlega heimskulegt að gera sömu mistökin tvisvar í röð. Það er miklu skemmtilegra að gera ný í annað sinnið! Thornton Wilder, ameríska skáldið, sem m. a. er kunnur hér á landi fyrir leikrit, sem sýnd hafa verið eftir hann, hafði viðtal við blöðin vestra að nýafsttaðinni ferð til Evrópu. Þar sagðist honum svo: „í rauninni hefur Evrópa lítið breyzt. í Englandi er, eins og fyrr all leyft, sem ekki er bannað. í Þýzka- landi er allt bannað, sem ekki er útþrykki- lega leyft. í Frakklandi er allt leyft, líka það, sem er útþrykkilega bannað. Og í Rússlandi er allt bannað, líka það, sem í rauninni er leyft.“

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.