Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 5
SALT 2 að tryggingar hafa verið til í 2000 ár? í Egyptalandi var það al- títt,að þrselar strykjufrá hús- bændum sínum. Þetta varð til þess að grískum manni, Antimenes frá Rhodos datt í hug að stofna tryggingafé- lag. Fyrir 8 drökmur á ári, fyrir hvern þræl, var um- samin upphæð greidd hús- bóndanum, fyrir hvern þræl, sem frá honum strauk. Bæt- urnar fyrir þrælinn voru mismunandi háar, en ið- gjaldið alltaf það sama — átta drökmur. ★ að meðalkaup í Bandaríkj- unum hefur hœkkað um 38% síðan 1950? Árið 1950 voru meðaltekj- ur í USA 1491 dollarar á mann, en eru nú 2.057 doll- arar. —- En jafnframt eru skattarnir orðnir 568 dollar- ar á mann á ári, Eru það bæði skattar til ríkisins og til einstakra bæja og sveita- félaga. A Ameríska stórblaðið Time sagði eftirfarandi sögu frá heimsókn dönsku konungs- hjónanna í New York hér á dögunum: Kóngurinn og drottningin voru stödd í Central Park og Victor Borge las ævintýri við styttu H. C. Andersens. Skyndilega tróð lítill strák- ur sér fram fyrir kónginn og spurði: — Heyrðu, kóngur: — Ég hélt að allir kóngar væru með kórónu. Hvar er þín kór- óna? Kóngurinn skýrði drengn- um frá því, að hann bæri kórónuna aðeins við sérstak- lega hátíðleg tækifæri. Þeg- ar drengurinn hafði heyrt þetta, hristi hann höfuðið og sagði: — Þetta skil ég ekki. Mamma sagði einmitt, að þetta væri alveg sérstaklega hátíðlegt tækifæri, og þess vegna yrði hún að þvo mér tvisvar í eyrunum! Eftir bitra reynslu af ung- dóminum og uppeldi hans, hefur lögreglan í Houston í Texas samið níu góð ráð til allra foreldra um nútíma uppeldi barna: 1. Gefið barninu allt, sem það vill fá. Þá vex það upp í þeirri trú, að það eigi allan heiminn. 2. Skemmtið yður konung- lega yfir öllum prakkara- strikum barnsins. Þá held ur það, að það sé afskap- lega sniðugt og gáfað. 3. Bannið aldrei barninu neitt. Það gæti fengið sektarkennd af því. 4. Fyrirgefið allt, sem barn- ið gerir af sér. Þá lærir / 5. 6. 7. 8. 9. það, að aðrir bera ábyrgð á gerðum þess. Látið barnið lesa eins mikið af lélegum bók- menntum og það vill. Gefið barninu peninga fyrir öllu, svo það þurfi ekki að hafa fyrir að vinna sér þá inn sjálft, litla greyið. Takið upp málstað barns- ins í einu og öllu. Þér skuluð rífast rösklega í návist barnsins. Það er eins gott að það kynnist sem fyrst óhamingjusömu fjölskyldulífi. Hafið engar áhyggjur af framtíð barnsins. Við fá- um að burðast með þær! þ£<5 ÁMAö /WÍÁou — 1635 dó Englendingurinn Thomas Parr, sem lengi gekk undir nafninu „gamli Parr“. Bar hann það nafn með rentu, því að samkvæmt því sem næst verður komizt varð hann 152 ára gamall. Hann var fæddur árið 1483 og lifði undir tíu konungum, giftist tvisvar — í fyrra skiptið þegar hann var 82 ára og síðara skiptið, er hann var 122 ára. En frægur varð hann ekki fyrr en að- alsmaður nokkur fór með hann til London 1635 og sýndi gamla manninn við hirð Charles I. Gamli Parr hafði ekki gott af þeirri ferð. Hann þoldi ekki loftið né matinn í London og dó eftir skamma stund, en hafði það þó upp úr ferðinni að vera grafinn í Westminster Abbey innan um stórmenni þjóðarinnar. ★ — 1930 varð meiriháttar fjármálahneyksli í París. — Franski bankinn Oustric & Cie varð gjaldþrota. Og þeg- ar farið var að rannsaka þrotabúið kom það á daginn að ýmsir ráðherrar í stjórn- inni höfðu rekið grunsam- leg skipti við þennan banka, sérstaklega dómsmálaráð- herrann sjálfur, sem hét Pérot.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.