Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 13
voru svo loppnir, að þeir gátu ekki losað hann. HANN GAT EKKI MEIR. Þeir litu til kassans og sáu að Hall- dén hafði skriðið upp á hann, til lam- aða mannsins. Hann gat ekki meira, þó hann væri hraustmenni, enda hafði hann verið kvefaður kvöldið áður. Og hann hafði slitið sér út á austrinum. Komdu til okkar, Ragnar, það er ekki langt, hrópaði Mohlin. En Halldén gerði enga tilraun til þess. Loks fór ofurlítið að birta af degi, og af flekanum sáu þeir greinilega menn- ina tvo á kassanum. En hvergi sáu þeir manninn, sem var einhversstaðar skammt undan að hrópa á hjálp. Á flekanum voru bæði værðarvoðir og vistir, en til þess að komast að því, urðu þeir að losa segldúkinn. Þeir smokruðu sér undir hann og spyrntu honum upp, Þangað til sumar hneslurn- ar biluðu. Thuresson náði í öxi og braut upp kassa og náði í ullarvoðir, sem þeir vöfðu um sig. Stundum heyrðu þeir til Halldéns og kölluðu til hans að koma, en hann þorði ekki lengra. Mohlin og Thuresson fóru að brjóta heilann um hvernig þeir ættu að bjarga Halldén og hinum tveimur — þeim mál- lausa og manninum í sjónum, en gáf- ust upp við það. Þeir voru vita mátt- lausir. Svo birti betur. Mohlin stóð upp og starði út yfir sjóinn. Hann reyndi að eygja kassann, sem Halldén hafði setið á. En hann var horfinn. Um morguninn var farið að undrast um skipið. Pósturinn kom ekki kl. 9 að morgni, eins og vant var, og fór fólk nú að síma og spyrja hvernig á því stæði. Eimskipafélagið svaraði, að „Hansa“ hefði seinkað. Svo leið fram á daginn og fólk fór að tínast niður að höfn og spyrja. Hafði orðið vélarbilun í „Hansa“? Hvers vegna lét skipið ekki heyra frá sér, það hafði spánýja talstöð um borð. Þetta fór að verða eitthvað undarlegt. Eigendurnir höfðu enga ástæðu til að ætla, að slys hefði orðið, en kannske þurfti skipið á aðstoð að halda. Það átti að vera komið nokkru fyrir kl. 9, og kl. 10.15 hafði útgerðin samband við flotaumsjón Gotlandssvæðisins, sem lofaði að rannsaka málið. Tundurdufla- slæðurunum „Arholma“ og „Landsort“, sem voru við eftirlit hjá Farey var hálftíma seinna skipað að sigla á þá slóð, sem „Hansa“ hafði átt að fara. ^ Fleiri skip voru send í leitina og ABA (Aktiebolaget Aerotransport) var beðið um aðstoð. ABA-flugvél átti að fara frá Bromma til Visby kl. 11, og var flugmönnunum falið að skyggnast um eftir „Hansa“ á leiðinni. En þá lá „Hansa“ á botni Eystrasalts, fjóra og hálfa mílu fyrir norðan Visby, á 100 metra dýpi .... 2 Á FLEKANUM. Þeir Árnarnir.tveir á flekanum, Moh- Frh. á bls. 28 ■A 9 CHH AÐ SKREPPA I 6ANKANN Ég þurfti að skreppa niður í bæ um daginn. Ég bað vélritunar- stúlkuna að svara fyrir mig í sím- ann, greip skjalamöppuna, og sagði svo eins og vanalega: „Ég þarf að skreppa í bankann.“ Ég er nú ekki hærra settur en þetta, en þegar yfirmaður minn skrepp- ur í bæinn, segist hann oftast vera að fara í ráðuneytið. Þegar vélrit- unarstúlkan fær að skreppa, segist hún alltaf þurfa að fara til tann- læknis. Ég hagræddi hattinum og ýtti skjalamöppunni betur uppí hand- arkrikann en stikaði síðan áleiðis niður í bæinn, og gekk hratt, eins og allir verða að gera, sem vilja láta sjá, að þeir séu önnum kafn- ir og karlar í krapinu. Svo verður maður að tala um það við náung- ann, hve hroðalega mikið sé að gera, og svo auðvitað um vaxta- okrið og vandræði útgerðarinnar. Annars gætu þeir kannske haldið, að maður fylgdist ekki með erfið- leikum þjóðarinnar. Jæja, ég átti reyndar erindi í eitt af stórhýsum miðbæjarins, þar sem er til húsa tryggingarfélag, en þar skuldaði ég nokkur hundr- uð króna iðgjald, sem fallið var í gjalddaga fyrir all löngu síðan. Kunningi minn vann þarna, og hafði hann haldið kröfunni til hliðar, en ég ætlaði nú að greiða hana. Var ég mjög hreykinn af því að hafa skapað mér þennan gjald- frest og fann mikið til hins mikla fjármálavits, sem með mér bjó. Talaði ég oft við konu mína um hinn feikna vaxtasparnað, sem hlytist af svona greiðsludrætti. Vaxtasparnaður er nfl. töfraorð, sem hver maður verður að kunna að nota. Kunningi minn var þá ekki við, þegar ég kom á skrifstofu trygg- ingarfélagsins á fjórðu hæð. „Hann skrapp í bankann,“ sagði vélritunarstúlkan og brosti kan- kvíslega. Ég fór niður í lyftunni og varð samferða mér stúlka, ja eiginlega kona, því hún var reynd- ar komin af allra léttasta skeiði. Ekki veit ég, hvað olli því, að ég fór að gefa henni nánari gætur. Líklega hefur það verið mæðu- svipurinn, sem á henni var, sem varð þess valdandi, að ég fór að velta því fyrir mér, hvað hún starfaði, hvernig lífi hún lifði, hvert hún væri að fara, o. s. frv. Þessi vinkona mín var heldur ólánlega af guði gerð. Hún var meðalmanneskja á hæð, sæmilega vel í holdum, hárið dökkt og rytju- legt, bælt niður með klúti með mynd af Eiffelturninum, sem lafði niður á herðar henni. Hún hafði einkennilega ljósrauðan hör- undslit, sem hún reyndi að deyfa með andlitsdufti og farða. Sérlega voru augun raunaleg og niðurvís- andi munnvikin fullkomnuðu mæðusvipinn. Þótt hún væri með skýluklútinn bundinn undir hök- una, gat hann ekki falið nokkrar ljósrauðar undirhökur. Hún gekk á undan mér út úr lyftunni og út á götuna. Skórnir hennar voru flatbotnaðir og ég sá strax af skarpskyggni minni, að hún var með flatfót. Og saumarnir á ísabella sokkunum voru skakk- ir. Hvað skyldi hún heita? Líklega Jónína eða Sveinsína eða eitthvað svoleiðis. Aldur? Eitthvað um 35 ára og ábyggilega ógift. Þrjátíu og fimm, þá hafði hún einmitt verið upp á sitt bezta á stríðsárun- um. Kannske hafði það verið henn- ar gæfa. En hann, eða þeir, höfðu auðvitað svikið hana. Það var auð- skilið. Mikil mæða. Og nú var vonin að ganga henni alveg úr greipum. Og hún vann líklega á einhverri skrifstofunni og var í sendiferð. Ja, þetta var auma lífið. Það var ekki nema von hún væri mæðuleg, blessuð konan. En nú greikkaði ég sporið og fór fram úr henni. Hún leit á mig út undan sér, tómum augunum. Þegar ég var kominn næstum. strætið á enda, hitti ég góðan kunningja minn, og stanzaði til að rabba við hann. Þá náði vinkona mín mér á ný og gekk fram hjá. Aftur gaf hún mér auga. Mér var ekkert um það gefið. Eftir dálitla stund, kvaddi ég kunningjann og tók nú aftur á rás. f götunni, þar Framh. á bls. 29. FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.