Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 30

Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 30
jörð og nóttin löng. Lið Karls hafði náð nokkrum útvirkjum og hann sjálf- ur tekið þátt í atlögunum. Nú var ver- ið að grafa hlaupagrafir að virkismúr- unum. Norðmenn hengdu á hverju kvöldi hálmbindi. vætt í tjöru, á virkis- múrana, og kveiktu í, svo að Svíar gætu ekki laumazt inn að virkinu í myrkri. Og skothríð var haldið uppi frá virk- inu til að tefja fyrir graftarmönnum. Karl át miðdegisverð með foringjum sínum sunnudaginn 30. nóv. 1718. Hann bjó í litlu, norsku húsi, sem Svíar höfðu tekið. Hafði hann fyrr um daginn verið viðstaddur herguðsþjónustu og var í nýjum einkennisbúningi: reiðstígvélum, bláum brókum, bláum frakka með gul- um hornum og kraga og gyltum hnöpp- um, með þríhyrnuhatt og stóra gula hanzka, sem náðu upp á handleggina, og stóra kápu á herðunum. Eftir borð- haldið kvaddi hann liðsforingjana og reið út að gröfunum, til að sjá hvernig verkinu miðaði áfram. Einhver kurr hafði verið í liðinu um morguninn. Nokkrir liðsforingjar vorumeð honum þarna, allir útlendir. Karl hafði liðsfor- ingja víðsvegar úr Evrópu. Annar þeirra tveggja, sem fór með konungi alla leið að gröfunum, hefur sagt frá atburðin- um, sem gerðist þetta kvöld. Hann segist hafa verið sendur heim á herstöðina eftir sjúkrabörum. Þegar þangað kom, heyrði hann sænskan foringja spyrja í myrkrinu: „Er konungurinn dáinn?“ og skildi sögumaður ekki hvernig hann færi að vita þetta. Það var líkast og menn hefðu átt von á að konungurinn dæi þetta kvöld. Líka spannst sú saga meðal Svía, að konungurinn hefði ekki verið skotinn með kúlu heldur silfur- hnappi. Kúlan, sem fannst, er silfur- hnappur, og vísindlegar rannsóknir hafa sýnt, að konungurinn var ekki skotinn með blýkúlu. Konungur fór af baki er að gröfun- um kom, og gekk ofan í þær. Þar hitti hann sænska undirforingja og sagði þeim að koma með sér. En þegar innar dró í gröfina, sagði hann þeim að bíða, og fór svo einn inn í gröf, sem grafin hafði verið 2 dögum áður. Fór hann svo upp á grafarbarminn og settist Þar, studdi hönd undir kinn og horfði á virkið. Foringjarnir báðu hann um að koma í skjól niður í gröfina, en hann gegndi því ekki. Einn þeirra, Sicré, fór þá burt. Rétt á eftir heyrði hann hljóð, „eins og þegar steinn dettur í sand eða fingr- um er smellt“. Og höfuð konungs seig niður á bringu. Enginn þeirra næstu hljóp til hans, en einn fór til sænsku foringjanna, sem stóðu fjær og biðu, og bað þá um að sækja börur. Þeir skildu hvernig komið var, og sóttu börurnar. Voru þeir klukkutíma að þessu, en enginn hafði farið til konungs á meðan. Það var ekki fyrr en börurnar komu, sem þeir sáu með vissu, að konungurinn var dáinn. Hann var lagður á börurnar og þeir settu hárkollu og hatt á höfuðið á hon- um til að fela sárið. En allir vissu þó 30 FALKINN 'hvað gerzt hafði. Hann var fluttur í höllina og dó þar um nóttina. Læknir hans rannsakaði líkið. Kúla hafði bor- að gat á höfuðskelina vinstra megin, undir hattbarðinu að aftan og komið út aftur á gagnauganu. Sicré hershöfðingi var sendur til Stokkhólms til að segja fréttina. Stríð- inu var lokið. Fréttin barst til Thorden- skjolds, sem lá undir Svíaströnd, og hann létti þegar akkerum og sigldi flot- anum til Kaupmannahafnar, og þótt hann kæmi þangað um miðja nótt.heimt- aði hann að fá að tala við Friðrik kon- ung tafarlaust. Konungur hlustaði á og hét Tordenskjold nýrri tign, ef fréttin reyndist sönn. Og hún reyndist sönn! Síðustu herferð Karls var lokið! Sænski herinn hélt heim, sænska stór- veldistímabilið var á enda. En nú kom upp margur kvittur. Fólk staðhæfði að Karl hefði ekki fallið í stríði heldur verið myrtur af sínum eigin mönnum. Um þetta hefur verið deilt í 200 ár. Og niðurstöðurnar eru óglöggar. Foringjarn- ir, sem nærstaddir voru, urðu ekki sam- mála. Sicré á að hafa sagt í óráði nokkru síðar: „Það var ég, sem skaut Karl kon- ung!“ Hann var sendur úr landi síðar, en einkennilegt er, að hann var vottur að einvíginu, sem Tordenskjold féll í. Kista Karls hefur verið opnuð marg- sinnis. Sögusagnirnar um að hann hafi verið skotinn frá hægri hlið, hafa verið hraktar. Hann var skotinn frá vinstri — og þeim megin var Sicré. Færið var um tíu metrar. Kúlan var 11 millimetr- ar, en sú hlaupvídd á byssum var ekki til í norska hernum, en sumir sænskir foringjar notuðu hana. Fleira bendir til þess að Karl hafi verið drepinn af sín- um eigin mönnurn. Sænskur sagnfræð- ingur telur sannað, að kúlan hafi fund- izt. Og margt hefur verið skrifað um þetta. Ævisaga Karls XII. er ævintýri. Sey- tján ára piltur þeysir fram og vinnur sigur eftir sigur. Karl var gáfaður. — Smakkaði aldrei vín. Gekk oftast í ein- kennisbúningi. Kvæntist aldrei — lifði fyrir stríð og stjórnmál. En hann hafði krafizt of mikils af Svíum. Landið hafði ekki við að leggja til hermenn, hergögn og peninga í 20 ár. Bandamenn Karls brugðust honum og herforingjar hans líka. Og konung- urinn kunni sér ekki hóf. Það var full ástæða til að binda endi á ævintýrið mikla, úr því að hann gat það ekki sjálfur. Kúlan, sem fannst, er geymd í Var- berg. Við Friðriksstein er minnismerki, þar sem Karl féll. Einkennisbúningur- inn, sem hann var í þegar hann dó, er til sýnis í Stockholms Livrustkammer og kistan hans í Riddarahólmskirkju, á- samt gunnfánum, er hann tók. En per- sónan sjálf er áhrifameiri en allt þetta. í hans daga þótti frægð sú mest að drepa sem flesta. Karl XII. dó ekki mínútu of snemma, þó hann væri einn merkileg- asti og ævintýralegasti konungur, sem lifað hefur á Norðurlöndum. KRISTJAN FÓTALAUSI - Frh. af bls. 9 Kristján var styggur í tali og komst þá oft hnyttilega að orði. Eitt sinn var í ráði að hann flyttist að Mýri. Spurði þá einhver, hvort hann hlakkaði ekki til dvalarinnar þar. Karl svaraði með drynjandi rödd: Ég hlakka ekki fyrr en ég smakka. Kristján var mikill matmaður og gegndi furðu hve miklu hann torgaði. Eitt sinn, er rætt var um mat og fæðu- tegundir, sagði hann: Aldrei hefur mér orðið bumbult af neinum mat nema arnarkjöti og hrossa- floti við. Sagt var, að Kristján væri svo næm- ur í fíngrastúfunum, að hann gæti tek- ið upp með þeim nál af gólfi. Einnig er sagt, að hann gæti fest höndunum upp um bita og „barið hrúta“, sem kallað var. Þótti þetta sérstætt um svo farlama mann. Kristján var ekki frýnilegur, ef hann reiddist, enda munu fáir hafa orðið til að sýna honum hrekki; þó gat slíkt komið fyrir. Þegar hann var eitt sinn á Stóruvöllum, var þar í heimili Þor- grímur nokkur Laxdal, sonur Gríms bóksala á Akureyri. Hann var stríðinn og mesti skelmir. Eitt sinn gekk Krist- ján þarfinda sinna utanhúss, sem oftar. Veitti Þorgrímur honum þá eftirför, réðist að honum þegar verst stóð á og hugðist fella hann á bak aftur. Auðn- aðist Kristjáni þó að ná til hans, og neytti hann þá handleggjanna ótæpi- lega, hélt Þorgrími föstum, tókst að leggj a hann undir og tók á honum óblíð- um tökum. Veittist Þorgrímur ekki að karli eftir það. Vinnumenn á Stóruvöllum fræddu Kristján um að jörðin væri hnöttótt. Við því brást hann illa og hélt þá vera að gera skop að sér. Loks spurði hann: Því er þá kyrr mjólkin í trogunum, vatnið í fötunum og hlandið í kopp- unum? Stundum kom það fyrir, þegar Krist- ján var aldraður orðinn, að hann virt- ist bljúgur. Lét hann þá í veðri vaka að ófarir sínar allar væru refsing frá guði fyrir ósvífni sína fyrr á árum. Hann heyrðist og stöku sinnum biðja fyrir sér. ★ Kristján var síðast á Sigurðarstöðum í Bárðardal; þá bjó þar Jón Jónsson frá Baldursheimi. Þar andaðist þessi hrakti maður fjörgamall 1887. Segja má, að þá fyrst hafi lokið hríð- arferli hans á Dimmafjallgarði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.