Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 15

Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 15
ina, sem hékk í ávölum ramma yfir bókaskápnum. Ungir foreldrar með lítiS barn sitt. Hún var tekin á ársafmæli Sveins — fyrir tuttugu og fjórum árum síðan. Henrik var svo stoltur á þessari mynd. Hann sat sjálfur undir drengnum í bílnum á leiðinni til ljósmyndarans. Hann sat fremst í sætinu og hélt hönd- unum um hann í varnaðarskyni. — Ef bílstjórinn skyldi hemla snöggt, sagði hann til þess að aísaka varfærni sína, og þegar áður en hann steig inn í bílinn, hafði hann beðið bílstjórann að aka hægt og gætilega. Hún lagði blaðið frá sér, þegar hún uppgötvaði, að hún horfði hvorki á það né myndina. Skyndilega klæddi hún sig og snyrti. Hún bjó um rúmið, meðan hún hitaði vatn til að hella upp á könn- una. Hún naut þess að eiga annríkt og sönglaði, meðan hún hálfhljóp yfir gólf- ið. Henrik rak sjálfstætt fyrirtæki, svo að það var óvíst, hvort hann kæmi fyrir hádegi eða í eftirmiðdaginn. En það gilti einu fyrir hana. Hún var ekki bundin á neinn hátt. Já, vel á minnzt: gjöfin til Sveins! Hún tók pakka neðan úr skúffu og lagði hann á hillu í ganginum. Fyrir framan spegilinn skoðaði hún sjálfa sig, hljóp síðan inn í stofuna til þess að gæta að hvort allt væri nú í röð og reglu . .. gekk síðan aftur að speglinum. Hún var enn ungleg í vexti. Það vai sennilega hinum löngu gönguferðum að þakka. Dragtin fór vel, þótt hún væri ekki ný lengur. Andlitið. Hún gekk nokkur skref á- fram, hallaði sér áfram og lét ljósið frá lampanum falla beint á andlitið. Hún horfði beint í augun á sjálfri sér, eins og hún vildi þrengja sér til þess, sem lægi að baki þeim. Skyndilega sneri hún sér við og stundi mæðulega. Hvers vegna stóð hún hér fyrir fram- an spegilinn eins og unglingur, sem er að fara á fyrsta stefnumót sitt? Hún, sem í dag mundi verða sótt af mannin- um, sem yfirgaf hana fyrir tíu árum síðan. Þessum manni hafði hún alið son, sem í dag varð tuttugu og fimm ára gamall. Hvers vegna var hún spennt, og hvers vegna var hún að laga til? — Þú hefur orðið nægjusöm með ár- unum, sagði hún við sjálfa sig. athugasemd, sem skrifuð var með blý- anti á dagatalið: Afmælisdagur Sveins. Hann hafði merkt hann fyrir viku síð- an, þegar hann var að blaða í dagatal- inu. Síðan hafði hann munað hann. Hon- um hafði orðið dálítið ónotalega við, þegar hann reif af dagatalinu um morg- uninn. Og hann hafði sent skrifstofu- stúlkuna í bæinn til þess að kaupa gjöf. Pakkinn lá á borðinu við hliðina á daga- talinu. Hann var gramur yfir því að geta ekki einbeitt sér að vinnunni, ýtti stólnum aftur á bak, stóð upp og gekk fram og aftur um teppalagt gólfið. Smellurinn, sem heyrðist í hvert skipti sem hann gekk af teppinu og yfir á bert gólfið við hurðina, var eins og taktur í eirðarleysi hans. Hann reyndi að hafa hléin milli smellanna jafnlöng. Drengurinn var tuttugu og fimm ára. Það voru sem sagt tíu ár, síðan þau skildu. Hún hafði verið ágæt. Hún hafði ekki verið hrædd við að leggja á sig erf- iðið, þegar hann gat ekki einu sinni greitt námsgjöldin sín. En þá voru þau ung og þótti vænt hvort um annað. Og síðan ... ja, það var þessi algenga saga um hana, sem var of gömul og hann, sem neitaði að verða það. Hann mundi vel eftir henni, þegar þau sátu og skipulögðu framtíðina. Fyrst urðu þau að greiða allar námsskuldirn- ar og hún ætlaði heldur betur að hjálpa til við það. Þegar því var lokið, ætlaði hún að eignast barn. Febrúar, marz, ap- ríl — þannig hafði hún talið á fingrun- um. Allt fór eins og ákveðið var. Barn- ið fæddist í apríl. — Hann stanzaði fyr- ir framan gluggann og stakk höndunum í rassvasana. í rauninni var ekki ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu. Hann hafði fengið hundruð skilnaðarmála til með- ferðar og hann hafði alltaf talið sér á- vinning af því að geta sagt viðskipta- vinum, að hann hefði sjálfur skilið. Þeir fengu aukið traust á honum fyrir það. Hún gekk fast upp ljósið falla beint á Og Ragnhildur þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Margir af þeim, sem höfðu komið á skrifstofuna til hans, voru verr staddir. Síminn hringdi. — Já, það er ég, góðan daginn. Já, ég er á kafi í nýju máli. Nei, ekki í dag. Þú veizt að það er afmælisdagurinn hans Sveins í dag, svo að ég verð að fara þangað. Nei, ég hef ekki hringt enn þá, en ég hef hugsað mér að gera það strax og ég er búinn að ganga frá þessu máli. Við getum talað um það í kvöld. Vertu sæl. Hann lagði tólið á og stundi. í rauninni hafði hann hugsað sér að fara eftir hádegið en það sakaði ekki, þótt hann færi strax. Það var eins og Grace hefði fengið hann til þess að hafa meira að gera, en hann hafði i rauninni. Það hlaut að vera undarlegt fyrir hana að vita af því, að hann væri að fara að heimsækja son sinn, — að það var svo ótalmargt í því sambandi, sem hún hafði ekki hugmynd um. Hún hafði aldrei spurt og hann hafði aldrei sagt henni það. Þegar Grace kom hafði hann á- kveðið að gleyma fortíðinni — að minnsta kosti vildi hann eiga hana einn. Hann lagði skjölin í umslag og tók upp símann. Meðan hann beið eftir að svaraði strauk hann yfir kilina á laga- safninu í bókahillunni. V Þau sátu í hlýrri bifreiðinni og lands- lagið leið hjá. Hún talaði um nýjustu bókina, sem hún hafði lesið, rakti efnið og gagnrýndi hástöfum. Hún talaði eins og vélrænt, meðan hún hugsaði: — Um hvað skyldu þau tala, þegar hún er hér? Hún er mikið yngri. Skyldi hún bjarga sér á æskunni einni saman? Skyldi hún leggja hönd sína á hönd hans á stýrinu og brosa til hans upp í spegilinn? Hún horfði á stórar hendur hans, sem héldu um stýrið. Hún þekkti hverja línu og hverja hrukku í þeim, hún þekkti lagið á nöglunum og vissi hvar fæðingarblettirnir tveir voru. Hún hafði elskað þessar hendur. Þessar hend- ur höfðu tekið utan um hana og leikið um líkama hennar. Nú hvíldu þær þarna á stýrinu og óku bara bifreið! Þau héldu áfram að ræða um bækur, sem þau höfðu lesið. Hún talaði um skáldsögur, hann um endurminningar frægra manna. Það er undalegt, hugsaði hún, að sitja Framh. á bls. 31. að speglinum og lét andiitið. Hún horfði SONARIIMS V Hann hafði andstætt venju sinni læst að sér. Hann hafði hvað eftir annað reynt að sökkva sér niður í skjöl, en ósjálfrátt hvörfluðu augu hans að lítilli lengi í augun á sjálfri sér, en sneri sér síðan snöggt við ... FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.