Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 20

Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 20
BRÖDURLEITIN FRAMHALDSSAGA EFTIR J. AMES — Ágætt! Þá drekkum við skál góðr- ar vináttu. Það gleður mig, að þú gerir þér ljóst, að við Freda bæði viljum gera okkar ítrasta til þess að þú flæk- ist ekki í þetta, Kata. Þau settust að borðinu. Það varð alls ekki skemmtilegt borðhald, þó að Rod- ney gerði sér far um að vera sem skemmtilegastur og lyki hverri setningu, sem hann sagði með glymjandi hlátri. Kata reyndi að vera sem látlausust, en Fredu tókst ekki að dylja, að hún var þreytt og geðvond. Hún stóð upp undir eins og hægt var, og þau fóru frá borðinu. — Gekkstu frá dótinu hennar Helgu? spurði Freda. — Mér datt í hug að skreppa með það í sjúkrahúsið. Rodney hafði dregið allmikið af viskíi á bátinn, meðan hann var að borða. Hann horfði á Fredu og sagði loð- mæltur: — Er það þessvegna, sem þú flýtir þér svona, góða? Ertu viss um, að þú ætlir í sjúkrahúsið? Freda hvessti augun á hann. — Vit- anlega. Hvert annað heldur þú að ég ætli að fara? — Hvergi annarsstaðar — hvergi, vit- anlega hvergi, elsku eiginkonan mín! Hvernig ætti mér að detta í hug, að þú ætlaðir eitthvað annað? Ég hlýt að vera tortrygginn dóni, finnst þér það ekki? — Þegi þú, Rod! sagði Freda reið. — Þú ert fullur! Hann stóð upp, riðandi, og brosti fúlmannlega til hennar. — Já, vitan- lega er ég fullur. Þú segir það að minnsta kosti alltaf þegar ég efast um hvort þú hafir hreint mél í pokanum, gæzkan mín. Annars liggur mér við að halda, að ég sé ótortryggnasti eiginmað- ur í heimi! Eða stafar það kannske af því, að mér sé í rauninni skít-sama um Þig? — Hættu nú, Rod! Kata komst ekki hjá að sjá, að það var ekki aðeins reiði, heldur líka hatur, sem skein úr augum hennar. — Ég ætti kannske að vera upp með mér af því að þú ert svona af- brýðisamur — algerlega að ástæðulausu. — Algerlega að ástæðulausu! Nú rak hann upp tröllahlátur aftur. — Þetta var ekki afleitt, væna mín! Kata kunni ekki við þetta, það var fyrsta skipti, sem hún hafði heyrt þau rífast. Venjulega umgengust þau hvort annað með hinni mestu prúðmennsku, að minnsta kosti þegar aðrir voru við- staddir. En hún hafði oft heyrt þau tai- ast við af ofurkappi, þegar þau héldu að enginn heyrði til þeirra. — Ég tek af borðinu, sagði hún. — Þú þarft ekki að taka þetta nærri þér, Kata, sagði Freda og reyndi að brosa. — Það kemur oft fyrir að hjón rífast — það er ekki vert að kippa sér upp við það. — En það kann að vera, að einhver kippi sér upp, ef þú gætir þín ekki, sagði Rod og varp öndinni. Viðskipti eru viðskipti — en þegar þeim sleppir, er hollast að gæta sín. — Ég skil ekki hvað þú ert að þvaðra, hvæsti hún framan í hann. — Og ég held að þú kippir þér ekki upp sjálfur. Og drekktu nú ekki meira meðan ég er í burtu, Rod. Við höfum ýmislegt að gera í kvöld — þú manst Það kannske? Hún leit reiðilega til hans og strunz- aði út. Rodney fyllti glasið sitt aftur. Alveg eins og þrjóskur skólastrákur, hugsaði Kata með sér. Hún raðaði borðbúnaðin- um á bakka og fór með hann fram í eldhúsið, ólm í að komast burt. Eftir nokkrar mínútur heyrði hún, að úti- dyrunum var lokið upp og skellt aftur, og skömmu síðar heyrði hún, að bill rann af stað. Hún fór inn eftir afgang- inum af því, sem á borðinu var, og var fegin að Rodney var horfinn. En skömmu síðar, meðan hún var að skola af diskunum undir krananum áð- ur en hún setti þá í þvottaskápinn, kom Rodney fram í eldhúsið með fullt glas í hendinni. Hann hallaði sér upp að eldhúsborðinu, ekki langt frá henni. — Halló, gullið mitt, sagði hann þvoglulega. — Það er gott að við þrjú erum orðin sátt. Og þú og ég ættum eig- inlega að verða enn sáttari — hvernig lízt þér á það? — Ég veit ekki hvað þú átt við, sagði Kata og lét vatnið renna. — Láttu ekki eins og flón, sagði hann. — Þú veizt ofur vel hvað ég á við. Ég er að tala um þig og mig, og um að þú ert ljómandi girnileg stelpa. Ég kann vel við náttsvarta hárið á þér og óskikkan- legu bláu augun. Og það er ekkert út á vaxtarlagið að setja heldur, boglínurn- ar eru á réttum stöðum og eiginlega ertu eins og vasaútgáfa af flennu. Þú skalt vita, að ég hef tekið eftir þér. Alla tíð síðan þú bograðist út úr flugvélinni. Þarna er eitthvað handa mér! hugsaði ég með mér. En ég var nógu skynsamur til þess að fara rólega að öllu — ég tók tillit til þess að þú varst gestur minn og þess háttar. — Ég er gestur þinn ennþá, sagði hún og stakk fleiri diskum inn í þvottavél- ina. — Dýrmætur gestur! sagði hann og glotti dýrslega. — Minnsta kosti fyrir mig. En nú er ástæðulaust að leggja bönd á sig lengur — við erum öll í sama bát og ráðum því sjálf hvort við viljum synda eða sökkva. Þó ég ausi yfir þig atlotunum getur þú ekki sagt neinum frá því — þú mundir ekki þora það. Ég á auðvelt með að sjá um að þú værir send héðan, og ég þykist finna á mér, að þér væri það ekki að skapi — er það ekki rétt, gullið mitt? Þig langar til að veiða vísindamanninn þinn, og það getur hugsazt, að ég leyfi það, ef þú vilt verða samtaka mér. En það er skilyrði, að þú verður ljúf og eftirlát við mig. Menn eins og ég geta ekki verið án at- lota frá ungu stúlkunum. Þeir eru ástar þurfi. Hvernig lízt þér á það, gullið mitt? Þú ert áreiðanlega enginn púrít- ani — þú veizt hvað um er að ræða — og ég skal ekki segja doktornum þínum frá neinu . .. Hann setti glasið frá sér og færði sig nær henni. Hún reyndi að flýja undan en hann greip um báða úlnliðina á henni. — Ekki neina vitleysu, Rodney! sagði hún og reyndi að fara að honum með góðu. — Hvað heldurðu að Freda segði? Hún getur komið þá og þegar! — Heldurðu það? Hann glotti. — Ég skal veðja um, að það var Adrian, sem hún ætlaði að hitta. Hún er bandvitlaus eftir honum, henni er ómögulegt að láta hann í friði. Ég lét mér standa á sama meðan þetta var einn þátturinn í starfi hennar... Hann þagnaði allt í einu, eins og hon- um hefði snögglega skilizt, að hann var að tala af sér. Svo hélt hann áfram óðamála: — Ég á við, að mér stóð á Hvers konar fólk voru þessi hjón eiginlega ? Hvað vissi hún unt þau ? — Var hugsanlegt, að hún hefði komizt að einhverju, sem gaf henni tangarhald á þeim ? 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.