Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 26
Framhaldssaga eftir Patricia Fenwick STJÖRNUHRAP Hún heyrði að Coral var að tala við Hugh, og að þau töl- uðu um kokkteilboð. — Við verðum að halda upp á heim- komuna þína og þá verður gott tækifæri fyrir Irenu að kynn- ast fólki. Látum okkur nú sjá .... Hún tók upp lítið kver og blaðaði í því: — Hvernig stendur á fyrir þér á föstudags- kvöldið? — Ágætt, sagði Hugh og Coral sneri sér að Irenu? Ert þú til taks á föstudagskvöldið, eða ertu bundin annarsstaðar? Hún var auðsjáanlega að sneiða að henni fyrir að hafa verið með Brian, með þessari spurningu — til að minna Hugh á, að hún hefði ekki verið heima þegar hann hringdi. Irena fór að velta fyrir sér, hvað Coral mundi hafa sagt við Hugh í símanum. Hún afréð að fá að vita svarið við þeirri spurningu þegar þau óku heim. — Já, nú man ég, Hugh. Coral sagði að þú hefðir hringt til mín í dag. Hún var að tala í símann þegar ég kom heim. Ég skil ekki hvers vegna hún sagði mér ekki, að þú værir í símanum. Hún flýtti sér að slíta sambandinu í staðinn fyrir að lofa mér að tala við þig. — Það skiptir engu máli, sagði hann. — Jú, víst gerir það það. Þú varst að hringja til mín, en ekki til Coral. Hún hefði að minnsta kosti getað verið svo kurteis að segja mér að þú hefðir verið að hringja. — Hún sagði mér bara að Anna hefði sagt, að maður hefði komið til að sækja þig í hádegisverð. — Það mun hafa ver- ið þessi Fairburn, bætti hann við. — Já, hann vissi að þú varst í skrifstofunni og hefur hald- ið að mér leiddist. Hún leit kvíðin á hann, og í bjarmanum frá götuljósinu sýndist henni svipur lians vera harður og ill- úðlegur. — Gerði það nokkuð til, þó að ég borðaði með hon- um, Hugh? — Nei, alls ekki, ef þú hefur haft gaman af því, sagði hann. Eftir dálitla stund bætti hann við í styttingi: — Ann- ars vil ég helzt, að þú sért ekki mikið með honum. Mér fell- ur ekki við manninn, sem hann vinnur hjá. Grant Summers, hugsaði hún með sér. Grant Summers, sem var kvæntur Díönu. En ekki var það Brian að kenna. Hún sagði mjúkt: — Ég skal ekki fara út með honum oftar, ef þú vilt ekki að ég geri það. Hún vonaðist eftir að fá þakkarorð frá honum í staðinn, en það næsta sem hann sagði var: — Þú eignast marga aðra vini á næstunni. Það er eiginlega þín vegna sem Coral vill halda samkvæmi á föstudaginn — til að hjálpa þér að kynnast fólki. GIFTUR HAFMEYJU. Irena vaknaði snemma morguninn eftir. Sólin skein gegn- um hálfopin rimlatjöldin fyrir gluggunum, og þó að vekj- araklukkan ætti ekki að hringja fyrr en eftir hálftíma, var orðið heitt í herberginu. Það mundi verða kæfandi hiti í dag. Og það var kæfandi heitt í herberginu. Irena rétti fram höndina og snerti við Hugh í hinu rúminu. — Hugh — vaknaðu. — Við skulum fara í bað. Hann bylti sér og muldraði hálfsofandi: — Hvað geng- ur á? — Það er svo heitt hérna, Hugh. Við skulum koma nið- ur og fara í bað. — Já, gerðu það ef þú vilt. Þau þurftu ekki annað en ganga yfir veginn og þá voru þau komin ofan í gula fjönma. Það voru ekki margir, sem 28 FÁLKINN fóru í sjó svona snemma, svo að þau áttp sjóinn ein. Faðir Irenu hafði kennt henni að synda svo að segja um leið og hún lærði að ganga, og þegar hún hljóp út í sjóinn, fannst henni hún vera í essinu sínu, í fyrsta skipti í Ríó. Þegar kaldur sjórinn gusaðist um hana, fannst henni sér líða veru- lega vel, Hún brunaði eins og ör gegnum sjóinn, og Hugh hafði varla við henni. Loks hægðu þau á sér og hvíldu sig, og Hugh sagði, og var tvímælalaust hrifinn: — Ég er alveg hissa, Irena. Hvar hefurðu lært að synda svona vel? Hún hló. — Hann pabbi kenndi mér það, þegar ég var smákrakki. Mér þykir afar gaman að synda. — Það var rétt svo að ég gat haft við þér, sagði hann, og allt í einu brosti hann til hennar, og var nú ekki lengur eins og framandi maður, heldur sá, sem 'hafði þrýst henni að sér á bátaþilfarinu og sagt: — Ég er heppinn. — Ég vissi ekki, að ég hafði kvænzt hafmeyju, sagði hann, og þegar hún heyrði hreiminn í röddinni, hvarf henni allur kvíði og efi, og það var aðeins sjórinn og himinninn og sólskinið og Hugh og hún sjálf, sem var henni í hug, er þau stóðu þarna hlið við hlið, í þessari fögru veröld. En skuggarnir fóru að gera vart við sig skömmu síðar, er þau sátu yfir morgunverðinum, hress og upplögð eftir baðið. -—- Við Valerie ætlum á torgið í dag, sagði Irena við Hugh, um leið og hún hellti í kaffibollann hans. Hún bætti við og hló: — Ég verð að læra að verða dugleg og hagsýn og eyða ekki peningunum þínum að óþörfu. Hann brosti, um leið og hann tók við bollanum: — Þú lærir varla mikið af Valerie. Hún er ekki ráðdeildarsöm húsmóðir. Það er miklu betra að Coral hjálpi þér. Hún er verulega dugleg. Hún vildi ekki láta tilhugsunina um Coral spilla ánægj- unni, sem hún hafði fundið, sagði hún við sjálfa sig. Ekki núna aftur. — Ég hef tafið Coral um of nú þegar, sagði hún. — Hún var með mér allan seinni partinn í gær, og svo líka í fyrrakvöld. — Þú skalt ekki vera hrædd við að biðja Coral um að hjálpa þér, sagði hann samstundis. — Henni þykir vænt um að gera allt, sem hún getur fyrir okkur. Hún sagði það við mig í gær. Meðal annarra orða, — hún sagðist ætla að koma hingað fyrri partinn í dag og fara með þér í búðir. — En hún heyrði, að ég sammældi mig við Valerie .... — Hringdu til Valerie og mæltu þér mót við hana ein- hvern tíma seinna, sagði hann. — Coral hefur verið svo hugulsöm við okkur, að mér er illa við að hún haldi, að við séum ekki þakklát fyrir það. Óvildin til Coral blossaði upp í Irenu. Coral vissi mæta vel, að Irena hafði mælt sér mót við Valerie — hún hafði heyrt það sjálf. Hún hafði af ásettu ráði tekið upp á því að bjóðast til að fara út með Irenu, til þess að valda deilu milli hennar og Hughs. — Ég verð þá að hringja til hennar, sagði hún og reyndi að stilla sig. — Það er bara þetta að .... Hún hikaði þeg- ar hún minntist þess, sem Coral hafði sagt um Wilsons- hjónin — .... að mér er illa við að Valerie haldi, að við höfum ekki tíma til að vera með henni og Bill framvegis, eftir að þú hefur fengið nýju stöðuna, sagði hún hægt og horfði fast á hann. Hann hló. — Góða mín, þau þekkja mig nú betur en svo .... — Ég vona það, sagði hún róleg. — En í gær var Coral að reyna að útskýra fyrir mér, að ég ætti ekki að vera mikið með Valerie, vegna þess að Bill væri ekki nema undirtylla, og þau mundu ekki „verða þér að miklu gagni“, eins og það orðaði það. Ég sagði henni, að ég liti ekki þeim augum á málið, og að Wilsonshjónin væru góðir vinir okkar. — Þú hlýtur að hafa misskilið hana, sagði hann stutt. — Coral mundi aldrei segja neitt í þá átt. Hún er ekkert nema velviljinn og góðmennskan. Irena brosti. — Já, einmitt. Þess vegna er ég viss um,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.