Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 31
Vélinni er borgið í okkar höndum BJÖRIM & HALLDÓR H.F. VÉLAVERKSTÆÐI Síðumúla 9 . Reykjavík . Sími 36030 SKRtJFUR Fyrir allar stærðir skipa og báta. Ennfremur Stefnisrör og Skrúfuásar frá OSTERMANN & GO., Metalverke, Köln/Eherenf eld. Eftirtaldir bátar eru með OSTERMANN skrúfum: m/b „Ágústa" VE-350, „Baldur“ KE-97, „Brimnes" SH-107 „Drífa“ RE-18, „Egill Skallagrímsson" GK-100, „Freyia“ KE-42, „Freyja 11“ lS-401, „Gullfaxi" NK.-6, „Gulltoppur" GK-321, „Gylfi" ÍS-303, „Helgi“ ÁR-10, „Hrönn“ lS-46, m/b ,,Hrönn“ SIl-149, „Jökull" RE-352, „Kópur" KE-33, „Kristín" RE-45, „Lundi“ VE-141, „Sigurbjörg" SU-88, „Sælión“ RE-317, „Tjaídur" KE-64, „Ver“ VE-318, „Vörður" RE-336, „Þórður Ólafsson" SH-140, ... og þeim f jölgar stöðugt bátunum, sem knúðir eru með OSTERMNN skrúfum. Sérþekking og reynsla tryggir fullkomið nota- gildi vélarinnar og bezta ganghraða skipsins. Eftirskrift - Frh. af bls. 10 kæmi. Hann tók fótinn af bensíngjöf- inni, ók til hliðar og stanzaði undir tré. Nú voru þrjár mínútur eftir. Hann fór ofan í vasa sinn eftir vind- lingum, en rakst þá á bréfið, sem hún hafði afhent honum. Hann leit á utanáskriftina: Aðeins eitt orð, párað í flýti: Clive. Hann fór að velta fyrir sér, hvað stæði í bréfinu. Sennilega þetta sama og venju- lega: „Getum við ekki byrjað aftur upp á nýtt? Eigum við ekki að gera eina tilraun enn og sjá til hvort hjóna- bandið verður ekki betra?“ Og síðan allt þetta gamla, sem hann kunni næst- um utanað. En nú var það of seint. Ein mínúta. Átti hann að brenna bréf- inu, án þess að opna það? Nei, hann ætlaði að líta á hennar síðasta neyðar- óp. Hann reif upp umslagið. Bréfið var örstutt: — Ég hef reynt árangurslaust. Ég hef gert mitt bezta allt til hins síðasta. En nú er þolinmæði mín á þrotum. Ég kem ekki aftur. Ég kveð þig og óska Ellu gæfu og gengis í sambúðinni við þig. Chrylla." Og síðan renndi hann augunum yfir eftirskriftina: — Ég tek ekki með mér það, sem þú hefur gefið mér. Ég setti skartgripa- skrínið í aftursætið á bílnum þínum. Sprengingin varð í sama mund og hann ætlaði að fleygja sér út úr bif- reiðinni .... Afmælisdagurinn - Frh. af bls. 15 hér og ræða um bókmenntir. Við erum á ledðinni til sonar okkar. Hann á af- mæli, en hvorugt okkar hefur enn þá nefnt hann á nafn. Hvorugt þorir að minnast á hann. Við sitjum hér hvort í sinni skotgröfinni og höfum bókmennt- irnar sem griðland á milli okkar. Þegar þau beygðu af þjóðveginum og inn trjágöngin, urðu þau bæði alvarleg. Hann reyndi að rjúfa hina löngu þögn, um leið og hann opnaði hurðina fyrir henni. Hann sagði: — Jæja, þá erum við komin hingað aftur! En hún svaraði ekki. V Hún tók upp vasaklút og þurrkaði slef úr munnvikum Sveins. Gleðin yfir nýju tinsoldátunum var svo mikil, að hann slefaði. Með nokkrum hljóðum, sem voru eins og í dýrum gaf hann gleði sína til kynna. Þungt höfuð hans riðaði og hann fálmaði með risavöxnum hönd- um sínum til þess að fá soldátana til þess að standa. Andlit han,s ljómaði þeg- ar hann hafði raðað þeim upp í einfalda röð — barnslegt bros, sem hæfði svo illa stærð hans. Skyndilega fór hann að berjast með höndunum við soldátana og rak upp æðisleg gleðióp. Þessir fölsku tónar komu frá honum með erfiðismunum, óreglulega og án nokkurs innbyrðis sam- hengis. Þeir bergmáluðu í stórri stoí- unni. Hann teygði álkuna út í loftið, meðan hann söng og hendurnar flögruðu eins og fuglar yfir tindátunum. — Sveinn þó, sagði hún og lagaði föt- in hans til þess að gera eitthvað. Hún tók um stórt höfuð hans og kyssti hann á kinnina. Meðan hún hélt honum, tók hún eftir því, að hendur hans flögr- uðu stöðugt í loftinu, en hann veitti enga mótspyrnu. Hún gekk að dyrunum til Henriks, sem hafði staðið þar allan tímann. Þau stóðu þögul um stund og hlustuðu á söng fávitans. Þau sneru sér samtímis við og fóru. Á ganginum heyrðu þau enn söng hans. En þau litu ekki hvort á annað. FÁLKiNN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.