Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 18.01.1961, Blaðsíða 14
SMÁSAGA EFTIR KNUD RASMUSSEN Gegnum hvít gluggatjöldin, sem dreg- in voru fyrir rúmið, streymdi skært ljós frá stóra stofuglugganum. Hún lá í rúminu, var nývöknuð og naut sængurhlýjunnar. Eins og venjulega var hún dálítið hrædd við að líta á úrið. í seinni tíð vaknaði hún oft mjög snemma og þá urðu dagarnir hræðilega langir. Áður en hún lyfti handleggnum til þess að færa til hliðar bók, sem huldi úrið, sló kirkjuklukkan sjö. Hún taldi slögin og gladdist yfir því að hafa sofið svona lengi. Morgunblaðið var áreiðan- lega komið og lá í forstofunni, en hún ætlaði að liggja í rúminu eilítið lengur. Blómin í glugganum voru falleg í morgunsólinni. Skyldi hibiscusinn hafa blómgazt í nótt? Hann var að því kom- inn að springa út í gær. Hún sá hann ekki í rúminu. Hann stóð yzt við dyrn- ar út á svalirnar. Stofan virtist stór héð- an séð. Hún líktist mynd í tímariti um húsgögn og híbýlaprýði. Fyrstu árin hafði henni leiðzt mjög mikið. Þá voru dagarnir óvinir, sem ollu henni hugarkvölum. Enda þótt hún gerði allt eins hægt og vandlega og hún mögulega gat, þá var samt heil eilífð frá morgni til kvölds. Hún hafði lesið öll blöðin spjaldanna á milli, morgun- blöðin, miðdagsblöðin, kvöldblöðin, — þar til hún þoldi ekki lengur lyktina af prentsvertunni. Þá hóf hún gönguferðir sínar. Hún gekk langar leiðir, klukku- tíma eftir klukkutíma. Dag nokkurn stóð hún fyrir framan búðarglugga, dauðþreytt. Hún vissi ekki hvers vegna hún stóð þarna og hún vissi ekki heldur hvers vegna hún var að ganga þessar löngu vegalengdir. Þegar hún hafði setið og vatnað mús- um þetta kvöld, sofnaði hún loks í stóln- um og vaknaði ekki aftur fyrr en um miðnætti. Þá skalf hún öll af kulda. Það skánaði ögn þegar hún hóf að fylla stofuna af blómum. Eða ef til vill voru það árin, sem gerðu það að verk- um, að ró færðist yfir hana. Nú liðu rúmhelgu dagarnir einhvern veginn, en á sunnudögum varð hún gagntekinn þessum undarlega ótta. Alla hina daga vikunnar gat hún ímyndað sér, að hún hefði eitthvað fyrir stafni. Með lokuð augu lá hún í rúminu á morgnana og ímyndaði sér að hún væri unga konan í íbúðinni við hliðina. Þar var sannarlega í mörgu að snúast. Eig- inmaðurinn barmaði sér, meðan hann var að raka sig, og hún reyndi að róa hann með því að segja honum, að kaffið yrði tilbúið í tæka tíð. Á meðan þurfti hún að útbúa nestispakkana bæði fyrir hann og bömin. Drengurinn, sem var í framhaldsskóla, gekk niður tröppurnar ásamt föður sínum. Hún heyrði að þeir töluðu um hjóldekk á leiðinni. Dóttirin fór örlítið seinna í skólann. Og hvernig allt var útlits, þegar þau voru farin! Það þurfti að búa um rúmin og hengja 14 FALKINN föt á sinn stað. Það þurfti að þvo upp eftir morgunmatinn og laga til í eldhús- inu. Loks þegar öllu þessu var lokið, var tími til að fá sér kaffisopa og líta í morgunblaðið. Stundum sofnaði hún aft- ur, þegar dóttirin var farin. Hún vakn- aði venjulega hálftíma seinna og þá blasti við henni þessi skelfilega sjón: hennar eigin stofa, snurfusuð og strok- in hátt og lágt. Eftir morgunmatinn og til hádegis fór mesti tíminn í að huga að blómun- um. Hún var dálítið stolt yfir því, að nú orðið þurfti hún að nota stóra blóma- könnu, edns og notaðar eru í görðum. En sunnudagana óttaðist hún stöðugt. Þessir endalausu sunnudagar, sem byrj- uðu með grafkyrrum morgnum. Sunnu- dagsklætt fólk, sem gekk rólega um kyrr stræti, fólk, sem hafði nógan tíma, fólk, sem hafði ekkert fyrir stafni — eins og hún sjálf. Hún lokaði sig alltaf dnni á sunnudögum og skrifaði löng bréf til systur sinnar, sem var búsett erlend- is. Skyndilega reis hún upp í rúminu og var vöknuð til fulls. Andartak sat hún eins og hún væri að tala, svipti síðan sænginni af sér, gekk fram í forstofu eftir blaðinu og leit um leið á dagatalið. Það var í dag! Upp úr blaðinu leit hún á ljósmynd-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.