Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Síða 4

Fálkinn - 01.03.1961, Síða 4
VIÐSKIPTASKM! ER í UNDIRBÚNINGI. Þeir, sem ekki eru skráðir, láti vita í síma 17016. ENGINN, sem rekur viðskipti í einhverri mynd, má láta sig vanta í VIÐSKIPTASKRÁNA. EKKERT starfandi félag má heldur láta sig vanta. Tjarnargötu 4 Sími 17016 ¥•11 • FRA I ilkynning bilasolu GUÐMIJNDAR Um 'leið og við þökkum viðskiptavinum okkar um land allt heillarík viðskipti á liðrium árum, höfum við þá ánægju að tilkynna, að bílasalan er f lutt að Bergþórugötu 3, þar sem við getum boðið upp á betri þjónustu m.a. meðrúmgóðu bílastæði. Höfum ávallt á boðstólum flesta árganga og tegundir bíla. Tökum í umboðssölu. — Örugg þjónusta. Bílasala Guðmundar Bergþórugötu 3 . Símar: 19032, 36870 ttlilHÍÍ GÖMLU DANSANA á laugardags- og sunnudagskvöldum —i— Skemmtið ykkur þar sem fjörið er mest BINGOIÐ á fimmtudagskvöldum BRÖÐFIRÐINGABÚÐ Franska dægurlagasaöngkon. an, Edith Piaf, hefur að und- anförnu legið þungt haldin á sjúkrahúsi, en er nú kom- in til fullrar heilsu aftur og hefur sungið við frábærar undirtektir á Olympiavariaté í París. Og Parísarbúar hafa beitt ímynduarafli sínu til hins ítrasta til þess að finna upp nýjar og nýjar aðferðir til þess að hylla þessa vin- sælu söngkonu. Þegar hún hafði sungið lagið MilorcL, (sem mikið hefur verið leikið hér á landi að und- anförnu) á hljómleikum fyrir nokkru, stóð einn karlmaður upp á stól og kallaði yfir salinn: — Allir karlmenn gjöri svo vel og standi á fætur! Þeir gerðu það allir sem einn, og það er skiljanlegt, að Edith Piaf skyldi vatna mús- um yfir heiðrinum. Hinn 66 ára gamli brezki rit- höfundur, J. B. Priestley, sem kunnur er hér á landi af leikritum, sem sýnd hafa verið eftir hann, sagði nýlega áhyggjufullur: — Þegar ég var ungur, þá var engin virðing borin fyrir æskunni. En nú, þegar ég er gamall, er heldur engin virðing borin fyrir ellinni. Ég er auðsjáanlega fæddur bæði of seint og of snemma! Menn verða á margan hátt vinsælir í þessum heimi, ekki hvað sízt meðan kalda stríðið er 1 algleymingi. Nýlega átti að halda geysi- mikla hljómleika í Austur- Berlín, og þeir, sem sáu um undirbúning hans, vildu gjarnan leika hið fræga verk Pvavels, Bolero. En til þess að eiga ekki neitt á hættu, leituðu þeir fyrst til menntamála- ráðuneytisins og spurðu hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu að flytja verk þetta, og hvort hin hávelborna stjórn hefði nokkuð við meistara Ravel að athuga. Fulltrúinn, sem fékk málið til meðferðar, kom eftir nokkra daga rannsókn, brosti út undir eyru og sagði við formann undirbún- ingsnefndarinnar: —- Það er allt í himnalagi með Ravel. Hann getið þér spilað með góðri samvizku. Hann neitaði að taka við heiðurslaunum frönsku ríkisstjórnarinnar á sínum tíma!

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.