Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Síða 6

Fálkinn - 01.03.1961, Síða 6
ÞRJU AR I HERÞJON í lcæfandi lxilamollu kvöldsins, sem að útrænunni lokinni heltekur milljónaborgina, gengur löng liala- rófa liermanna niður South Street á Manhattan. Þeir fara um borð í ferju, sem flytur jxá að stóru skipi, sem liggur við Staten Island. Þar eru fyrir nokkur þúsund hermanna, sem eins og hópurinn okkar er að leggja af stað út í óvissuna, kannske til að deyja, því þetta er í ágústmánuði 1943 og stríðið í álgleymingi. Meðal þeirra, sem síðast komu um borð, er íslendingurinn Jón E. Halldórs- son, sem í tæp þrjú ár var í her Banda- ríkjamanna, lengst af sem herlögreglu- þjónn, og sem nú er rannsóknarlögreglu- maður við embætti sakadómara í Reykj avík. Er við báðum Jón fyrir nokkru síð- an að segja lítillega frá tildrögum þess, að hann var þarna staddur þetta ágúst- kvöld fyrir átján árum, tók hann því vel. — Rétt um það leyti, sem heims- styrjöldin brauzt út, lauk ég iðnnámi hér í Reykjavík. Hugurinn stefndi samt ekki til staðfestu í iðninni, að minnsta kosti ekki að sinni. Frænka mín, sem bjó í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Los Angeles, bauð mér að koma til sín og bauðst til að ábyrgjast mig sem inn- flytjanda. í þá daga var ekki eins hægt um vik við öflun áritunar á vegabréf vest- ur og nú, þegar hægt er að labba hérna upp á Laufásveginn og bera upp erindið. Næsti sendiherra Bandaríkjanna var í Kaupmannahöfn, og þangað tók ég mér fari með gamla Gullfossi í janúar 1940. Þetta var næstsíðasta ferð Gullfoss, og nokkuð söguleg. Við fórum fyrst til Kirkwall á Orkn- eyjum. Þýzkur laumufarþegi hafði kom- ið í ljós á skipinu eftir stutta siglingu frá Reykjavík. Brezku hermennirnir, sem leituðu í skipinu og dótinu okkar, tóku hann og fóru með hann í bátn- um sem þeir komu á um borð. Sá þýzki sneri sér við og öskraði „Heil Hitler“ um leið og báturinn lagði frá. Næst sigldi Gullfoss til Bergen, og svo innan skerja suður með. í dönsku sundunum urðum við fastir í ís og máttum dúsa þar í 10 daga. Þegar til Kaupmanna- Sveinn Sæmundsson ræ5ir vi5 Jón E. Halldórsson rannsóknarlögreglumann 6 FÁLKINN hafnar kom, fór ég strax í bandaríska sendiráðið, en var sagt að beiðnum um innflutning til Bandaríkjanna væru að- eins sinnt einn dag í mánuði, og auð- vitað var sá dagur þessa mánaðar ný- liðinn. Ég mátti því bíða eftir viðtalinu í fullar 3 vikur. Fyrir góðvild brytans á Gullfossi fékk ég að búa þar um borð þar til skipið fór, en eftir það hjá ís- lenzkri konu, og greiddi ég eina krónu danska fyrir sólarhringinn. Loks rann upp hinn langþráði dagur og allt gekk vel. Ég fékk „visum“ strax að lokinni skoðun og öðrum formsatrið- um. Heim fór ég með Lagarfossi, en það var hans síðasta ferð frá Danmörku í nokkur ár. Heima dvaldi ég nokkrar vikur, en fór síðan með Goðafossi vest- ur til Ameríku. Við komum til New York 24. apríl. VÍNLAND HIÐ GÓÐA. Það, sem ég minnist sérstaklega frá komunni til New York, er hin frábæra velvild og fyrirgreiðsla Vilhjálms Þórs, sem þá var þar íslenzkur konsúll. Hann hjálpaði mér með öll mín mál og skildi að lokum við mig eftir þriggja daga dvöl í borginni, þar sem ég var kominn í mitt rétta sæti í járnbrautarlest á leið til Kaliforníu. Er ég vaknaði næsta morgun brá mér ónotalega 1 brún, því við ókum meðfram sjávarströnd, eða svo fannst mér. Gat verið að þrátt fyi'ir allt hefði ég tekið ranga lest? Ég sat samt kyrr og hafði þungar áhyggjur.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.