Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Side 18

Fálkinn - 01.03.1961, Side 18
Allir þeir f jölmörgu, sem séð hafa hinn vinsæla barnaleik, Kardimommubæi'nn, muna eftir ljóninu, sem þar kemur fram. En skyldi nokkurn hafa grunað, að ung og falleg stúlka leyndist á bak við gervi villidýrsins? LJONIÐ i K MOMMUB/ ÞAÐ VAR FYRIR NOKKRU, að við sáum forsíðu á dönsku myndablaði og á henni var mynd af laglegri stúlku í Ijóngerfi. Þessi stúlka var afarvinsæl hjá dönskum börnum, því að hún ' i lék ljónið í Kardimommubænum, en sá leikur hefur verið mjög vinsæll í Danmörku sem og hér. Xr En hver skyldi leika ljónið hér heima? Jú, hún heitir Helga Löve, gift Jakobi Löve stjórnarráðs- fulltrúa, og eiga þau tvær stelpur 11 og 8 ára gamlar. Við fórum á stúfana og báðum um að fá að taka af henni myndir og eiga við hana stutt viðtal. — Leiklistarferill minn byrjaði á því að ég var með í ballett á sýningum, Gullna hliðinu, Óla smaladreng og Pétri Gaut og það var nóg til að kveikja í mér löngun til frekara leiklistarnáms, sagði Helga. Ég var samt búin að vera gift í 8 ár þegar ég fór í leiklistarskóla hjá Ævari Kvaran. 1958 hóf ég nám hjá leiklistarskóla Þjóðleikhússins. — Er ljónið fyrsta hlutverkið? — Já, það má segja sem svo. Það er afar þakklátt hlut- verk, það er ekki eins gaman að leika fyrir neinn eins og börnin. Hlutverkið er samt nokkuð erfitt, ég þarf að vera mikið á fjórum fótum, búningurinn er heitur og ég sé lítið út úr ljónshöfðinu! — Það má segja, að ég hafi fengið dýrmæta sviðsreynslu, heldur Helga áfram, þegar ég fór með leikflokknum „Villtar meyjar“. Þá þurftum við að leika á hverjum degi og við þeytt- umst landshornanna á milli, t. d. fórum við á einum degi frá Borgarfirði eystra að Húnaveri og síðan frá Húnaveri að Vopnafirði! >f — Þú leikur einnig í Kópavoginum? — Já, og það kom fyrir að ég lék í Kardemommubæn- um, Þjónum drottins og síðan í Útibúinu í Árósum á ein- um og sama degi. Það var náttúrlega einum of mikið. — Hvað segirðu mér um leikhúslífið? Helga hugsar sig um og segir síðan: — Ja, þegar maður er kominn út á leiklistarbrautina, þá held ég að maður geti ekki snúið aftur. Starfið bygg- ist á fórnfýsi og óeigingirni fyrst og fremst. Ég vil taka það fram, að ef maðurinn minn hefði ekki sýnt mikinn skilning og veitt mér hjálp, þá hefði ég ekki getað sinnt

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.