Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Side 20

Fálkinn - 01.03.1961, Side 20
Það var komið kvöld. Gluggatjöldin blöktu í hægri golunni og mánasigð og stjörnur lýstu á himninum. Kata var búin að borða og lá í hægindastóln- um og reykti. Hana langaði ekki til að hátta strax, það mundi verða erfitt að sofna. Þá hringdi dyrabjallan, og Kata vissi ekki hvort henni þótti vænt um það eða ekki. Það var Adrian sem kom. Þau höfðu ekkf sézt síðan þau átu kjúklinginn sam- an í Chicken Inn. Nokkrum sinnum hafði hún séð hann álengdar á götunni, en hún hafði viljandi forðazt að hitta hann. — Halló, Kata! sagði hann. — Fæ ég að rabba við þig nokkrar mínútur? Hann var kominn inn fyrir dyrnar og lagði hattinn af sér. Hún brosti: — Hvað mundirðu gera, ef ég segði: nei? — Ég mundi fara beint inn, alveg eins og ég hef gert. — Hversvegna varstu þá að spyrja? — Aðeins til að sýna, hve kurteis ég er. Hún gekk á undan honum inn í stof- una. — Hvort viltu káffi eða te? — Ég hef ekki tíma til að bíða eftir því, en ég ska? þiggja vindling, ef þú átt hann. Ég gleymdi mínum í bílnum. Hún rétti honum öskjuna sem lá á borðinu. Hann tók einn og kveikti í. — Seztu, Kata, sagði hann — ég ætla að standa hérna við borðshornið. — Það eru fleiri stólar til, sagði hún. Hann hristi höfuðið og brosti. — Þetta er ágætt svona. Mér þykir svo gaman að horfa niður á þig, ef svo má segja — þá finnst mér ég karlmannlegri — meiri maður! Hún þóttist skilja, að hann hefði eitt- hvað áríðandi að segja henni, en hún vissi líka, að hún varð að bíða þangað til honum þóknaðist að segja það. Og hún vissi líka, að þegar honum var órótt, dró hann allt sem mest á langinn. — Hvernig líður þér, Kata. Nýturðu enn ástardraumanna um doktorinn þinn? Hún roðnaði af reiði, en tókst að svara rólega: — Það gengur ágætlega, þakka þér fyrir. Bern hefur vitanlega nóg að hugsa — um nýja leynivopnið. — Ég á líklega að fljúga með hann til Kangaroo Field með skeytið og rat- sjána og allt draslið, sagði hann. — Átt þú að fljúga með okkur suð- ur, Adrian? spurði Kata. — Hvað áttu við — með „okkur“? 20 FALKINN — Ég á að koma líka. Bern hefur beðið mig um það. — Ég hugsa, að þú eigir ekki að fara, sagði hann dræmt. — Ég vona að minnsta kosti að þú gerir það ekki — það er þetta, sem ég er kominn til að tala við þig um. — En mig langar til að fara, sagði hún. — Ég hef unnið með þeim, og það getur verið að Bern þurfi á mér að halda þar. Hvers vegna ætti ég ekki að fá að fara? Og kemur það þér við, hvort ég fer eða ekki, Adrian? — Vertu ekki að bulla, Kata! sagði Adrian hvasst. — Þú veizt, að það kem- ur mér mikið við hvað þú gerir, — það mun alltaf koma mér við. Ég vil að þú farir með Helgu til Adelaide. Ég flýg með hana þangað og ég skal taka þig með í ferðinni. — Ætlar þú að fljúga til Adelaide? Hún tók öndina á lofti. ■—• Já, undir eins og hægt er. Undir eins og þú hefur tekið saman dótið þitt. — Hvað á ég að vilja til Adelaide? — Ja, — þú gætir verið Helgu til skemmtunar. Væri það ekki góð hug- mynd? — Fábjánaleg hugsmynd! sagði hún geyst. Og hversu vænt sem mér þætti um Helgu, gæti ég ekki hlaupið frá vinnu minni eins og stendur. —• Ekki einu sinni þó ég biðji þig um það, Kata? Ef ég segi þér að mér ríði það á miklu, að þú farir þangað? — Ég skil ekki, hvernig það ætti að ríða þér á miklu. — Þarf ég alltaf að útskýra allt fyrir þér, Kata, sagði hann og stóð upp. — Geturðu ekki trúað mér án þess að fá skýringar, rétt í þetta sinn. Hann horfði á hana, mjög alvarlegur. — Þú hefur ekki gefið mér sérlega mikla ástæðu til að trúa þér, Adrian, sagði hún þurrlega. — Þú ert að hugsa um kunningsskap við Dennison? — Um það og um fleira. Hann tók um handlegginn á henni: — En ég sver þér, að ýmislegt er öðruvísi en það sýnist vera, og þegar ég bið þig, grátbæni þig um að treysta mér í þetta sinn, vona ég að þú reynir það. — Ó, Adrian ... byrjaði hún, en þagn- aði til að reyna að ná valdi á röddinni. Nú var dyrabjöllunni hringt aftur. Hún fór til dyra, og vissi ekki hvort henni var léttir að trufluninni eða ekki. — Halló, Kata! Bern stóð í dyrunum. — Mér var að detta í hug hvort þú vild- ir gefa mér tebolla og nokkrar brauð- sneiðar. Mötuneytið er lokað, og mér fannst ég of þreyttur til þess að fara í kaffihús. — Sjálfsagt, Bern, muldraði hún. — Hvernig gengur í rannsóknastofunni? i — Nú er allt tilbúið. Við setjum hlut- ana saman á morgun, og ef allt er í lagi, sendum við dótið til Kangaroo Fields á morgun, svo að hægt sé að byrja til- raunirnar hinn daginn. Stewart kemur vitanlega líka. Og þú getur komizt með okkur — og Dennisonshjónin. — Dennisons? sagði hún forviða. Hann kinkaði kolli. •— Þau hafa náð áheyrn einhvers staðar á hærri stöðum og fengið leyfi til að vera viðstödd til- raunirnar. Þarna verður fjöldi af brodd- um og lögregla. Þú veizt, að hér er um alveg nýja tegund af skeyti að ræða, sem verður stórmerkilegt. Ef allt fer að óskum veldur þetta þáttaskiptum í sögunni, og við verðum eina landið, sem á svona vopn. — Hvílík tíðindi! sagði hún hrifin. Hann leit einkennilega til hennar. — Finnst þér eiginlega skemmtilegt að eitt land fái svo mikil völd? Heldurðu að það verði til að greiða leiðina til friðar? ■— En það væri hræðilegt, Bern, ef önnur þjóð eignaðist geigvænlegt vopn! sagði Kata. — Eða fengi þetta! — Kannski væri það, sagði hann ó- lundarlega. Svo bætti hann við: — Ég er þreyttur, Kata. Áttu tesopa handa mér? Þau höfðu talað saman úti í anddyr- inu. Sannast að segja hafði hún gleymt í svip, að Adrian var inni í stofunni. Nú sagði hún: — Adrian er hérna, Bern. Hann var að rabba við mig. — Já, einmitt, sagði Bern og virtist ekkert hrifinn af því. ■— Ég ætla að þvo , mér um hendurnar, kannski þú setjir teið yfir eldinn á meðan. Baðklefinn var til hliðar við anddyrið, en Kata varð að ganga um stofuna til þess að komast inn í eldhúsið. — Það var Bern, sem kom... Ég ætla að setja upp ketilinn. — Ég drekk bolla með ykkur, ef ég má, sagði Adrian. Hann virtist hafa gleymt að hann hafði afþakkað te og kaffi fyrir stuttri stundu. Hún fór út í eldhúsið og setti upp tevatnið. Svo smurði hún nokkrar sneið- ar. Þegar hún kom inn í stofuna þagn- aði samtal Adrians og Berns. Það leit út fyrir að þeir hefðu verið ósammála um eitthvað.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.