Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Side 32

Fálkinn - 01.03.1961, Side 32
Þrjú ár í herþjónustu - Framh. af bls. 7. ýmsu deildir hersins, landher, flugher og flota. Ég var eins og hinir spurSur að því í hvað ég vildi helzt fara, en svar- aði því til, að mér væri sama. Ég þekkti ekkert til þessara hluta. Á áttunda degi var mér sagt að fara til Florida, nánar tiltekið Miami Beach. Ennþá vissi ég samt ekki hvað ég mundi hreppa. í dagbókinni frá þessum dögum sé ég að ég náði í koju á efri hæð vagns- ins og var heppinn, því á neðri hæð- unum voru þeir tveir um hverja. í lestinni var heilmikið af „vaxi“, en svo nefna hermennirnir stúlkur í hernum. Okkur var stranglega bannað að tala við þær. í Chicago hitti ég frænku mína, en við höfðum ekki sézt frá því ég var átta ára. Eftir tveggja daga ferð frá Chicago komum við til Miami og vorum settir þar á gistihús. Eins og allir vita, er Miami Beach mikið gistihúsahverfi. Á stríðsárunum tók flugherinn þetta allt á leigu og bjó þar um sig. jjM. P.“ Daginn eftir vissi ég loks að ég var skráður í flugherinn og átti að verða „MP“ eða lögreglumaður í hernum. Strax eftir komuna til Miami hófust alls konar próf. Sumir tóku próf til þess að verða flugmenn, aðrir vildu verða skyttur o. s. frv. En hermaður nr. 39120534 hafði ekki nógu góða sjón til þess að gera neitt af þessu. Þótt þetta væri í febrúar, var veðrið spyrjast fyrir um lest. Heppilegasta ferðin er klukkan tíu í fyrramálið. — Hvað meinarðu? sagði Agata. — Ég skil þig ekki. Hví geturðu ekki set- ið kyrr svolitla stund? Ég kann vel við mig hér. Vatnið . .. — Er heldur lítið ... — Það er þess stærsti kostur. — Og fjöllin allt í kring ... — Það er mjög heilnæmt fyrir þig að ve.ra upp til fjalla. Loftið er svo hressandi. Spurðu bara læknana. Og svo þessi sífelldu ferðalög dag eftir dag. Ég er ekkert hrifin af þeim. Gerðu það fyrir mig að vera hér kyrr ... Við vorum þarna í þrjár vikur. Kirkjuþjónninn kom með reikning sinn á sunnudögum: Kaup tuttugu og eitt mark, tíu eða tólf mörk fyrir bjór og ein þrjú mörk fyrir pylsur. Þegar við fórum, lét ég taka mál af honum í næsta þorpi fyrir nýjum frakka, því olnbog- arnir voru komnir út úr á þeim gamla eftir starfið. Páll sagði, að þau mundu áreiðanlega dveljast í Schliersee í næsta sumar- fríi ... 32 FÁLKINN dásamlegt, og við syntum í sjónum ann- an hvern dag. Þarna var ég í sex vikur í kennslu og þjálfun, og var frekar létt. Einu sinni sem oftar fóru þeir með okkur út á skotæfingu. Við fengum byssur, gamla hólka og þeir slógu hroða- lega, svo maður varð mjög aumur í öxlunum. Ég tók eftir því, að lítill Kín- verji, sem var næstur mér, hafði byss- una ekki við öxlina, heldur hélt skept- inu undir hendinni. í hvert skipti, sem hann skaut, þaut byssan langt aftur fyrir hann. Liðsforinginn, sem var yfir okkur þarna, kom fljótlega auga á þetta og skipaði Kínverjanum að skjóta eins og hermanni sæmdi. En þá tók ekki betra við, því að Kínverjinn, sem var lítill og léttur, fór lítið styttra aftur á bak en riffillinn. Er tíma okkar í Miami vor lokið, vorum við sendir til Fort Custer á her- lögregluskóla. Þeir byrjuðu sjálfar her- æfingarnar og þær voru erfiðar fyrsta kastið. Skólastjórinn hét Purvis. Hann ásamt öðrum, náði hinum fræga glæpa- manni John Dillinger. Æfingastjóri var hreinræktaður Indíáni, Maily höfuðs- maður. Sá karl var harður í horn að taka. Annars höfðu kennararnir allir yfir 20 ára hermennsku að baki. Regla var þarna mikil og allt strangt. Einu sinni þótti Maily höfuðsmanni sumir draga af sér við æfingarnar. Næstu morgna vorum við látnir hlaupa fjóra km. fyrir morgunverð og urðum að fara fyrr á fætur. Við lærðum þarna allt mögulegt sem viðkom her, og lögreglustörfum, skotæfingar voru tíðar og menn urðu að geta tekið byssurnar sundur og sett þær saman með bundið fyrir augum. Eftir nokkrar vikur þarna vorum við sendir til New Orleans. Þar var okkur m. a. þrælað út í fúamýri. Þarna vor- um við í 3 vikur, en fórum að því búnu til smábæjar norður við landamæri Kan- ada. En nú tók að líða á æfingatímann og eftir samtals sjö mánaða þjálfun var allur hópurinn, um 100 manns, sendur til New Jersey. Hvort mér datt í hug að verða send- ur til íslands? Nei, það held ég ekki og hefði ekki óskað þess. Á þessari viku í New Jersey fengum við meiri föt og útbúnað, gasgrímur o. fl. Vopnabúnað- ur flokksins var skammbyssa á mann, tuttugu rifflar, nokkrar haglabyssur og litlar vélbyssur. Loks kom skipun um að vera ferð- búnir. Við fórum yfir ána til New York og um borð í ferju. Síðan út í stórt herflutningaskip. Enginn okkar vissi hvert ferðinni var heitið, og það er dálítið einkennileg tilfinning. Að morgni lét skipið úr höfn. Ég sá, að þegar við komum út að vitaskipinu, beygði það í suður. Á skipinu voru nokkur þúsund hermenn. Á fjórða degi var útbýtt bækl- ing um Afríku. Þá vissi maður það. Til Afríku var ferðinni heitið. Skipið okkar sigldi í skipalest, sem margir tundurspillar gættu. — í miðri skipalestinni sigldi stórt orustuskip. Um þetta leyti var allt rólegt á Atlantshafinu og við urðum ekki fyrir árásum fyrr en kom inn í Miðjarðarhaf. Þá komu þýzk- ar flugvélar og gerðu tvær loftárásir. Eftir tíu daga siglingu komum við til hafnar í Bizerta í Túnis. Flokkurinn okk- ar bjó í tjöldum utan við borgina, sem öll var sundurskotin eftir að Þjóðverj- ar voru hraktir þaðan burtu. Á hverju kvöldi gerðu Þjóðverjar loftárásir á skipin á höfninni og frá okkur að sjá var þetta fegursta flugeldasýning. Okk- ur var sagt að vera inni í skýlum, en þau voru sóðaleg og flestir þeirra yngri og kærulausari lágu flatir á jörðinni fyrir utan og horfðu á viðureignina. Við vorum þarna í Bizerta í nokkra daga og bjuggumst við að verða sendir til Ítalíu. Orustunni um Sikiley var að mestu lokið og innrás á ítalíu hafin. En svo kom skipun um að fara í öfuga átt, til Casablanca. Ég held að flestir hafi orðið fegnir. Við fórum á gamalli franskri járnbraut og ferðin sóttist seint. Víða var stanzað og það kom sér vel því engin salerni voru í lestinni en allir farþegarnir með slæma magapest, hálf- gerða kóleru. Við höfðum fengið dósa- mat til ferðarinnar og ætluðum að hita hann. Fengum okkur stóran dúnk og bjuggum til eldavél. Það reykti mikið hjá okkur við fyrstu eldamennskuna og á næstu stöð kom liðsforingi strangur á svip og bannaði að hafa uppi eld. Nokkr- um dögum síðar var hann sjálfur orð- inn leiður á köldum mat og gaf þá leyfi til að hafa ofna í klefanum. í CASABLANCA. Við náðum til Casablanca eftir langt og tilbreytingalaust ferðalag á járn- brautinni og bjuggum um okkur í ,camp‘ í miðri borginni. Við tókum strax til við lögreglustörf, og það sýndi sig strax, að þarna myndi verða erilsamt. Okkar hlutverk var að hafa auga með her- mönnum úr herjum bandamanna, nema franskra og franskra landnema, svo og farmönnum, sem komu til borgarinnar. í borginni voru ýmis svæði, sem her- mönnum var bannað að fara inn á. Þarna voru hóruhús og hermennirnir og sjó- menn sóttu fast að komast þarna inn. Stundum reyndu hermenn að fara í klæði innborinna og dyljast þannig og oft lenti í hörðu við brezku hermenn- ina þarna á bannsvæðunum. Þeir sögð- ust sem sagt vera á vegum kóngsins í Englandi. Við frá Bandaríkjunum vær- um gamlir nýlenduþrælar og þeir mundu láta skipanir okkar sem vind um eyrun þjóta. Endirinn varð alltaf sá sami: Það eina, sem þeir skildu, var kylfurnar og þeim var líka beitt á þá. Einu sinni kom það í ljós, að hermað- ur hafði smitazt af kynsjúkdómi í einu íbúðarhverfi Arabanna. Við fórum með

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.