Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Qupperneq 6

Fálkinn - 22.03.1961, Qupperneq 6
Tveggja hæða hús á leiksviði ÞAÐ var engin sýning i Þjóðleikliús- inu þetta kvöld. Samt voru menn að starfi — leiktjaldamennirnir. Hálf- karnir húsveggir teygðu sig liátt til lofts á hringsviðinu og það var auð- séð að 'hér var stórliýsi i smíðum. Menn stóðu efst i stigum, aðrir bogr- uðu yfir spýtum, en fremst á sviðinu sat maður við horð. Fyrir framan hann á horðinu var lítið líkan af sér- kennilegu húsi, sem var að rísa í margfaldri stærð á sviðinu. Maðurinn við borðið er Guðni Bjarna- son leiksviðsstjóri. — Nei, ég get nú ekki gefið upp hvað þessi sviðsetning kemur til með að kosta, en það er ó- hætt að segja að ekkert verður til spar- að að gera sýninguna eins glæsilega úr garði og hægt er, segir Guðni. Það er verið að smíða leiktjöld fyrir sýninguna á „Nashyrningunum", og þau verða mjög viðamikil. Húsið verður á tveim hæðum. Fyrst er leikið á neðri hæð hússins og þegar því er lokið lyft- ist efri hæðin upp (það verður gaman að sjá!), sviðið snýst og efri hæðin kem- ur svo niður á sviðið og leikurinn held- ur áfram. — Þetta verður sláandi ef þetta geng- ur vel, segir Guðni og bætir við: — Þetta tekst áreiðanlega vel, við höfum hugsað þetta út í æsar. Við verðum að smíða gólf á efri hæðinni, sem þarf að halda sjö leikendum. Efri hæðin verður hálft tonn að þyngd og við höfum farið yfir alla víra, sem eiga að lyfta hæðinni, til að tryggja okkur gegn allri slysa- hættu. — Hvað er svo með þessa nashyrn- inga? — Nashyrningarnir koma aldrei fram nema sem myndir. Fyrst er dregið fyrir gasteppi með mynd af meðalstórum nashyrningi og í lokin, þegar nashyrn- ingarnir hafa náð yfirhöndinni, kemur feiknastór nashyrningur fram á tjald- inu. — Hvað vilt Þú segja um þessa sýn- ingu? — Ég mundi segja, að hér sé um að ræða nýstárlega og sérkennilega sýn- ingu að mörgu leyti, og ég held að hún muni falla fólki í geð — við höfum aldrei verið með neitt þessu líkt. Áhug'i virðist vera mikill því fólk er byrjað að hringja og spyrja um hvenær sýn- ingar eigi að hefjast. — Hvenær byrjaðir þú að starfa að leiktjaldagerð? — Ég byrjaði í Iðnó 1938 og var þar til ársins 1950, er ég kom hingað. — Hvernig stóð á því að þú byrjaðir í þessu starfi? — Ég var nú byrjaður á að lesa lög- fræði en varS að hætta er faðir minn lézt. Ég var byrjaður í Iðnó strax í Menntaskóla og hafði gaman af þessu. Ég varð fastráðinn í Iðnó 1940. Ég hef ekki haft tíma eða tækifæri til að læra utanlands — ég fór út þegar við sýnd- um Gullna hliðið í Danmörku og Noregi og þá fórum við með leiktjöldin með. — Var munur á að setja leiktjöld upp þar? — í Noregi. Plássið til hliðar við svið- ið var svo gott. Það háir okkur mikið hve við höfum lítið pláss. Það er erfitt þegar við erum með 4—5 verk gangandi í einu. — Það er auðvitað munur á að starfa hér en í gömlu Iðnó. — Það er nú líkast til. En við höfð- um nú tólf senur í Pétri Gaut hér á Guðni Bjarnason, leiksviðsstjóri Þjóðleikhússins, tekur mál af líkan- inu, og Ingvi Guðmundsson bíður eftir að hann umreikni það, svo að það passi við bygginguna á sviðinu.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.