Fálkinn - 22.03.1961, Síða 9
við erum búnir að ala hann í vetur
og fyrravetur ogveturinn þarfyrir; mein-
ið þér ekki; að hann muni þá vilja rífa
undan oss hið andlega lærið?“
Til afbrigða af þessari ræðu, þar sem
og er sýnt fram á hversu djöfuHinn
leitast við að rífa undan mönnum and-
lega lærið. „En við því eru ráð, krist-
inn maður: taktu skónál skynseminnar
og þræddu hana upp á þráð þrenníng-
arinnar, taktu síðan leppdulu lítillætis-
ins og saumaðu hana fyrir þína sálar-
holu, svo að sá helvízki kattormur, djöf-
ullinn, klóri sig þar ekki í gegnum,
si sona og si sona“, og þar með hafði
prestur krafsað fram fyrir sig með
glenntum fíngrum.
Eitt sinn færði séra Þórður það í tal
í ræðu, hvað það væri að höndla hnossið:
„Hnossið skyldi vera græna hettan
hans Sturlaugs á Kothaugum. Það skyldi
setja hana upp á Lúsíuhól. Og svo
skyldu báðir hlaupa, hann Fjósa-Árni
og hann Guðmundur á Kópsvatni. Hvor
ætli yrði fljótari að ná henni? Ég held
hann Guðmundur yrði fljótari; hann
mundi höndla hnossið; ég held það.
Hvað svo sem ætli yrði úr honum Árna
kallinum hérna í Fjósaþúfunum?
Séra Þórði var ekki hlýtt til Guð-
mundar á Kópsvatni. Það sýnir t. d.
þessi ræðustúfur;
„Síðasti dagur, það verður mikið alls-
herjarþíng. Þar kemur Adam, þar kem-
ur Ragnar loðbrók og þar kem ég. Þá
segir guð við mig: Þú ert þá kominn
hér, síra Þórður í Reykjadal. Ertu nú
kominn með allar þær sálir, sem ég
trúði þér fyrir? Þá ætla ég að segja:
Já, ég er kominn með þær allar nema
þann eina glötunarinnar son, Guðmund
á Kópsvatni. Þá mun guð segja við mig:
Ég tek þá sálina þína fyrir sálina hans.
Þá ætla ég að segja: Það máttu ekki,
minn herra. Ég kenndi honum eins og
öðrum.“
Hér er ein bæntekning séra Þórðar:
„Skundaðu upp að Haukholtum,
drottinn minn! og hjálpaðu gömlu hjón-
unum, sem þar eru 1 innsta rúminu að
norðanverðu, og hángir skóbótakippa á
stagi uppyfir þeim. Komdu um leið að
Skipholtskoti og miskunnaðu barn úng-
anum sem þar er í laup á miðju gólfi.
En varaðu þig á henni Kotlaugakeldu,
hún hefur mörgum körskum á kollinn
steypt.“
Önnur:
Vér viljum ennfremur biðja fyrir
ekkjunni Sigríði Magnúsdóttur hérna í
bænum. Hún er þjáð. Hún er krossþjáð.
Hana vantar allt: trúna, vonina, kær-
leikann og þolinmæðina. Það brakar í
henni eins og uglunni hérna í bæjar-
þilinu, þegar of þúngt er heingt á hana.
Biðjið þið með mér, börn, amen.“
Séra Þórður varð að lokum elliær, og
er á frásögur fært, að þá hafi hann eitt
sinn kveikt í rúminu sínu til að eyða
úr því 'flónum.
★
Séra Einar Eiríksson prests Hallsson-
ar var prestur í Grímstungum 1759-—
1785; dó 1810. Hann var dæmdur frá
kjóli og kalli og eftir það kallaður Einar
prestlausi. Hann var sagður gáfaður en
kunnur að undarlegu tali, djarfmælum,
uppnefnum á fólki o. s. frv.; jafnvel
talinn illmenni á pörtum.
Þetta skorinorða niðurlag á stólræðu
eftir séra Einar hefur varðveitzt:
„Hvar mundi það lenda á sínum tíma, ■
sá lifnaðarmáti sem nú yfirgengur í
þessari sýslu, svo sem hórurí, lauslæti,
agg, reiði, flokkadráttur, öfund, bak-
mælgi, lygi, þjófnaður, drykkjuskapur
og annað því um líkt? Hvar mundi það
lenda, segi ég, þegar hann sá voldugi
Framh. á bls. 28.