Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Qupperneq 10

Fálkinn - 22.03.1961, Qupperneq 10
Eitt kunnasta ástarævintýri síðari ára er sagan um Bobo Sigrist og Gregg Juarez. Þau hlupust á brott og móðir hennar sá um að Bobo fékk enga pen- inga senda. En ekki leið á löngu unz Bobo uppgötvaði að hún gat ekki lifað án þess munaðar; sem hún var vön. Nú hefur hún snúið aftur heim eftir bitra reynslu. Verður hún nokkurn tíma ham- ingjusöm? Þegar Bobo Sigrist var lítil stúlka með fléttur, sagði hún eitt sinn við pabba sinn, hinn auðuga flugvélafram- leiðanda, er þau voru á gangi í hinni geysistóru flugvélaverksmiðju hans. — Þegar ég er orðin stór ætla ég að fá mér flugvængi og fljúga þangað, sem ham- mgjan varir að eilífu! Bobo var 17 ára þegar hún breiddi út vængina og reyndi að fljúga til ham- ingjunnar. Á nokkrum dögum varð hún frægasti erfingi heimsins. Hún braut allar brýr að baki sér og hljópst á brott með elskhuga sínum. En gæfuna fann hún ekki. ■— Kannski finn ég hana aldr- ei, segir hún sjálf nú. — Það er bara eitt; sem ég iifi fyrir, hélt hún áfram lágum rómi. Bobo er ekki lengur sama 17 ára ævintýragjarna stúlkan, heldur fullorðin kona, sem hef- ur kynnzt lífinu og manneskjunum, Reynslan hefur gert hana beizka. •—• Bianca dóttir mín er mér allt. Einhvern tíma finn ég kannski hamingjuna aftur 10 FÁLKINN — en ég efast um það. Það lítur út fyr- ir að það sé erfiðara fyrir ríkar konur að höndla hamingjuna? Verður maður að vera fátækur til að vera hamingju- samur? Ef svo er gef ég með gleði hvern einasta eyri, sem ég á . . . Veturinn 1957 var Bobo Sigrist alveg, óþekkt utan síns litla vinahóps, þrátt fyrir að hún var erfingi að 700 millj. króna. Hún hafði aldrei verið ástfang- in. Hún hafði ekki einu sinni upplifað barnaskot í febrúar þetta ár, þegar hún reikaði um ströndina í Bahama. Hún bjó í Nassau höfuðborg hinna undur- fögru Bahamaeyja. En þar búa margir milljónamæringar. Bobo var einkadótt- ir Frederick Sigrist, eins af stofnendum Hawker flugvélaverksmiðjunnar. Hann hafði kvænzt nokkuð við aldur og nú voru tveir mánuðir síðan hann dó. Bobo var ekki aðeins töfrandi 17 ára unglingsstúlka, heldur einnig óvenju- lega auðug, reglulegt fórnardýr fyrir ævintýramann. Móðirin var af gamla skólanum. Hún stóð alltaf upp þegar Engiandsdrottning las jólaóskir sínar í útvarpið. Hún hélt einnig að til væru vondir menn er mcð ánægju myndu táldraga dóttur hennar vegna peninganna hennar. Bobo var viljasterk, og faðir hennar hafði dekrað við hana, því að hún hafði fæðzt þegar hann var orðinn gamall maður. Hann neitaði henni aldrei um neitt, sem hún bað um. Og nú var móðirin hrædd um að Bobo myndi ekki velja sér réttan lífsförunaut. Aðeins átta ára heimtaði Bobo bifreið og einkabíistjóra. Það fékk hún sam- stundis. Bílstjórinn þurfti ekkert annað að gera en aka Bobo . .. fara með hana í skólann og sækja hana, og keyra hana síðdegis í bíó eða dýragarðinn — hvert sem hún vildi. Bobo sat í aftursætinu á svipinn eins og hertogafrú. Bílstjór- inn varð að hneigja sig í hvert skipti, sem hann hjálpaði henni inn eða út. Það gat alltaf einhver séð þau . . . Þegar Bobo var 12 ára var hún send á fínan skóla í Sviss til að læra allt, sem raunveruleg dama verður að kunna. Hún fékk 6500 krónur í vasapeninga á mánuði. Og pabbi hennar borgaði allar hennar skuldir. Hún lét sauma fötin í London, Genf og París. Og ef einhver vogaði sér að líkja eftir kjól, sem var í hinum sérstaka stíl Bobo, fékk hún krampa af reiði. Skömmu eftir heimsstyrjöldina seinni ákvað faðir hennar að setjast í helgan stein á Bahamaeyjunum. Hann var orð- inn gamall og vildi lifa þægilegu lífi í ellinni. Og auk þess voru skattarnir töluvert lægri á Bahamaeyyjum en ann- ars staðar. Bobo varð strax miðdepill ríka fólks- ins í Nassau. Hún haíði allt til að bera, — hún leit vel út og gat fengið allt, sem

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.