Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 14
0, ÞESSl KJANI... — Ég átti þá heima í Rue des Saints- Péres, sagði Georges Kervelin. — Þeg- ar foreldrar mínir voru loksins orðnir ásáttir um að ég skyldi nema lögfræði í París, spunnust miklar umræður um það, hvernig bezt væri fyrir komið burt- för minni og dvöl í hinni miklu borg. Það var ákveðið, að ég skyldi fá til framfærslu mér tvö þúsund og fimm hundruð franka, en vesalings móðir mín varð hrædd, og hún lét föður minn skilja það á sér: ,,Ef hann nú tekur upp á því að eyða penmgum sínum í skemmtanir í staðinn fyrir hollan og góðan mat, verður hann veikur. Það væri svo sem ekki ólíklegt. Ungt fólk getur tekið upp á öllum skrambanum.“ Það var því ákveðið að mér skyldi verða útveguð vist í gistihúsi, einhverju alþýðlegu en góðu gistihúsi og skyldi faðir minn borga dvöl mína þar mán- aðarlega. Ég hafði aldrei til þessa farið út úr Quimper. Ég þráði yfirleitt allt, sem ungir menn á mínum aldri þrá, og ég hafði sannarlega í hyggju að lifa skemmtiiegu lífi að öllu leyti. Nokkrir nágrannar, sem spurðir voru ráða, mæltu með fyrrverandi sveitunga, frú Kergaran, sem tók á móti ,kost- göngurum. Faðir minn hóf bréfaskrift- ir við þessa ágætu konu og árangur- inn varð sá, að ég kvöld nokkurt flutti inn í hús hennar ásamt ferðakistum mínum. Frú Kergaran var um 34 ára gömul. Hún var gild, mjög gild, talaði skipun- arrödd og úrskurðaði hvert mál með ákveðnum fáorðum setningum. Húsið hennar var hátt en mjótt og aðeins einn gluggi var á hverri hæð. Það leit út eins og einhvers konar gluggastigi, eða öllu heldur eins og þunnt álegg milli tveggja brauðsneiða. Húsmóðirin bjó sjálf á fyrstu hæð með vinnukonu sinni. Á annarri hæð var eldhús og borðstofa og á þriðju og fjórðu hæð bjuggu fjórir aðrir gistifé- lagar frá Bretagne. Herbergin mín voru á fimmtu hæð. Mjór og dimmur stigi, sem var eins og tappatogari í laginu, lá upp á kvist- herbergin mín. Allan daginn frá morgni til kvölds fór frú Kergaran upp og nið- ur þennan stiga, eins önnum kafin og skipstjóri á skipi sínu. Að minnsta kosti tíu sinnum á degi hverjum heimsótti hún sérhvert herbergi og vakti yfir hverju og einu af hinni mestu ná- kvæmni með ofsalegum orðaflaumi. Hún gætti að hvort vel væri búið um rúmin, hvort fötin væru vel burstuð og yfirleitt hvort nokkrum sköpuðum hlut væri áfátt. í stuttu máli sagt: Hún hugsaði eins og góð móðir, já betur en nokkur móðir, um leigjendur sína. Ég kynntist fljótt hinum fjórum sveitungum mínum. Tveir þeirra lásu læknisfræði og hinir tveir lög. En all- ir voru þeir, fjórir að tölu, ofurseldir harðstjórn húsfreyjunnar. Þeir voru eins hræddir við hana og veiðiþjófar við skógárvörð. Hvað mig snerti var ég strax ákveð- inn í að halda sjálfstæði mínu óskertu, því að ég er að eðlisfari ákaflega frá- bitinn því að láta stjórna mér. Til að byrja með lýsti ég því yfir, að ég hefði í hyggju að koma heim á kvöldin, þeg- ar mér sýndist sjálfum, en frú Ker- garan hafði ákveðið að klukkan tólf yrðu allir í hennar húsi að vera komnir heim. Þegar ég hafði gefið þessa yfirlýs- ingu, horfði frúin á mig nokkra stund stórum augum og sagði svo: „Það er ómögulegt, alveg ómögulegt. Ég þoli ekki að Annetta sé vakin hve- nær sem er á nóttunni. Þér hafið ekk- ert að gera úti eftir miðnætti.“ Ég svaraði mjög ákveðinni röddu: „Samkvæmt lögum, frú mín góð, er- uð þér skyldugar til að opna fyrir mér húsið hvenær sem er sólarhringsins. Ef þér neitið því kalla ég fyrst á tvo lög- regluþjóna til vitnis um að ég hafi ver- ið lokaður úti, og síðan fer ég á eitt- hvert gistihúsið og dvel þar, og þér verðið að borga reikninginn, það hef ég rétt til að heimta. Þér verðið svo neyddar til að opna fyrir mér eða ef þér viljið heldur segja mér upp. Annað hvort eða . . . Nú getið þér sjálfar valið.“ Ég hló upp í opið geðið á henni um leið og ég gaf henni þessa kosti. Þegar undrun hennar hafði lækkað svolítið reyndi hún að fara samningaleiðina, en ég sat fastur við minn keip og hún lét undan. Við sættumst á það, að ég skyldi fá útidyralykil, en þó aðeins með því á- kveðna skilyrði, að hinir kostgangar- arnir fengju ekkert að vita um það. Hin ákveðna framkoma mín hafði haft mjög góð áhrif á hana og ég vann hjá henni töluvert álit. Hún hugsaði enn meir um mig en áður og gerði mér ýmiss konar smágreiða og sýndi mér töluverða velvild, sem var mér alls ekk- ert á móti skapi. Stundum kom það fyrir, þegar ég var í sólskinsskapi, að ég læddist að baki henni og kyssti hana á kinnina eða hálsinn, aðeins vegna lausa kinnhestsins, sem hún var vön að rétta mér við slík tækifæri. Þegar mér tókst að skjótast undan, þaut lófi hennar gegnum loftið. Ég skellihló og þaut burtu, en hún steytti hlæjandi að mér hnefana og kall- aði: „Ó, þessi kjáni, ó, þessi kjáni. Þetta skuluð þér fá borgað.“ Við vorum ágætir vinir. En svo var það einn góðan veðurdag, að ég kynntist lítilli, laglegri stúlku, sem vann í búð. Þér vitið vel hvernig slíkur kunn- ingsskapur byrjar í París. Einhvern daginn, þegar maður er á leiðinni heim til sín, mætir maður ungri hattlausri stúlku. Hún er í fylgd með vinstúlku sinni og þær leiðast. Það er matmáls- tími og þær nota vinnuhléið til þess að fá sér ferskt loft, áður en þær fara aft- ur til vinnunnar. Augun mætast og það fer um mann skyndilegur straumur. Þessi straumur er eitthvað það dásam- legasta, sem til er í heiminum. Það mæt- ast fjögur augu og kveikja bál, bál al- gleymis og töfra. Fyrsta sinni, sem þér mætið þessu andliti og sjáið þennan munn, þetta hár, þennan háls, þetta AEIir gluggar voru Ijóslausir. Allrr virtust sofa í hiísinu. Varkár eins og þjófur opnaii ég útidyrnar... SMÁSAGA EFTIR GUY DE MAUPASSANT 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.