Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Side 15

Fálkinn - 22.03.1961, Side 15
bros, finnið þér nýja og sæluríka gleði streyma um sálina. Yður líður dásam- lega og í yður vaknar einhver sælurík þrá, sem dregur yður allan að þessari óþekktu konu. Þér hafið það á tilfinn- ingunni, að hún ráði yfir því sem yður vantar og geti látið allar yðar óskir rætast í einu vetfangi. Yður finnst að þér hafið þekkt hana lengi og að þér vitið hvað hún hugsar. Næsta dag fer maður á sama tíma um sömu götuna. Maður sér hana aftur. Svo kemur maður aftur næsta dag og enn þann næsta. Loksins yrðum við hvort á annað og kynningin heldur á- fram reglulega ein,s og sjúkdómur. Eftir að þrjár vikur voru liðnar var Emma búin að ná því stigi, að ég vissi að hún mundi ekki standast lengur. Að vísu hefði ég getað flýtt því, bara ef ég hefði haft nokkra hugmynd um hvar við ættum að vera. Litla vinan mín bjó hjá fjölskyldu sinni og hún neitaði á- kveðið að fara nokkru sinni yfir þrösk- uld á gistihúsi. Ég lagði höfuðið í bleyti til að finna einhverja lausn á vandamál- inu, eitthvert meðal, eitthvert tæki- færi. Loksins tók ég ægilega ákvörð- un. Ég ákvað að fara með hana upp til mín undir því skálkaskjóli að ég ætl- aði að hjóða henni upp á bolla af tei. Og klukkan ellefu átti af því að verða. Frú Kergaran fór alltaf að hátta um klukkan tíu. Með aðstoð lykilsins míns góða ætti mér því að takast að sleppa inn án þess að vekja eftirtekt. Þegar svo voru liðnir einn eða tveir tímar ættum við að geta læðst inn. Emma samþykkti tilboð mitt, -en þó ekki fyrr en ég hafði þrábeðið hana með eftirgangsmunum, þessum venjulegu eftirgangsmunum, sem maður verður að hafa, þér vitið. Dagurinn olli mér afskaplegra kvala. Ég var aldrei rólegur, heldur alltaf á nálum. Ég var svo hræddur um að eitt- hvað kynni að bera við, eitthvert stór- slys, eitthvert hneyksli. Loksins kom kvöldið með sitt dá- samlega húm. Ég fór á kaffihús, þar sem ég drakk tvo bolla af lútsterku kaffi og fimm glös af sterkum líkjör til þess að vera hugaður. Síðan labbaði ég nið- ur að Bouleward Saint Michael. Ég heyrði klukkuna slá tíu og síðan hálf ellefu. Og í hægðum minum gekk ég þangað sem við höfðum ákveðið að mæt- ast. Hún var þegar komin. Hún stakk hendinni inn undir handlegg minn hlæjandi og við beindum förinni að heimili mínu. En eftir því sem við nálg- uðumst húsið, óx hræðsla mín. Ég hugs- aði bara: „Bara að frú Kergaran sé nú komin í bólið.“ Tvisvar eða þrisvar sagði ég við Emmu: „Gættu þess nú vandlega að gera ekki neinn hávaða, þegar við för- um upp stigann.“ En hún bara hló að mér: „Þú ert af- skaplega hræddur um að einhver kunni að heyra til þín?“ „Nei, en ég vil ekki vekja þann, sem býr við hliðina á mér. Hann er mikið veikur.“ Nú vorum við komin í Rue des Sain- es-Péres. Ég nálgaðist húsið með sömu hræðslu eins og þeirri, sem gerir vart við sig, þegar maður er á leiðinni til tannlæknisins. Allir gluggar voru ljóslausir. Allir virtust sofa í húsinu. Varkár eins og þjófur opna ég húsið. Ég andvarpa feg- insamlega. Ég læt Emmu læðast inn á undan mér. Ég loka hurðinni, læðist svo á tánum upp stigann og við höldum niðri í okkur andanum. Við og við kveiki ég á eldspýtum, svo að litla vinan mín hrasi ekki. Um leið og við læðumst fram hjá herbergi húsfreyjunnar, finnst mér eins og hjartað hætti að slá. Loksins komumst við upp á aðra hæð, svo þriðju, fjórðu og fimmtu. Ég hef náð lokamark- inu . . . Húrra. Samt sem áður þorði ég ekki an'nað en tala í hálfum hljóðum, og ég tók skóna af mér til að gera ekki neinn há- vaða. Teið, sem var á olíuvélinni var drukkið á horni kommóðunnar. Síðan byrjaði ég á aðalatriðinu — að blíðka Emmu. Og smátt og smátt eins og í dásamlegum leik, hurfu fötin af líkama hennar og hún varð æ fá- klæddari, enda þótt hún hjálpaði lítið til. Og það lítið hún gerði til að hjálpa, gerði hún með mótþróa, þó ekki alvar- legum. Það var eins og hún væri aðeins Framh. á bls. 32.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.