Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Síða 19

Fálkinn - 22.03.1961, Síða 19
leikjum, svo þeir lærðu að meðhöndla boltann. Ekki leið á löngu fyrr en gluggi, sem var fyrir gafli íþróttasalar- ins brotnaði, og var þá þegar bannað að hafa bolta um hönd í salnum. Vildi Valdimar þá setja vírnet fyrir glugga, en samkennari hans, sem var kona, vildi með engu móti láta loka sólina úti með vírnetinu, og þar við sat. Þegar fram liðu stundir, fékk Valdimar því þó framgengt að mega sjálfur setja vírnet fyrir gluggann og hóf enn boltakennslu. Lét hann búa út sérstaka bolta, sem voru ekki annað en fótboltablöðrur um- vafðar tuskum, svo minni hætta væri á að eitthvað brotnaði í salnum. Þá var það haustið 1925 að Fimleika- félag Hafnarfjarðar hóf fyrst allra fé- laga í landinu að leika handbolta. Gekkst félagið fyrir námskeiði þá um haustið og kenndi Valdimar þar. Eftir að félags- menn höfðu verið æfðir í ýmsum al- mennum boltaleikjum hófst handbolta- kennslan sjálf, og síðan hefur hand- boltaíþróttin aldrei legið niðri hjá F. H., og í dag á félagið marga beztu hand- boltamennina á íslandi. Þetta sama haust kenndi Valdimar einnig handbolta á Akureyri og á Laug- um í Reykjadal, en ekki festi íþróttin þar rætur svo nokkru næmi. Vorið 1927 hóf Valdimar kennslu í Menntaskólanum í Reykjavík, en kenndi jafnframt hjá F. H., í Barna- skólanum í Hafnarfirði og Miðbæjar- skólanum í Reykjavík. Þetta voru mikl- ir annatímar og kenndi Valdimar 12 tíma á dag til jafnaðar. í Menntaskólanum var aðstaða mjög erfið fyrst í stað. Fyrir miðjum gafli íþróttasalarins var gríðarmikill kola- kyntur ofn, sem náði langt út á gólf. í * ofanálag reykti ofninn mikið, og varð oft að leggja niður tíma sökum þess að ekki sást handaskil fyrir reyk í salnum. Vildi það til happs, að þennan fyrsta vetur var veðrátta mild og þurfti því stundum ekki að kynda. Þrátt fyrir að salurinn væri lítill, og allar aðstæður hinar erfiðustu, hóf Valdimar þegar að kenna boltaleik hjá Menntaskólanum. Ekki leið á löngu áður en miðstöð var sett 1 húsið, vírnet fyrir glugga og hlífar fyrir ljós og fór þá nokkuð að vænkast hagur handbolt- ans. Mikill kraftur færðist nú í íþrótt- ina og 1931 fór fram fyrsta bekkja- keppnin í handbolta í Menntaskólanum og hafa þær verið árlegur viðburður í íþróttalífi skólans jafnan síðan. Ekki þarf að orðlengja það, að mikil harka og fjör var í handboltaleikjunum hjá Valdimar á þessum dögum. Pálmi heitinn Hannesson rektor, kom oft í sal- inn þegar sjötti bekkur var í leikfimi keppti með, og gekk þá mikið á. Þá voru hinar nýju tvígripsreglur ekki komnar til sögunnar og menn sóttu hart og fast þar til þeir náðu boltanum. Einnig var eins gott fyrir menn að koma boltanum fljótt frá sér þegar þeir fengu hann í hendur. Þetta tvennt, að smæð hússins viðbættri, varð allt til þess að mikill hraði var í leikjunum. Aldrei minnist Valdimar þó þess að alvarleg slys yrðu á mönnum þótt hart væri sótt- ur leikurinn á stundum, en hruflur og marbletti mátti oft sjá á ýmsum. Áhuginn fyrir handboltanum fór stöð- ugt vaxandi í skólanum, og þar kom að kennarar stofnuðu sitt eigið lið. Var þá oftast spilað á sunnudögum, og fengu oft ýmsir menn utan úr bæ að spila með, og má þar m. a. til nefna Eystein Jónsson, fyrrv. ráðherra, og Sigurð Thoroddsen, verkfræðing. Úr hópi Kennara má nefna Pálma rektor, Einar Magnússon, Sigurkarl Stefánsson og Valdimar. Dómari var oftast Aðalsteinn Hallsson. Þá gerðist það að Hallsteinn Hinriks- son, sem nú er þjálfari íslenzka lands- liðsins í handbolta, og Aðalsteinn Halls- son, sem fyrr er getið, komu báðir frá námi við íþróttaháskólann í Kaup- mannahöfn, en þar höfðu þeir stundað nám 1928—1929. Þá var handboltinn kominn þar á miklu hærra stig en verið hafði er Valdimar var þar við nám. Þegar þeir tvímenningarnir komu heim fór að færast líf í handboltann. Haustið 1929 keppti Menntaskólinn við F. H. og var það byrjunin á handboltakappleikj- um hérlendis. Eftir það fóru íþróttafé- lögin í Reykjavík að gefa handboltan- um gaum. Mætti handboltinn þó mik- illi mótspyrnu ýmissa forráðamanna fé- laganna, og til eru á prenti ummæli eins Frarnh. á bls. 31. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.