Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Side 21

Fálkinn - 22.03.1961, Side 21
að þau væru mikið saman. Hann hafði átt heima í Rio leng- ur en hún, og vissi betur um kjaftasöguburðinn. Henni var ekki að skapi að víkja aftur að samtalinu í kvöld sem leið, en sá fram á, að það yrði óhjákvæmilegt, til þess að skýra allt þetta mál. Þegar þau sátu að morgun- verðinum, spurði hún formálalaust: — Hvað viltu að ég geri viðvíkjandi Brian, Hugh? Ef hann símar til mín — á ég þá að segja, að ég geti hitt hann framvegis? Hún sá að Hugh hnyklaði brýnnar og varð vandræða- legur. — Ég sagði kannske meira en ég hefði átt að segja í gær- kvöldi, sagði hann eins og feiminn krakki. — Ég var dálít- ið æstur og missti stjórnina á sjálfum mér. Þú verður auð- vitað að ráða þessu sjálf. Hún hristi höfuðið. — Þetta er ekkert svar við því, sem ég var að spyrja um. Er það rétt, að fólk beri slúðursögur um okkur? Hann dró við sig svarið en sagði loks: — Sannast að segja veit ég það ekki. — Ég hef líklega gert ofjfmikið úr sumu af því, sem Coral sagði. Jú, það var méira en líklegt, hugsaði hún með sér og varð sár. Coral mundi hafa hagað frásögn sinni í ákveðn- um tilgangi. Nú datt henni sem snöggvast í hug að spyrja hann um, hvað Coral hefði eiginlega sagt, en kannske væri það ekki hyggilegt, eftir þrætuna, sem hafði orðið milli þeirra í gærkvöldi. Þess vegna sagði hún hreinskilnislega: — Ég vil ógjarnan særa Brian að óþörfu, en ef meiri óþæg- indi eiga að hljótast .... — Það kemur ekki til mála, sagði Hugh strax. Hann ýtti stólnum frá borðinu og stóð upp. Stóð kyrr um stund og horfði á hana. Ef hún hefði rétt fram höndina, mundi hún hafa náð til hans — dregið hann að sér og kannske brúað bilið, sem var milli þeirra. Hún lyfti höndinni ósjálfrátt, en svo tók hann til máls aftur, og röddin var eins og hann væri að tala við óviðkomandi manneskju: — Það er ekki nema sjálfsagt, að þú skemmtir þér með kunningjum þínum. Ef þú amast ekki við því, að ég og Coral erum vinir, hef ég ekkert að athuga við vináttu ykkar Fair- burns. Hann leit á klukkuna og flýtti sér að segja: — Nú verð ég að fara. Vertu sæl, Irena. Líði þér vel í dag. Augnablikið — hafi það nokkurn tíma verið til — var liðið hjá. Hönd hennar lá hreyfingarlaus á borðinu. Hún svaraði — hlýjulaust: — Vertu sæll, Hugh. Og komdu ekki mjög seint heim. Þú manst, að Benley-hjónin ætla að koma. — Ég kem ekki seint, sagði hann um leið og hann fór. Hún heyrði skóhljóð hans í anddyrinu og smellinn í hurð- inni um leið og hann fór út. En á eftir hljómaði í eyrum hennar bergmál þessarar einu setningar: „Ef þú amast ekki við því, að ég og Coral séum vinir ....“ Hún varp öndinni. Hér var ekkert efni til kvíða. Að minnsta kosti ekkert nýtt kvíðaefni. Coral var ástfangin af Hugh, en Hugh var ekki — gat ekki verið — ástfanginn af Coral. „Góð vinkona mín,“ hafði hann sagt. „Ein af elztu og nánustu vinkonum mínum. Mér þykir mjög vænt um hana.“ „Vænt um.“ Ekki „ástfanginn af“. Hann var ástfanginn af Diönu. Það hafði hann alltaf verið. Ef Coral hefði ekki komið til sögunnar, hefðu Diana og Hugh lifað í farsælu hjóna'bandi núna, og hún sjálf, Irena, hefði setið við-ritvél- ina sína í einhverri skuggalegri skrifstofu í London. Eigin- lega var það skrítið, að í rauninni var það Coral, sem hafði valdið því, að hún sjálf, Irena, var kona Hughs, og lifði í sól og sælu hérna í Rio, sem frú mikilsmetins manns í samkvæmislífinu. Það er engin furða þó Coral hati mig, hugsaði hún með sér og hrollur fór um hana um leið. Það var eins og grunur um eitthvað illt læddist inn í meðvitund hennar. Og sá grunur var henni enn í hug, er dyrabjöll- unni var hringt, klukkan þrjú þennan sama dag. Irena vissi, að það mundi vera Coral sem kom, áður en Anna lauk upp hurðinni. Að vörmu spori var hún komin inn í stofuna, í sömu ljósrauðu líndragtinni sem hún hafði verið í þegar hún bauð Irenu með sér í Carioca-klúbbinn. Hún var höfuðfatslaus og andlitið var blíðlegt og brosandi. — Það var heppilegt að ég skyldi hitta þig heima, sagði hún. — Mér datt í hug að þú mundir vera heima í dag. Brian hefur varla tæikfæri til að koma eins oft í borgina núna og áður, síðan Grant fór. Irena hrökk við. Orðin voru bein ögrun. „Brian hefur varla tækifæri til að koma eins oft .... “ Eins og hann hefði það eina erindi í land, að hitta hann, þegar Hugh væri á skrifstofunni. Hún mátti ekki reiðast. Hvað svo sem Coral segði, smeðju- lega blíð og brosandi, — kurteis og alúðleg — mátti Irena ekki láta bera á því, sem henni var í hug, eða segja nokkuð það, sem gæti orðið vopn gegn henni síðar. — Það var vel hugsað af þér að líta inn, sagði hún rólega. Ef Coral hefði hugsað sér að heyja einvígi við hana, skyldi hún komast að því keyptu. — Gerðu svo vel og tylltu þér. Ég ætla að biðja hana Önnu um að koma með tebolla. — Nei, vertu ekki að hugsa um það, sagði Coral. — Ég kom ekki til að fá te. Hún tyllti sér í sófann, hagræddi sér með mikilli háttprýði og krosslagði fæturna. Svo sagði hún, ofur rólega: — Ég kom vegna þess, að mér finnst mál til komið, að við tölum út, saman. Það er hlægilegt að halda þessu áfram, svona. Þú hlýtur að skilja það sjálf .... eftir .... — Eftir það, sem gerðist í gærkvöldi? Coral brosti. — Ég talaði við Hugh, sagði hún mjúk. — Ég var að koma beint frá honum núna. Við borðuðum há- degisverð saman — við gerum það oft, þegar ég er stödd niðri í borginni — og hann sagði mér frá .... rifrildinu. Svo tók hún augnabliks málhvíld til þess að gera orð sín áhrifameiri, og endurtók svo með áherzlu á hverju einasta orði: — Þessu rifrildi, seiji varð milli ykkar út af mér. EINS OG MYLLUSTEINN UM HÁLSINN. Irena fann hjartað hamast í brjósti sér. Henni fannst verið að kyrkja sig — eins og snara hertist að hálsmum. Órar! Þarna var engin snara. Aðeins Coral, sem sat í sóf- anum og sagði ofur lágt: — Þér er hollast að horfast í augu við staðreyndirnar. strax, Irena — hjónabandið þitt og Hughs er misráðið og ekki annað en skrípaleikur. Hann bað þín af vorkunnsemi, af því að það var auðséð, að þú varst ást- fangin af honum, og af því að honum var sama um allt, eftir að hann hafði lesið bréf Diönu um morguninn. Viðbjóðslegt, hræðilegt orðagjálfur, hugsaði Irena með sér. Hún tók á því sem hún átti til. — Það er svo að sjá sem þú sért öllum hnútum kunnug, sagði hún kuldalega. — Sagði hann þér þetta eða uppgötvaðir þú það af eigin rammleik? Hún sá að Coral pírði augunum. — Irena, góða mín, sagði hún tungumjúk. — Vertu ekki að gera mér þetta erfiðara en það er. Vitanlega sagði hann mér það .... þó að, ef satt skal segja, væri ég búin að geta mér til áður, hvernig í öllu lá. Það er auðvelt að sjá gegnum þig, afsakaðu að ég segi það. Frh. Irena fann hjartað hamasl í brjósti sér. Henni fannst verið að kyrkja sig — eins og snara hertist að hálsinum. Órar! Þarna var engin snara. Aðeins Coral, sem sat í sófanum og sagði... FALKINN 21

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.