Fálkinn - 22.03.1961, Qupperneq 23
Vz tsk. salt
3 msk. rifinn, sterkur ostur
1 egg
2% dl mjólk.
Venjulegt hnoðað deig. Hnoðað sem
minnst. Deiginu skipt í 2—3 kringóttar,
1 cm þykkar kökur, sem skipt er í 4
hluta. Bakað strax í velheitum ofni nál.
10 mínútur.
Beztar nýbakaðar.
Bornar fram með smjöri. Ágætar með
tei eða bolla af kjötseyði.
Heilræði
Ef kakan vill festast í kökumótinu,
er ágætt að fara þannig að. Smyrjið
mótið eins og venjulega, leggið síðan
2 tvöfaldar ræmur af smjörpappír
langsum og þversum í kökumótið,
smyrjið þær vel, jafnvel tvisvar. Deig-
inu hellt í mótið, og þegar kakan er
Kaffikaka.
100 g smjörlíki
175 g sykur
2 egg
250 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk kanell
% tsk negull
1 dl lútsterkt kaffi
125 g rúsínur.
Venjulegt hrært deig. Bakað í einu
stóru eða tveimur minni aflöngum,
smurðum kökumótum við nál. 170° í
1—IV2 klst.
Kókóskaka.
250 g smjörlíki
250 g sykur
4 egg
200 g hveiti
1 tsk lyftiduft
125 g kókósmjöl
V2 sítróna, saft og börkur.
Venjulegt hrært deig. Annaðhvort
bakað í aflöngu eða kinglóttu móti nál.
1 klst. við 170°.
Ágætt er að stinga eplabitum ofan í
kökuna, en þá geymist hún verr.
Greifynjukökur (nál. 100 stk).
250 g hveiti
175 g smjörlíki
75 g flórsykur
1 egg.
Ofan á:
2 egg
150 g sykur
150 g kókosmjöl.
Venjulegt hnoðað deig. Deigið flatt
út frekar þunnt, stungnar út kringlótt-
ar kökur. Egg og sykur þeytt vel. Kók-
osmjöli blandað varlega saman við. Hálf
tsk. sett á hverja köku.
Bakað nál. 10 mínútur við góðan hita
(200°C).
Tebrauð (nál. 80 stk.).
250 g hveiti
125 g smörlíki
100 g sykur
1 egg
1 tsk. vanillusykur.
Skraut:
25 g möndlur
Grófur sykur.
Venjulegt hnoðað deig, látið bíða á
köldum stað nál. V2 klst.
Flatt út nál. 1 cm þykkt. Sett í heilu
lagi á smurða plötu.
Smurt með eggi, söxuðum möndlum
og grófum sykri stráð yfir.
Bakað í nál. 12 mínútur við góðan
hita (200°C). Skorið með velbeittum
hníf 1 ferðkantaða bita, meðan það er
heitt.
bökuð, er losað um brúnirnar, kippt í
pappírsræmurnar og kakan flýgur úr
mótinu.
★
Þurfi maður að skera nýbakað brauð
eða köku er betra að velgja hnífinn, þá
molnar kakan síður.
Appelsínustengur (nál. 75 stk.).
300 g hveiti
250 g smjörlíki
100 g sykur
Rifinn börkur af 2 appelsínum
1 eggjarauða.
Venjulegt hnoðað deig. Rúllað í fing-
urbreiðar lengjur, sem smurðar eru með
eggjahvítu, grófum sykri 'stráð yfir,
skorið í 4 cm langa bita.
Bakað í nál. 8 mínútur við góðan
hita (200°C).
Ostaskonsur.
6 dl hveiti
2 msk. smjörlíki
3 tsk. lyftiduft
1 tsk. sykur