Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Qupperneq 24

Fálkinn - 22.03.1961, Qupperneq 24
VARALITUR NN Líkami hins látna lá allur snúinn og samanhnipraður á eftirlíkingu af persn- esku gólfteppi fyrir framan óbælt rúm- ið. Vinstri handleggurinn lá út og nið- ur með líkamanum, en fingurnir höfðu haldið um lítinn svæfil. Á hnakka hins látna var gat eftir skammbyssukúlu, og sárið var svart af púðrinu. Hálfan metra frá hægri fæti mannsins var skothylki, hlaupvídd 7.65. Hinn látni var ungur maður, í nátt- fötum og slopp. Á fótunum bar hann inniskó úr leðri. Klukkan var tíu fyrir hádegi, en það logaði enn á náttlampan- um og hengilampanum í loftinu. Að- eins dauf dagsbirta síaðist inn í svefn- herbergið í gegnum gluggatjöldin, sem enn voru dregin fyrir. Það var vel til tekið í svefnherberg- inu, og í skápunum var allt í röð og reglu. Á náttborðinu var gullúr og pen- ingaveski. Þetta virtist ekki hafa verið ránsárás. Á borðinu í borðstofunni var viskí- flaska og tvö glös. Flaskan hafði verið tæmd að hálfu, en fingraför voru aðeins á öðru glasinu. í öskubakka voru 4 vindlingastubbar, og á tveim þeirra voru óljós merki af varalit. — Hvenær hefur hann látizt, læknir? spurði Mohle sakamálafulltrúi. — Sennilega milli kl. 8 í gærkveldi og 3 í morgun, hr. fulltrúi, svaraði lækn- irinn. — Það er ekki nógu nákvæmt fyrir mig! urraði Mohle. — Getið þér ómögu- lega verið nákvæmari? — Ég get aðeins sagt að hann hefur látizt strax eftir skotið, sagði læknir- inn. — Spyrjið nágrannana, hvenær þeir hafi heyrt skothvellinn, og þá fáið þér nákvæmari tíma. Nú verðið þér að hafa mig afsakaðan. Ljósmyndari frá lögreglunni var í þann veginn að loka ljósmyndavélinni, og fingrafarasérfræðingurinn hafði einnig lokið sínu verki. Tveir rannsókn- arlögregluþjónar biðu frammi við dyrn- ar, og við stigauppganginn átti einn götulögregluþjónn fullt í fangi með að halda forvitnu fólki frá. — Takið skothylkið með, en gætið þess að káma það ekki allt út sjálfir, sagði Mohle við annan rannsóknarlög- regluþjóninn. — Ég er ekki fæddur í gær, hr. full- trúi, sagði lögregluþjónninn önugur. Mohle fór í taugarnar bæði á honum og starfsfélaga hans. En Mohle þóttist ekki heyra það, og þegar enginn sá til, tæmdi hann innihald öskubakkans í vasaklút- inn sinn og stakk síðan klútnum í vas- ann. Því næst yfirgaf hann íbúðina með mönnum sínum. — Þið hafið alltof hátt! öskraði Mohle til masandi fólksins, sem var æst og órólegt. — Farið aftur heim til ykkar! Ef það er eitthvað sérstakt, sem þið viljið segja frá, getið þið komið á skrif- stofuna mína eftir hádegið. Veriði sæl! Götulögregluþjónninn tók sér stöðu við dyrnar að íbúð hins látna. Rétt eftir hádegið spurði Mohle sam- verkamenn sína, hvort þeir hefðu rann- sakað öll spor, sem fyrir hendi væru. — Já, herra fulltrúi, svöruðu þeir ein- um rómi. — Einnig vindlingastubbana, spurði Mohle og glotti. Allir litu undrandi á hann, og hann bætti við meinyrtur: — Það var ég, sem tók þá að mér! Og það var ég, sem uppgötvaði óljós merki af varalit á tveim þeirra, og það var ég, sem sendi þá til nánari rannsóknar. Stundum hagið þið ykkur eins og blind- ir sauðir. Og alltaf er það ég, sem ber byrðina. Seinna um daginn yfirheyrði Mohle íbúa hússins og vann eftir ákveðinni áætlun. — Hver eruð þér? spurði hann. — Ég bý tveim hæðum fyrir neðan myrta manninn. — Heyrðuð þér skothvell? — Já, herra fulltrúi. — Hvernig vitið þér, að það var skot- hvellur — Það kom hvellur. — Það koma hvellir af mörgum hlut- um, sagði Mohle háðslega. — Já, en ekki á þennan hátt, herra fulltrúi. — Bíðið nú. við, góði maður. Ef þér getið fullyrt, að hljóð, sem þér heyrið í gegnum 5-—6 veggi, komi frá skamm- byssu, en sé alls enginn annar hvellur eða hávaði, þá útnefni ég yður strax sem sérfræðing í greiningu á skamm- byssuskotum og öðrum skotum. Hinum aðspurða fannst gengið á hluta sinn, en þegar hann gekk burtu, hrópaði Mohle á eftir honum: — Hvað var klukkan, þegar þér heyrðuð skotið? — Fimm mínútur yfir tíu. — Þakka yður fyrir. Næsti! Þegar sakamálafulltrúinn hafði yfir- heyrt 19 manneskjur þannig, að þeim lá öllum við örvílnun, skrifaði hann eftir- farandi aftan á gamalt dagatalsblað: Skotið kl. 22.05 með skammbyssu úr 10 sm. fjarlægð. Hlaupvídd 7.65. Morð- inginn: sennilega kona. Rök: skot í hnakkann, skothylki, ummæli íbúanna, varalitur á tveim vindlingastubbum. Ákvörðun rannsóknarlögreglunnar: varalitategundin , .Morgunstj ar nan‘ ‘. Morðinginn sást ekki. Næsta dag hafði Mohle tal af vin- konum hins látna. Það var hægt um vik að rekja slóð þeirra, því að nöfn þeirra og heimilisföng voru í vasabók hins látna. Mohle klæddi sig í sitt bezta skart, það hefði sín réttu áhrif. Hann var gam- all og reyndur og vissi, hvernig fara átti að konum. En þessar yfirheyrslur færðu hann ekkert nær takmarkinu, og það lá við að hann færi að verða ráðvilltur. Það var annars hlutur, sem hann vissi ekki hvað var. — Engar af vinkonunum voru grunsamlegar, og allar höfðu þær örugga fjarvistarsönnun. Þær notuðu allar varalit, en engin þeirra notaði „Morgunstjörnuna“. Þær höfðu jafnvel aldrei þekkt þá tegund. Mohle hringdi í snyrtivöruverzlanir, lyfjaverzlanir og heildsala. Að lokum fékk hann þær upplýsingar að merkið ,,Morgunstjarnan“ hefði horfið af mark- aðnum fyrir 19 árum. Fyrirtækið, sem framleiddi þessa tegund af varalit, var ekki lengur til. Lögreglan vann dag og nótt við að finna morðingjann, en Mohle þagði um allt, sem hann vissi um varalitinn „Morgunstjarnan“. Hann átti það til að vera svolítið leyndardómsfullur. í skrifstofu sinni sat hann og reyndi að framkalla fyrir sér mynd af konu, sem notaði næstum 20 ára gamlan varalit. Vindlingarnir voru litaðir af nítján ára gömlum varalit. En hvaða kona notaði svo ævagamalt fegurðarlyf ? SMÁSAGA EFTIR A. HAUSEN 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.