Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Síða 32

Fálkinn - 22.03.1961, Síða 32
0. þessi kjáni... Frh. af bls. 15 aS leika sér að því að fresta hinu dá- samlega ... Hún var ekki í öðru fata en næfur- þunnu, bleiku silkinærskjóli, þegar hurðin þaut skyndilega upp á gátt og frú Kergaran opinberaðist á þröskuld- inum í nákvæmlega sama búningi og Emma. í einu stökki var ég kominn í hinn enda stofunnar, lengst frá Emmu og starði eins og valur á konurnar til skipt- is, sem sjálfar störðu mállausar hvor á aðra. Hvað skyldi nú bera við? Með gremjulegri röddu, sem ég hafði ekki heyrt hana hafa fyrr, sagði frú Kergaran: „Ég vil engar stelpur hafa í mínu húsi, herra Kervelen." Ég stamaði: „Þér misskilijið, frú Kergaran. Stúlk- an þarna er aðeins vinstúlka mín. Hún ætlaði bara að drekka hjá mér tebolla. Húsfreyjan svaraði: „Maður þarf ekki að vera á nærskjól- inu til að drekka te. Viljið þér sjá um að ungfrúin hverfi héðan þegar í stað.“ Emma, sem var alveg frávita, huldi andlitið í undirkjólnum og fór að gráta. Ég var sjálfur alveg í standandi vand- ræðum og vissi ekki hvað skyldi taka til bragðs. Frú Kergaran sagði enn með ógurleg- um kulda: „Hjálpið ungfrúnni að klæða sig, og komið henni burt sem fyrst.“ Það var auðvitað ekkert annað að gera. Ég tók kjólinn, sem lá eins og útblásin blaðra á stólnum og kastaði honum yfir stúlkuna og reyndi eins og ég gat að krækja hann og laga, en tókst það mjög óhönduglega. Emma hjálpaði mér eins og hún frekast gat. Frú Ker- garan stóð eins og myndastytta á þrösk- uldinum og beið með ljósið í hendinni eins og dómari. Emma flýtti sér og flýtti. Hún Að vökva blómum. 32 FALKINN hneppti og krækti, lagaði á sér hárið, stakk í það hárnálum og fléttaði og án þess að gefa sér tíma til að hneppa skóna sína, hljóp hún framhjá húsfreyj- unni og þaut niður stigann. Ég hljóp á eftir henni á nærklæðunum og í inni- skóm og endurtók í sífellu: „Emma. Emma!“ Mér fannst ég yrði að segja eitthvað við hana, en vissi ekki hvað það ætti að vera. Ég náði henni. fyrst við úti- dyrnar, en þegar ég ætlaði að grípa um handlegg hennar, þá hrinti hún mér frá sér og sagði titrandi rödd: „Láttu mið vera. Snertu mig ekki.“ Og hún þaut út um dyrnar og skellti á eftir sér hurðinni. Ég sneri við. Frú Kergaran var kyrr á fyrstu hæð og um íeið og ég gekk upp þrepin hvert af öðru bjóst ég við hinu versta. Dyrnar á svefnherbergi hennar stóðu opnar. Hún lét mig fara þar inn um leið og hún sagði: „Ég þarf að tala við yður, herra Ker- velen.“ Ég gekk á undan henpi niðurlútur. Hún setti ljósið frá sér á arinhilluna, krosslagði handleggina á hinu þrýstna brjósti sínu og byrjaði: „Jæja, Karvelen. Þér álítið hús mitt vera nokkurs konar opinbert hús?“ Ég var ekki upp á marga fiska á þessu andartaki. Ég stundi upp: „Nei, það álít ég ekki, frú Kergaran. Þér megið ekki vera reið við mig. Þér getið þó skilið — svona hvernig ungir menn eru, sko . . .“ Hún svaraði: „Ég veit bara aðeins eitt og það er, að ég vil ekki hafa neitt stelpudrasl í mínu húsi, skiljið þér það? Ég krefst þess, að enginn blettur sé settur á mig eða mitt hús, skiljið þér það? Ég veit . ..“ Hún hélt að minnsta kosti áfram að tala í 20 mínútur. Hún hellti yfir mig áminningum og ásökunum og talaði ósköpin öll um það hvað hún væri heið- arleg og skírlíf og hennar hús. En maðurinn er einkennilega sam- ansettur. í staðinn fyrir að hlusta á hana, horfði ég á hana — og skildi ekki lengur eitt einasta orð af því sem hún sagði. Hún hafði dásamleg brjóst, þétt, hvít og mikil, kannski helzti mikil, en freistandi. Mér hafði sannarlega aldrei dottið í hug að svona yndisleiki dyld- ist undir ullarkjól húsmóður minnar. Hún virtist vera að minnsta kosti 10 árum yngri þarna sem hún stóð, og ég fór að verða svo skrítinn, svo einkenni- lega skrítinn, heitur og kaldur. En þó meira heitur. Allt í einu skildist mér að nú var ég í nákvæmlega sama ástandi og fyrir kortéri síðan uppi á fimmtu hæð. Bak við hana var rúmið hennar, sem augu mín hengu við eins og töfruð. Sængin var nokkuð til fóta, svo að ég sá hvar hún hafði legið. Og mér fannst að þarna hlyti að vera heitara og notalegra en í nokkurri annarri sæng. Ætli það sé nokkuð til sem get- ur ruglað mann meir en óumbúið rúm? Það sem ég sá hérna, svipti mig ráði og rænu. Ég skalf. Hún talaði enn, en mér fannst eins og röddin væri nú ekki orðin eins kulda- leg. Ég stamaði: „Sjáið þér til, frú Kergaran, sjáið þér til .. . sjáið þér til ... Hún þagði eins og hún væri að bíða eftir því sem ég ætlaði að segja, og skyndilega stökk ég að henni, vafði hana örmum og byrjaði að kyssa hana, eins og maður kyssir, sem lengi hefur beðið eftir tækifærinu. Hún reyndi að ýta mér frá sér og sneri höfðinu við til að verjast kossum mínum, án þess þó að verða alltof reið og hún endurtók í sífellu svona eins og hún var vön: „Ó, þessi kjáni .. þessi kjáni . . . þessi kjá ...“ Hún gat ekki endað setninguna, því að ég beitti nú allri orku minni, lyfti henni upp og bar hana þvert yfir gólf- ið. Stundum getur maður orðið svona ægilega sterkur. Hún var þung, en hitinn frá henni seitlaði um mig allan. Ég rakst á rúm- stokkinn og datt upp 1 rúmið, þó án þess að sleppa henni. Það var eins og ég hafði hugsað. Það var notalegt og hlýtt .í rúminu hennar. Einum tíma seinna, þegar ljósið var næstum útbrunnið, fór hún fram úr til að laga það. Og þegar hún kom aft- ur og smeygði sér niður undir hjá mér og lagði sig þétt upp að mér, sagði hún blíðlega og ef til vill svolítið þakklát: „Ó, þessi kjáni, þessi kjáni, þessi kjá...“ Tveggja hæða... Framh. af bls. 7. húðina. Hann hneppti hana að sér með tölunum þremur, og þá kitlaði hann um allan skrokkinn eins og þegar mann kitlar undan kökumylsnu í rúminu. Þá ætlaði hann að klóra sér, en versnaði aðeins við það. Þá lagðist hann í sand- inn og velti sér og velti og velti, en við hverja veltu kitlaði hann meira og meira undan kökumylsnunni. Svo hljóp hann að pálmatrénu og nuddaði sér og nuddaði upp við það. Hann nuddaði svo fast og lengi, að það kom stór felling í húðina á herðakambinum og önnur felling neðan á kviðnum, þar sem töl-' urnar voru, en þær var hann búinn að nudda af, og hann nuddaði margar fell- ingar á fótleggina. Og hann komst í illt skap, en það hafði engin áhrif á köku- mylsnuna, hún var innan í húðinni og kitlaði hann. Og svo fór hann 'heim til sín, ævareiður og hræðilega klóraður. Og upp frá þeim degi eru stórar hrukk- ur í húðinni á öllum nashyrningum, og þeir eru ákaflega geðvondir . ..“

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.