Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 34
 Auglýsinga- getraun 4 Við Elliðavog í Rvík er vélsmið.ia, sem framleiðir m. a. birgðaflutninga- geyma fyrir benzín og brennsluolíur, súgþurrkunartæki, stofnvarkassa fyrir raflagnir og sjálfbrynningarskálar. Enn fremur hefur fyrirtækið málmsteypu og tekur að sér margs konar framleiðslu úr aluminium og kopar. Finnið nafn og símanúmer fyrirtækisins. 1 Skólavörðuhverfinu er fyrirtæki, sem framleiðir alls konar prjóna- vörur fyrir kvenfólk og börn. Framleiðsluvörur þessar eru seldar í heildsölu út um allt land. Fyrirtækið selur mikið af kvenpeysum, m. a. „JACQUELINE“-peysurnar, sem náð hafa miklum vinsældum á ör- skömmum tíma. I sama hverfi rekur fyrirtækið verzlun með prjóna- vörur á börn og kvenfólk. Sérstaklega er verzlunin þekkt fyrir hinar kunnu barnaprjónavörur sínar. Finnið nafn fyrirtækisins og verzlunar- innar. Nota skal fyrsta staf í nafni verzlunarinnar. Rétt hjá þekktum veitingastað í Vesturbænum er verzlun, sem selur alls konar heimilistæki, byggingarvörur og verkfæri. Meðal annars selur hún heimsþekkta ítalska kæliskápa, sem njóta almennrar hylli kaupenda. Finnið nafn og götunúmer verzlunarinnar og nafn kæli- skápsins. Fyrsta staf í nafni kæliskápsins á að nota. Við Snekkjuvog er fyrirtæki, sem selur efni, sem notað er í nýjar stein- byggingar. Fyrir um það bil ári tók fyrirtækið upp þá nýbreytni, sem til þessa var óþekkt hér á landi, að blása byggingarefni upp í íbúðirnar, sem er til mikils léttis fyrir byggingamenn. Finnið nafn fyrirtækisins og símanúmer. Hljóðfæraverzlun í Rvík selur kennslubækur í 5 tungumálum. Kennslu- bækur þessar hafa þann kost, fyrir okkur Islendinga, að texti hverrar setningar er þýddur á dönsku. Bókum þessum fylgja hljómplötur og er allur textinn á þeim. Er hann mjög skýr, enda lesinn af fyrsta flokks fagmönnum. Orðasafn fylgir líka. Kennsluaðferð þessi hefur reynzt sér- lega vel til að hjálpa fólki til að bjarga sér í tungumálum á skömmum tíma. Hvað heita bækurnar? Hver selur þær? Aðeins fyrsta staf bók- anna á að nota. 1 Hrútafirði er greiðasala, sem er opin allt árið, og margur ferðalang- urinn hefur notið þar hressingar. Oft hafa farþegar i langferðabilunum á leiðinni Reykjavík—Akureyri orðið fegnir viðkomu á þessum stað, enda er greiðasalan alltaf opin hvenær sem langferðabílar þessir koma við. Hvað heitir greiðasalan og hvar er hún? 1 fyrra sýndi kvikmyndahús í Rvík einhverja þá vinsælustu og mest umtöluðu mynd, sem lengi hefur verið sýnd hér. Hvað heitir kvik- myndahúsið og hvað myndin? Aðeins fyrsta stafinn í nafni kvikmynda- hússins á að nota. 1 Garðastræti í Rvík er heildverzlun, sem hefur einkaumboð fyrir hinar þekktu og smekklegu AJAX málmhöldur, hnappa- og læsingar, HANNO- stiga og handriða-plast, poka og dúka, sem varla munu eiga sina líka hér á landi. Enn fremur hefur fyrirtækið einkaumboð fyrir frönsku verksmiðjurnar LEGRAND, sem þekktar eru um víða veröld fyrir sínar sérlega smekklegu og góðu rafmagnsvörur, einkanlega rofa og tengla, sem riðja sér til rúms um heim allan, enda alveg hljóðlausir. Finnið nafn, götu- og símanúmer heildverzlunarinnar. í Austurbænum er veitingastaður, sem hefur, án efa, beitt sér mest fyrir því hér á landi, að hafa ávallt úrvals erlendum skemmlikröiuiiu á að skipa. Hvað heitir veitingastaðurinn og hvar er hann? f Hlýðunum er yfir 20 ára gamalt iðnfyrirtæki, sem selur viðurkennd- ar vörur, fyrir kvenfólk, um allt land. Nafn fyrirtækisins er hið sama og vörumerkið. Finnið nafnið. Skýringar: Þegar fyTsti stafur hvers orðs, sem finna skal, er tekinn og skrifaður í fremri auðu línuna, myndast lóðrétt nafnið á verðlaunagripnum. Andvirði verð- launanna eru um 2000 krónur. Lausnir skulu hafa borizt fyrir 22. apríl merktar: FÁLKINN, pósthólf 1411, Rvík. auglýsingagetraun. NAFN: HEIMILISF AN G: FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.