Fálkinn - 03.05.1961, Page 13
AR
FÁLKINN spjallar
við P&Ó í Austur-
stræti, sem hafa ver-
ið vinir og samstarfs-
menn í 30 ár.
Ólafur (til vinstri) og Pétur (til
hægri) í verzlun sinni í Austur-
stræti 14.
— En hvernig stendur á því, að það
er ekki eins mikið um erlendan klæðn-
að og maður átti von á að sjá í búð-
um eftir að allt var gefið frjálst?
— Það er einfalt svar við því —
pundið gerir hvorki meira né minna
en 440 krónur út' úr búð! Við keypt-
um t. d. enska frakka á 9 pund stykk-
ið og þeir kostuðu ,,aðeins“ 3200 krón-
ur með öllum tollum og eðlilegri álagn-
ingu. Við höfum því miður ekki bol-
magn til þess að hafa svo dýra vöru
á boðstólum. Aftur á móti hefur ís-
lenzki iðnaðurinn tekið ótrúlegum
breytingum. Hann var alveg hörmuleg-
ur til að byrja með, en nú er margt
eins gott og það erlenda, t. d. skyrtur,
föt og margt annað orðið alveg prýði-
legt.
— Við skulum hugsa okkur að nak-
inn maður kæmi í búðina og hann bæði
ykkur að klæða sig upp: nærföt, sokk-
ar, skyrta, bindi, föt, frakki, hattur,
trefill, skór, hanzkar og vasaklútur.
Hvað myndi þetta kosta manninn?
Það er Ólafur, sem leggur saman á
blað. Við göngum út frá meðalverði
á öllum hlutum og gerum ráð fyrir
að skórnir kosti 400 krónur, þar sem
þeir selja ekki skó.
— Þetta verða 5263 krónur, segir
Ólafur.
— Er fatanður kannski hlutfallslega
ódýrari nú en áður?
— Við getum ekki betur séð, en hlut-
fallið sé miklu betra nú. 1930 hefði
áreiðanlega þurft þriggja vikna laun
til að kaupa ein föt. Enda var það svo
hér fyrir stríð, að það voru ekki aðrir
en sæmilega efnaðir menn sem keyptu
föt hjá Haraldi. Unglingar komu sjald-
an til að kaupa föt; þeir gengu í upp-
gerðum fötum og slitnum.
— Þegar maður gengur um bæinn og
horfir á unga stráka, þá tekur maður sér-
staklega eftir því, hvað þeir eru vel
til fara. Er það ekki rétt?
— Jú, það er sérstaklega eftirtektar-
vert. Þegar unglingar verzla við okk-
ur eru þeir mjög nákvæmir í vali og
gæta vel að því að fylgjast með tízk-
unni.
— Verðið þið ekki að hafa ýmislegt
gamalt á boðstólum?
— Jú, aftaní- og framaní-hnappa,
sokkabönd, pípuhatta, mokkasíur og
sitthvað annað. Við höfum fengið marga
viðskiptavini úr Haraldarbúð, sem
halda áfram að kaupa það gamla. Sum-
ir geta ekki hætt að ganga með sokka-
bönd, svo við verðum að eiga þau til.
Aftur á móti hafa unglingar spurt okk-
ur til hvers sokkabönd séu notuð —
svona breytast tímarnir.
— Nokkur bylting í karlmannatízk-
unni?
—- Nei, það er aldrei um neina gjör-
breytingu að ræða í karlmannatízku.
Ef nakiflit maður kæmi í fataverzlun og
bæði um alklæðnað: nærföt, sokka, skyrtu,
bindi, föt, frakka, hatt, trefil o. s. frv. —
Hvað skyldi það kosta mikið allt saman?
Buxur eru nú þrengri en áður og með
skávösum, þrjár tölur í jakka í stað
tveggja, en þetta eru allt smávægileg-
ar breytingar. Erlendis eru gerðar til-
raunir að gjörbreyta tízkunni, en það
eru bólur, sem hjaðna niður jafnóðum.
— Nú spyrja ungir menn t. d. eftir
skyrtum með prjóni í gegnum flibbann,
en það höfum við ekki til, því verk-
smiðjurnar hafa ekki áhald til að gera
Framh. á bls. 30.
Sú var tíðin, að allir strákar gengu
með hatta, en undanfarin ár hefur
verið lítið um það. Nú eru hattar
aftur komnir í tízku hjá strákum
og fjölmargir kaupa nú hatta til að
gefa fermingardrengjum. Nýjasta
tízkan eru hattar með mjög litlum
börðum., eins og myndin hér að
neðan sýnir.