Fálkinn - 03.05.1961, Side 15
nema kannski fara í bíó. Óhjákvæmileg-
ur fylgifiskur göturöltsins og sjoppu-
rápsins er áfengið, og flest afbrot ungl-
inga standa í sambandi við áfengis-
neyzlu, líkt og hver lögreglumaður get-
ur tjáð þeim, sem um það efast.
Nú er það einu sinni svo, að þessir
14—18 ára unglingar, bera þó það mikla
virðingu fyrir foreldrum sínum, að þeir
dirfast ekki að neyta áfengis í heima-
húsum, og ef eitthvað er aðhafst með
það fyrir augum að halda þessum ungl-
ingum inni á heimilunum á síðkvöldum,
mundi trúlega draga úr næturgöltrinu á
götum bæjarins, og áfengisneyzla ungl-
inga minnka. Hér gæti sjónvarpið átt
drjúgan þátt. Hitt er svo annað mál, að
hvað sem allar siðferðisnefndir segja,
þá er ekki hægt að halda unglingum
Reykjavíkur fyrir framan sjónvarps-
tæki á heimilum sínum með því að
sýna fræðslumyndir um mannkynssögu
o. s. frv. Skemmtiefnið má ekki afrækja,
og það þarf víðsýna menn til þess að
stjórna hinu íslenzka sjónvarpi þegar
þar að kemur.
Afbrot unglinga aukast, ef þeim eru
sýndar spennandi sakamála-, skemmti-
og ævintýramyndir, segja siðferðispost-
ularnir. En gaman væri að fá einhverja
,,statistík“ um það, hvort sé líklegra til
að ala á afbrotum unglinga, sakamála-
myndir í sjónvarpi eða sjoppuráp og á-
fengisþamb á síðkvöldum. Sú ,,statistík“
mundi trúlega fara á einn veg, enda er
það reynsla t. d. Breta, að afbrot ungl-
inga stórminnkuðu, er sjónvarpið tók
til starfa þar í landi.
Ekki hægt að byggja
eingöngu á innlendu efni.
Menn ræða á opinberum vettvangi
um að hið íslenzka sjónvarp verði að
flytja sem mest af innlendu efni ýmiss
konar, leikrit, fréttir, sjónvarp frá í-
þróttamótum, ýmsa þætti o. s. frv. En
enginn virðist gera sér ljóst hversu
geysilega dýrt það yrði að sjónvarpa
slíku efni. Til þess þarf m. a. svonefnd
hefur
með grein þessari
umræður um
sjónvarp á ís-
iandi.
Hvert er álit yðar
á því máii?
Sendið okkur iínu.
Video-Tape segulbandstæki, en það eru
nánast segulbandstæki, sem ekki taka
aðeins upp tón og tal, heldur einnig
myndir. Sá er þó galli á gjöf Njarðar
varðandi þessi tæki, að þau kosta 75
þúsund dollara, eða um þrjár milljón-
ir íslenzkra króna, og nota verður sama
upptökutækið til þess að sýna segul-
bandið, þannig að nýting þess er ekki
nema 50%. Þessu fylgja þó þeir kostir
að hægt er að sjónvarpa efninu, þegar
eftir upptöku, og ekki þarf að bíða
framköllunar, eins og er um kvikmynd-
ir. Framleiðslukostnaður sjónvarps-
þátta er gífurlegur, og má þar til nefna
að klukkutíma sjónvarpsþáttur kostar
um 80—90 þúsund dollara vestan hafs,
eða 3—4 milljónir króna. Það segir sig
sjálft, að íslenzkt sjónvarp gæti aldrei
staðið undir slíku. Þá er þess að geta, að
sjónvarpsvélarnar sjálfar eru mjög
dýrar í innkaupi og rekstri, og loks má
minnast á að sjónvarpssendingin sjálf er
skammdræg, þannig að ef sjónvarpa á
frá einni stöð um allt landið, líkt og
flestir álíta að beri að gera, verður að
setja upp endurvarpsstöðvar á annan
hvern fjallstind um land allt.
Litlar, sjálfstæðar stöðvar.
í vetur var hér á ferð bandarískur
maður, Harry Engel að nafni, og vildi
lána íslendingum fé til þess að koma
upp sjónvarpi. Hann benti réttilega á,
að vegna kostnaðar væri ógerningur að
sjónvarpa frá einni lykilstöð með end-
urvarpi. Hagkvæmast væri að reisa litl-
ar stöðvar á heppilegum stöðum, og
yrðu þær sjálfstæðar að nokkru leyti.
Sjónvarpsefnið, á filmum, yrði síðan
sent á milli þessara stöðva, þannig að
þær sýndu ekki allar sama efnið sam-
tímis. Vildi Engel fyrst láta reisa litla
stöð fyrir Reykjavík og nágrenni, og
FALKINN 15
FÁLKINN