Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 25
■
mAs iW ,V«W * iV*
ímí4M** .
r#;
PEYSA Á BÚNDANN
Efni: Nál. 500 g kóngablátt og 250 g hvítt, fjór-
þætt ullargarn. Prjónar nr. 3 og 3V2. 14 lykkjur og
14 umferðir eru 5 cm.
Bakið: Fitjið upp 120 1. á prj. nr. 3 með bláu garni
og prjónið 3 cm breiða brugðninga, 1 sl. og 1 br.
Skiptið yfir á prjóna nr. 3 V2, aukið út jafnt um 18 1.
á fyrsta prjóninum, byrjið strax að prjóna mynstrið
(sjá skýringamynd). Prjónið beint, þar til stykkið
er 58 cm frá fit, fellið þá af fyrir öxl 4X10 lykkjur
hvoru megin. Prjónið 1 cm af mynstrinu með þess-
um 58 lykkjum, sem eftir eru og því næst 4 prjóna
1 sl. og 1 br. með bláu garni. Fellt af.
Framstykkið: Prjónað á sama hátt.
Ermar: Fitjið upp 60 1. á prj. nr. 3 með bláu garni
og prjónið 6 cm breiða brugðninga, 1 sl. og 1 br.
Skiptið yfir á prjóna nr. 3y2, aukið út jafnt um 20 1.
og byrjið á mynstrinu. Aukið út 1 1. hvoru megin
á 6. hverjum prj. 17 sinnum (114 1.), og þegar ermin
er 43 cm, er aukin í 1 1. á öðrum' hvorum prjón
beggja vegna 11 sinnum (136 L). Þegar ermin er
51 cm, er fellt af.
Frágangur: Saumið axlasaumana saman og hliðar-
saumana að 34 cm. Saumið ermarnar saman, og saum-
ið ermarnar við bolinn.
Skýringamynd:
X = endalykkjurnar.
O = blátt.
□ -- hvítt.
£i)clítii uin ^cl^tep/íi
Gólfteppin gera heimilin vistleg og
hlýleg, en þurfa mikla hreinsun. Þótt
þau séu ryksuguð dag hvern, þá er
nauðsynlegt á vorin að hressa dálítið
upp á þau. Og við verðum einnig að
hafa í huga mölinn, sem á ekki að fá
tækifæri til að klekjast út í hornunum.
Áður en við hreinsum teppið, er mik-
ils um vert, að allt ryk sé farið úr því.
Bezt er að koma teppinu út undir bert
loft og berja það vel. Fyrst er teppið
barið á röngunni, síðan á réttunni. Áð-
ur en það er borið inn, er það burstað
með stífum bursta bæði langsum og
þversum. Sé ló á teppinu, er að lokum
burstað með lónni. Séu ekki aðstæður
til að koma teppinu út, er það ryksug-
að bæði á réttunni og röngunni.
Við hreinsunina er ýmist hægt að
nota salmiakblöndu eða sápufroðu af
þvottalegi, sem freyðir vel og myndar
stöðuga froðu. Sé t. d. notað þvol eða
annar íslenzkur lögur, er hæfilegt að
hafa styrkleika upplausnarinnar 1 á
móti 5—10 hlutum af vatn. Þeytið í
upplausninni þar til myndast þétt froða,
líkust eggjahvítu. En það er froðan, sem
við æflum að nota. Sé notað salmiak,
er hlutfallið 1 á móti 2 af vatni. Ef
froða er notuð, er hún borin á, síðan
þurrkuð af með harðundnum, ylvolgum,
hreinum klút, þess gætt að bleyta tepp-
ið sem minnst, og að lokum er þurrk-
að yfir með þurrum klút. Sé salmiak
notað, er fyrst nuddað yfir með þeirri
blöndu, síðan eins og fyrr segir. Athug-
ið, að skola vel öll óhreinindi úr klút-
unum og skipta nógu oft um skolvatn.
Sé kögur á teppinu, er það einnig
hreinsað.
Þess skal að lokum gætt, að ganga
ekki á teppinu, fyrr en það er orðið
þurrt.
Á sama hátt er hægt að lífga upp
á flest ullaráklæði.