Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 31
Gandreið - Frh. al bls. 17 og notaði öll ráð til þess að auka ríki sitt. Síra Sigurður Jónsson í Presthólum lýsir þessu mjög vel í Hugvekjusálm- um sínum. í muninn legur lýgi hann( ljóta hugsun í hjartans rann, sérhvern lim manns til syndar dró, sauruga drauma oft tilbjó, óþreyttur fremur svika starf. Þó var staður, sem Satan komst ekki til, en það var ljóshiminninn. En hins vegar átti hann afdrep, þar sem hann réði algjörlega ríkjum, en það var inn- an í jörðinni. Þar hét Helvíti. Þar var algjörr andstæða þess sem var í ljós- himninum, því í Helvíti var eilíft myrk- ur, en þó eldur, þar sem fordæmdir áttu að brennast og stikna eilíflega, án þess að eyðast. Allt hið illa í heiminum var frá Djöfl- inum. Hann var mjög slyngur við að fá fólk til að þjóna sér og fremja alls konar skemmdar og illsku verka. Hann gat látið púka sína fremja óvenjulega hluti, kraftaverk, sem að vísu hétu ekki því nafni, heldur voru nefnd galdrar, og voru hámark þess, sem verst var. Af þessari stefnu upphófust galdraofsókn- ir, sem urðu brátt almennar í öllum löndum siðaskiptanna. Djöfullinn og árar hans gengu ljósum loga um jörð- ina, og fólkið fylltist ótta og amasýki. Jón biskup Vídalín lýsir valdi Djöfuls- ins þannig: „Hann hrifsar orðið burt úr mannanna hjörtum, hann útsendir sína illsku anda um loftið við hverja Guðs börn hafa að berjast." Þessi heimsmynd heittrúarstefnunnar kemur skýr og hrein fram í ritum lærð- ustu klerka 17. aldar hér á landi. En sérstaklega í ritum síra Jóns Daðason- ar, Gandreið, og riti síra Páls Björns- sonar í Selárdal. Einnig kemur hún víða fram í sálmakveðskap presta og leik- manna. Jón Guðmundsson lærði var einnig vel að sér í þessum fræðum, þó að hann blandi fræði sín mjög. af þjóð- legum fróðleik. Með galdratrúnni hér á landi endurlífgaðist trú alþýðu á ýmis- legt fornt, drauga, álfa, ýmiss konar vætti og undraverur í vötnum, ám og jafnvel í sjónum. Einnig á ýmiss konar hindurvitni, sem fávís alþýða hélt vera galdur og töfra. Þetta kemur greinilega fram í ritum 17. aldar manna. Síra Páll í Selárdal varð mikill áróð- ursmaður um galdraofsóknir á Vest- fjörðum, og varð talsvert ágengt. Síra Jón í Arnarbæli gerði einnig tilraunir til að koma þeim á í sókn sinni, sem bráðlega verður vikið að. 5. Síra Jón í Arnarbæli hefur víða leit- að fanga til bókar sinnar, Gandreiðar. Hann byggir mjög á erlendum ritum. Líklegt er, að hann hafi átt talsvert af bókum. En jafnframt hefur hann feng- ið lánaðar bækur. Árið 1664 fékk hann lánað rit í tveim bindum hjá Brynjólfi biskupi Sveinssyni í Skálholti. Metur biskup ritið á 16 ríkisdali. Bendir það til, að biskupi hafi þótt vissara, að fá samþykkt prests fyrr verði bóka fyrir fram, og hefur eflaust stafað af því, að Arnarbælisprestur hefur verið búinn að fá bækur áður að láni hjá biskupi og verið seinn til skila þeim, því að jafn- framt tekur síra Halldór Daðason í Hruna, hálfbróðir síra Jóns, ábyrgð á að þeim sé skilað fyrir næsta vor. Margt er furðulegt og smekklaust í Gandreið síra Jóns Daðasonar. Tek ég hér nokkur sýnishorn til fróðleiks og skemmtunar. Eru þau áður prentuð í Landfræðisögu Þorvaldar Thoroddsen. Um ísland segir síra Jón: „ísland reiknast liggja og lafa á norð- anverðum vesturhölluðum jarðarhnetti í 7. climate og 14. paralelo, 80 mílur í norðvestur frá Færeyjum, 160 mílur frá Danmörku og sé sunnanvert í latitutine af æquatore undir 64 Vi grandus. Það þykir líklegast að sé uppflostnað úr sjó af jarðeldi og er haldið 60 mílur að lengd, en 30 mílur að breidd, næsta svo stórt sem írland. Gemma Frisíus annál- ar fslands undur, jökla, jarðelda, gjós- andi hveri, ölkeldur, hafís, auðnir og ó- byggðir, þar með banvænna brunna og brennisteins nægtir, hrósar þá lands- mönnum fyrir hörpuslátt, en doctor Wormius prísar incolas mest fyrir rit, rúnavit og históríuhyggindi. Abraham Ortelius reiknar á íslandi tvo biskup- stóla, 8 klaustur, 329 kirkjur, og lands- menn hafi fjöll fyrir staði, vatnsbrunna fyrir sælgæti, prísandi þó það þar tal- ist og prentist en gamal cimbriska, góða gotiska, máske eitt það elzta tungumál frá Babel, eftir meining meistarans Jo- hannis Goropii Becani, er í öndverðu kallaðist alemanice lingva, sem Óðinn með ásum úr Asía innfærði í Europam." „ísland písla tveir mótstæðir ósigr- andi óvinir, eldur og ís, með sjóðheitt og sárkalt, og eru i veru aur og afstreymi allra byggða landa, mestallt óbyggðir og eyðisandar, graslaus fjöll og gagn- lausir jöklar, blásnir mosar og bruna- hraun, uppsprungin af ógnarlegum jarð- eldi, nema lítið byggðarlag með sjósíð- unni, hafandi hvorki rannsakanlega mineralia né metalla fullkomlega, nema aðeins soraðar species, nokkra semimet- alla, enva eðalsteina utan uppflosnaða aschites, fáar perlutegundir, hvorki mynt né múr, engin steinkol, engan colur með fullum farfa, engvar eikur né epli, enva stórskóga, nema ramm- bogið birki og nokkrar hríslur af víðir, reynivið og einir, engin blómstur eða náttúruieg aldini nema ber og lauk, engvar plöntur nema angelica og rapa, hvorki korn né vín, hör né lín, nema lítið melabygg, engin villudýr fyrir ut- an búfénaðinn, naut, sauði, geitfé og hesta, nema mús og kött, rakka og ref, fátt kyn landfugla nema sumarfugla, lunda og æður til gagnsmuna, langvíu, svartbak og máfa.“ „Þeir spönsku og þýzku compassar hlýða ekki þessu lofti á slíku hallendi jarðríkiss, hvar fyrir orsakast röng dag- mörk .. . sum vötn eru góð og heilsu- samleg, sum vond, sum eru heiðin her- bergi nikra, vatnsdrauga og illra anda, nokkur bölvuð og gagnslaus, einungis hús hornsíla, hrökkála, orma og eitraðra öfugugga, sum eru banvæn af brenni- steini í hvörjum ætir fiskar deyja, og þykir líkast margt misjafnt muni ei síður innvortis en útvortis í jörðinni tímgvast og til vera. Af slíkum rökum glascerast jörðin af ofurhita kringum brunnvötn undirdjúpsins, og gjörir þeim þröngvan útgang og andarteppu, hvar af orsakast gjósandi hverir, sam- anrunnir sandsteinar og marglitur leir og móar, sem tekst og tíðkast breyti- lega.“ „Blómsturin prísast helzt og bezt, sem hæst vaxa í háfjöllum og sólin skrælir og loftið kælir, veðurin mest hrekja og skekja, og takist í hreinviðri á nætur fyrir sólaruppkomu með fullu tungli, meinar Paracelsus." Meðal dýra telur hann: „býflugu, dreka, grashoppu og flæðarmús." Um farfugla segir síra Jón: „Sumir fuglar flýja í önnur lönd, æðurin, lundinn og tjaldurinn í Bar- bariam, margæs, grágæs, helsingjar i England og Frankaríki, spóinn, jarðrek- an, stelkurinn og lóan í Orkneyjar, svalan í sjóinn, andarfuglar í vötnin.“ Um örnina segir hann: „Örnin kölluð fuglakongur og keisaramerki, það er haldið að hún verði 100 ára og kasti ellibelgnum, sé frí fyrir öllum elding- um og reiðarslögum, beri lausnarstein í hreiður sitt nær hún vill egg eiga, fljúgi fugla hæst og sjái skarpast, prófi sína unga að sjá í sólina, hún skal for- spá fyrir að vita hrævonir verða (Matt. 24) og er mjög heilnæm til lækninga, af henni eru margar líkingar dregnar í heilagri ritningu (Exod. 19). Jehóva ber ísrael á amarvængjum (Deut. 32). Örnin ber á sínum vængjum sína unga. Það er víst, örnin sem aðrir fuglar fellir fjaðrir, krabbinn skáhr, slangan húðir, dýrin hárin, þó yngist engin skepna upp aftur eða kastar ellibelgn- um og þó örnin allra sízt.“ Meðal fiska telur síra Jón öll sjódýr t. d. öðu, krabba, brimbút, ígul, seli, miðgarðs- orm o. fl. Þessi sýnishorn læt ég nægja úr Gandreið. Þau sýna vel hugsunarhátt og lærdóm lærðra manna hér á landi á 17. öld, hjátrú og hindurvitni og dæma fáa rýrð og dómgreindarleysi. Þegar bókhnísið fólk komst í slík rit og hafði allt, sem þar var fyrir satt og fékk aðra á sitt mál, var eðlilegt að uppskeran yrði harla einkennileg, að því verður betur vikið síðar. Framhald. f'á'lkinn 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.