Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 7

Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 7
Léleg þjónusta. . . . Varla get ég sagt að ég sé mikill íþróttamaður, en mér þykir gaman svona endrum og eins að bregða mér út und- ir bert loft, einkum á veturna, og fara á skíði. Nú stóð svo á, að mig langaði óskaplega til þess að bregða mér á skíði. Ég fer með nokkrum félögum mínum sem leið liggur upp í Skiðaskálann í Hveradölum. Dveljumst við þar og rennum okkur. Er líða tók á kvöldið fannst okkur óþarfi að fara nokkuð í bæinn, svo að við föluðumst eftir gistingu þarna. Jú, hana fengum við. En her- bergið, sem við fengum, var uppi á hanabjálka. Ég efast ekki um, að herbergi þetta sé ágætt á sumrin og þjóni vel tilgangi sínum fyrir ferða- menn, því að þar er útsýni dá- fagurt. En á veturna er her- bergi þetta fyrir neðan allar hellur, því að þar er enginn ofn og var okkur félögunum svo kalt um nóttina, að við sváfum varla dúr. Fyrir koj- una urðum við svo að borga 35 krónur, en í þeim var þunn ábreiða og ómerkileg hálm- dýna. Sem íþróttamönnum ein- um sæmir vorum við á fótum mjög árla og ætluðum þá að fá okkur hressingu. En þessir prýðisgóðu gestgjafar létu ekki sjá sig fyrr en kl. hálf ellefu. Var sú framkoma eftir öllu öðru þarna í skálanum, því að þar voru slökkt öll Ijós kl. 1 um nóttina og öllu sam- an lokað. Ég held, að Skíðafé- lag Reykjavíkur hafi ekki neinn ágóða af því, að hafa skálann svo illa og skammar- lega rekinn, og ætti stjórn þess að athuga sinn gang áður en þeir láta gestgjafa, ef gest- gjafar geta kallazt, bjóða mönnum upp á slíka þjónustu. Virðingarfyllst, Á. G. Svar: Okkur þykir þetta mjög leitt, en vonandi er, að Skíða- skálinn í Hveradölum veiti betri þjónustu hér eftir. Morgunmatur. . . . Ég hef veitt því eftir- tekt, að íslendingar margir hverjir hafa það fyrir sið að fá sér bara svart kaffi á morgnana í stað þess að fá sér góðan og nærandi morgun- mat. Mér finnst, að fólk eigi, áður en það fer í vinnu eða skóla, að fá sér til dæmis hafragraut. Hann mætti vera með súru slátri. Það er bezti matur, sem ég fæ og ég hygg að svo sé um fleiri. Það er hörmulegt að sjá fólk engjast sundur og saman í hungri þessa fjóra tíma, sem það á eftir í mat. Jafnvel kaffi með brauði gerir ekkert gagn, það er hafragrauturinn, sem blíf- ur. Matmaður. Gamall árgangur. Eins og yður rekur minni til, skrifaði ég á dögunum eitt „ágætt“ bréf, sem birt var í blaðinu, að undanteknum fá- einuni sannleikskornum, sem þið létuð niður falla. — Tilefni fyrirspurnarinnar um eldri blöð er það, að ég fann frá mínum ungdómsárum árgang 1947 og virðist börnunum mín- um þetta hreinasta gullnáma, svo að mér datt í hug að verða mér út um meira. (Það forð- ar manni kannski frá Evu, Amor og Nýju úrvali um stundarsakir). En ég gáði ekki að því að kynna mér verðið. Ég get tæplega farið að kosta til þess fleiri hundruðum króna. En ef blöðin verða ekki seld yfir það, sem þau kostuðu upphaflega, þá langar mig til þess að fá senda árgangana frá 1941 og ’42 .... Ég sendi svo beztu þakkir íyrií blaðið eins og það er núna .... J. S., Akureyri. Svar: Við viljum benda bréfritur- um á, að við áskiljum okkur rétt til að fella hvað sem er úr bréfum þeirra, jafnvel þótt sannleikskorn séu, því stund- um má satt kyrrt liggja. Hins vegar geta bréfritarar óskað þess, að bréf þeirra verði ekki birt, og munum við þá verða við þeim óskum. Hvað verðinu á gömlu ár- göngunum viðvíkur, munum við selja hvern um sig á 100 kr. Ef þér hafið áhuga á kaup- um, þá látið okkur vita. Svar til M. J., Norðurfirði. Ráðningar við getrauninni: „Hvar hefurðu komið?“ birt- ust i blaðinu, sem út kom 28. júní 1961. Verðlaunin hlaut Svala Kristjánsdóttir, Baldurs- götu 9, Reykjavík, fékk hún hringferð í kringum landið að launum. Blöðin verða send mjög bráðlega. Aukið fegurð augnanna með Kurlash augnsnyrti- vörum Kurlash er 30 ára framleiðslufirma aðeins í augnsnyrtivörum. Gefið augum yðar nýjan töfrandi blæ með Kurlash augnsnyrtivörum. ♦ KURLASH ^ Fæst í snyrtivöruverzluE^um ♦ Heildsölub.: H. A. TULIftllUS FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.