Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 4
Töfrar Trúðar og leikarar hafa að undanförnu verið tíðir geslir í Lundúnum og sýnt þar allar þær listir, sem þeir hafa kunn- að. Þar hafa kanínur sprottið úr pípuhöttum og margt annað gerzt, sem ekki tekur að nefna. Við miðdegisverðarborð eitt voru aðeins bornir fram mjög kryddaðir réttir, en til voru þeir, sem ekki sveið í hálsinn. Til að mynda hún Yasmin, sem þið sjáið hérna á myndinni. En hún er eldgleypir. Jafnvel hin vel þjálfuðu hraustmenni hugsuðu sig tvisvar um, áður en þeir fengu sér bita. En Yasmin er eldinum vön, og lætur sig það engu skipta, þótt hún brenni sig í hálsinum. Skozk ást Vinur Dugalds tók eftir því, að Dugald hjólaði niður stræt- ið á kvenhjóli. — Hvernig stendur á þessu? spurði hann Dugald. — Nú skaltu heyra, sagði Dugald. — Ég fór í skemmti- göngu með Möggu eitt kvöldið, og þegar við komum á af- vikinn og myrltan stað, sagði hún: — Ég elska þig, Dugald; ég clska þig svo mikið, að ég vil gefa þér, hvað sem þú vilt. Þegar ég hafði hugsað mig um svolitla stund, valdi ég hjól- ið hennar. Brynjur 1 Róm er að finna einkenni- legasta iðnað í heimi; bar eru framleiddar gamlar brynjur. Að vísu eru þetta ekki brynjur eins og þær voru á tímum kross- ferðanna með tilheyrandi útflúri og skreytingum. en viðskipta- vinirnir eru Ameríkumenn, sem fara fullir stolts heim með brynjur sniðnar eftir máli. 4 FÁLKINN Hinn duglegi blaða- fulltrúi Kennedys forseta, Pierre Sal- inger, þarf á stund- um að gefa blöðun- um yfirlýsingar um annað en ástandið í heimsmálunum þá og þá stundina. Hann verður að gæta þess, að ekki hiðminnsta hneyksli komi fyrir innan fjölskyldu forsetans. Þannig var það, að slúðurfréttaritarar höíðu dreift þeirri fregn víðsvegar um landið, að hin glæsilega Jacqueline Kennedy hefði dans- að hálfa nótt hinn illræmda twistdans á næt- urklúbb í Forat Lauderdale. Og fréttin var að sjálfsögðu staðfest af eigendum klúbbsins, sem voru í sjöunda himni yfir, að klúbbnum hlotnaðist þessi heiður. En fréttin vakti almenna gremju: Hvernig í ósköpunum gat Jacqueline dottið slík ósvinna í hug einmitt á þeirri stundu, þegar tengda- faðir hennar var alvarlega veikur? Til allrar hamingju gat hinn ötuli Salinger sent skorinorð mótmæli gegn þessari fregn og samtímis varð næturklúbburinn að senda auðmjúka afsökun. Það hafði alls ekki verið um Jacqueline að ræða, heldur hafði ung stúlka að nafni Stephanie Laye Javits dansað twist þessa um- ræddu nótt, en þessi stúlka líkist mjög for- setafrúnni. En Stephanie fellur þetta líka mjög illa. — En hvað á ég að gera, segir hún. Ég reyni ekkert til þess að líkjast forsetafrúnni. Og mér finnst engin ástæða til þess að reyna að breyta einhverju í útliti mínu þess vegna. Og Stephanie heldur áfram að dansa twist, en heiðri Jacqueline er borgið. ★ Eisenhower, fyrr- um forseti, er farinn að bera skamm- byssu á sér. Það er í fyrsta skipti síðan hann lét af yfir- stjórn Nato. Fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna getur nefnilega ekki gert kröfu til þess, að hann sé verndað- ur af leyniþjónustunni, eins og forsetinn er á meðan hann er við völd. Ike heldur því fram, að það sé mjög skynsamlegt af sér að bera byssu til varnar, ef svo skyldi fara, að geðveikir ofstækismenn réðust á hann. Þess má geta, að Eisenhower er afbragðs skytta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.