Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 6

Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 6
PANDA DG LANDKDNNUÐURINN MIKLI Gúmmíbáturinn fylltist nú óðum, eftir að lögfræðing- urinn hafði tekið Aloysius frænda á brott með sér. Landkönnuðurinn jós og jós til þess að halda fleytunni á floti. „Ég held, að ég hafi fundið lausnina,“ hrópaði hann skyndilega. „Seztu í gatið, þá ætti lekinn að stöðvast.“ Og Panda settist í gatið, en hann var síður en svo hrifinn af þessari nýju stöðu og hann hefði ekki verið hrifnari, ef honum hefði verið litið niður í vatnið. Risastór hvalur, sem synti þarna framhjá, kom auga á rassinn á Panda, sem stóð niður úr botni bátsins. Og hvalurinn var hungraður ... Allt í einu stökk Panda upp. „Hjálp,“ hrópaði hann, „það var hvalur, sem ætlaði að éta mig.“ „Hvalur? Ágætt,“ sagði landkönnuðurinn og lét sér hvergi bilt verða. „Það var einmitt það, sem við þörfnuðust." Og hann var fljótur að festa höfuð hvalsins í botnin- um og hinn hræddi hvalur synti eins hratt og hann gat og auðvitað fylgdi gúmmíbáturinn honum. „Eins og þú sérð,“ sagði landkönnuðurinn, „kemur hvalur að nákvæmlega sama gagni og gufuvél.“ En Panda mátti ekkert vera að því að hlusta á vísindalegar út- skýringar, því að hann var með allan hugann við að halda sér. Enda þótt hvalurinn keyrði bátinn áfram með miklum hraða, fóru þeir í eintóma hringi. „Við komumst ekk- ert áfram með þessu,“ hrópaði Panda. „Við þurfum að stjórna hvalnum.“ „Það er mjög einfalt,“ svaraði félagi hans. „í slíkum málum notum við landkönnuðir þessa aðferð.“ Og hann náði í flugfisk í hattinn sinn og hélt honum fyrir framan hvalinn. Og þar sem hvalurinn var mjög soltinn, gein hann við fiskinum og synti með miklum krafti beint áfram. „Þetta er rétta leiðin til þess að fá hval til þess að synda beint,“ sagði landkönnuðurinn og brosti. „Ég vona, að þú kunnir líka ráð til þess að stöðva hann á réttp augna- bliki,“ svaraði Panda hræddur. Og ótti hans var ekki ástæðulaus, því að hvalurinn stefndi með fullum hraða beint á hvassa kletta. 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.