Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 28

Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 28
Það var þegar farið að kvis- ast út meðal hirðarinnar, að Struensee væri elskhugi drottningarinnar. En þessi orðrómur hafði ekki við rök að styðjast, — ekki fyrr en vorið 1770. Og þá varð sam- band drottningar og líflæknis- ins allt öðru vísi en fólkið við hirðina áleit. Áður en þetta gerðist höfðu þau af ungæðis- skap og til þess að erta hirð- ina daðrað hvort við annað fyrir opnura tjöldum. En þeg- ar Struensee hafði í fyrsta sinn hvílt heila nótt í örmum drottningar og fundið hina sterku ástarþrá hennar, þrá, sem konungurinn hafði aldrei getað svalað, þá urðu þau strax varkárari. Leikur þeirra var allt í einu orðinn að fyllstu alvöru. Það var drottningin, sem játaði Struensee ást sína. Það gerðist er hún dansaði við hann á grímuballi í höllinni. í dansinum sagði hún honum hug sinn allan og fullvissaði hann um, að hann hefði sigr- að hjarta hennar, og hún mundi verða hans um tíma og eilífð. Það hafði aldrei hvarflað að Struensee að gera tilkall til hennar hátignar. Allt' frá fyrstu stundu til hinnar síð- ustu í samlífi þeirra var hún í hans augum hennar hátign drottningin. Þau hændust ó- sjálfrátt hvort að öðru og síð- an jókst ást þeirra smátt og smátt. Þau voru eins og sköpuð hvort fyrir annað, og það var eins og for- lögin hefðu leitt þau saman viljandi. — Ást þeirra var í fyllsta máta gagnkvæm, jafnt andlega sem líkamlega Ein- mitt þess vegna var þetta allt svo erfitt og flókið viðureign- ar. Hér var ekki um að ræða tilviljunarkennt ástarævintýr, sem mundi ljúka jafnskjótt og það hófst. Drottningin lifði sína fyrstu og einu ást. Hún elskaði Struensee og ást henn- ar átti sér hvorki takmörk né hindranir . . . Nokkru seinna var Struen- see gerður að konferensráði, og það styrkti til muna að- stöðu hans við hirðina. En Struensee vanrækti ekki em- bættisskyldur sínar gagnvart hans hátign. Hann gætti full- komlega heilsu konungsins eins og fyrr, enda þótt hann væri ekki lengur opinber líf- læknir hans, og sýndi konung- inum alla þá umhyggju og lög- hlýðni sem hann þarfnaðist og átti heimtingu á. Þegar and- leg heilsa hans hátignar var í góðu lagi átti hann langar og áhrifaríkar samræður við Struensee konferensráð, sem gerði allt sem í hans valdi stóð til að hafa heilbrigð og jákvæð áhrif á konunginn. Þessi erfiða aðstaða Struen- see sem ráðgjafi konungs ann- ars vegar og elskhugi drottn- ingar hins vegar, olli honum miklu sálarstríði og var nán- ast rothögg á hugsjónir hans og skoðanir, sem beindust all- ar í átt til mannúðar og rétt- lætis. Strax og Struensee kom til hirðarinnar opnuðust augu hans fyrir hinni botnlausu spillingu og óréttlæti, sem þar ríkti. Allt þetta var í hrópandi andstöðu við skoðanir hans og hugsjónir. Honum varð strax ljóst, að gagnger bylting var nauðsynleg, ef ekki átti illa að fara, og þær breytingar til bóta, sem konungur lét síðar gera, voru allar runnar frá rót- um Struensee. Hinn 30. júlí barst skipun til hirðarinnar í Kaupmanna- höfn frá hans hátign, konung- inum, sem dvaldist um þess- ar mundir í Slesvig. Skipunin vakti gífurlega athygli. Hún var á þá leið, að Holck greifi væri fallinn í „dýpstu ónáð“, hefði verið sviptur öllum em- bættum og skipað að hverfa hið snarasta frá Kaupmanna- höfn. Sama dag gerðist einnig annar eftirtektarverður at- burður. „Mylady“ fékk áheyrn hjá konunginum í Slésvig og fékk staðfestingu á ár- legum launum, sem námu hvorki meira né minna en fimm hundruð ríkisdölum. Mikill ótti og örvænting greip um sig við hirðina, því að nú var sýnt, að smátt og smátt átti að reyna að grafast fyrir meinið og uppræta spillihg- una. Svo mikil var örvænting- in við hirðina, að gerð var al- varleg tilraun til þess að kveikja í Christianborgarhöll. Hættulega eldfim efni fundust og höfðu þau verið sett á staði, þar sem auðveldlega gat kviknað í þeim. Þau voru þeg- ar farin að loga, þegar íkveikj- an komst upp. Ekki reyndist mögulegt að hafa upp á þeim, sem þarna voru að verki, en talið öruggt, að sökudólgarnir væru úr hópi hirðfólksins. 4. september voru sendar út tvær mikilvægar ráðuneyt- isskipanir: Allri ritskoðun skyldi hætt og fullt prent- frelsi ganga í gildi. Þessi á- kvörðun vakti mikla athygli um alla Evrópu og var ákaft fagnað af öllum, sem unnu frelsi og framförum. Hin skip- unin var algert bann við allri spillingu í sambandi við opin- berar stöðuveitingar. Hæfni manna skyldi ein ráða í þeim efnum. 15. september gerð- ist enn atburður, sem vakti almenna athygli. Sjálfum Bernstoff greifa, sem hafði haft öll völd í sínum höndum, var vikið frá formennsku í ráðuneyti konungsins. — Nú magnaðist um helming óttinn meðal hirðfólksins og aðalsins. Við hirðina og meðal almenn- ings gengu hinar megnustu gróusögur. Rógberarnir með- al hirðarinnar og í hópi þeirra, sem öðlazt höfðu embætti og önnur forréttingi á óheiðarleg- Þegar andleg heilsa konungs var í góðu lagi, ræddi hann löngum við Struensee ráðgjafa sinn og kom í kring geysimörgum þjóðfélagsbótum fyrir hans tilstilli.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.