Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 24

Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 24
Gabriela Holthuys var sannfærð um, að allir í vígsluherberginu virtu hana fyrir sér með óróa og undrun. Borgar- fógetinn með kringluleita andlitið tók óstyrkum höndum gleraugun af sér, fægði þau og setti síðan aftur á nefið. — Fröken Holthuys, sagði hann skyndilega. — Er yður illt? Eigum við að fresta vígslunni ofurlitla stund. — Nei .... Gabriela var enn ringluð, en hún fann sterka hönd Julians styðja sig. — Getum við haldið áfram? — Já. Borgarfógetinn ræskti sig og hélt á- fram. — Vilt Þú .... Gabriela svaraði svo að varla heyrð- ist: — Já. Þau voru gift. í sömu svipan fannst henni eins og skuggarnir umhverfis hana hyrfu. Hún fann, að hún stóð aftur föstum fótum. Hugsunin um Albert og óttinn við fram- tíðina .... allt var þetta á bak og burt. Hún leit brosandi í augu Julians. Ham- ingjustraurnur fór um hana. Þennan mann elskaði hún svo sannarlega. — Get ég fengið undirskriftirnar? Það heyrðist braka í pennanum um leið og þau skrifuðu nöfn sín. Nú var þessari síðustu hindrun rutt úr vegi. Nokkrum mínútum síðar kom herra og frú Brandt út úr ráðhúsinu og stigu upp í bifreið, sem beið þeirra fyrir utan. Sólin var tekin að skína. . . . Það var orðið heitt í veðri og blómin á torginu fyrir utan ráðhúsið skörtuðu öllum regnbogans litum. Inni í bílnum þrýsti Gabriela sér upp að Julian. Hann gat heyrt hjartslátt hennar. — Ertu hamingjusöm? hvíslaði hann. Og hún kinkaði kolli án þess að geta komið upp nokkru orði. í Bursagasse stóðu margir gluggar upp á gátt. — íbúar götunnar reyndu allt sem þeir gátu til þess að sjá hið nývígða brúðarpar. — Julian gat greinilega heyrt athugasemdirnar: Að hugsa sér að hann skuli hafa gifzt henni! Hún, sem hafði svo slæmt orð á sér! Hvað verður nú um Bettinu Brandt? Það er jú hún, sem á bæði apótekið og húsið! En Julian varpaði frá sér öllum slík- um hugsunum. Bíllinn með brúðhjónunum stanzaði fyrir utan apótekið. Julian hjálpaði Gabrielu út úr bifreiðinni. Hún gekk 24 FÁLKINN upp tröppurnar og hélt sér rígfast í handlegg Julians. Við dyrnar sneri hann sér að henni og kyssti hana. — Velkomin heim, litla apótekara- frúin mín, hvíslaði hann. Allar hillurnar í apótekinu voru blómum skreyttar. Afgreiðslustúlkurn- ar stóðu með blómvendi til þess að óska þeim til hamingju. Og Bösinger stam- aði nokkurs konar ræðu til heiðurs brúðhjónunum. Og svo kpmu gestirnir, bæði þeir sem höfðu verið í ráðhúsinu og þeir sem höfðu komið á eftir til móttökunn- ar. Lágar hláturhviður heyrðust og hvarvetna blöstu við augu full eftir- væntingar .... Gestirnir skoðuðu hina ungu brúði í krók og kring og menn viðurkenndu sín á milli, að hún væri mjög falleg. En fyrst og fremst skimuðu gestirnir eftir öðrum íbúum þessa húss. Hvar voru börnin? Og Minna? Nú kom Cecilia Eckert fram á sjónar- sviðið. Jæja, þar var þó kominn einn meðlimur fjölskyldunnar! Hún faðm- aði Gabrielu að sér. Síðan var haldið upp í íbúðina. sem var fagurlega skreytt. Loks þegar gestirnir höfðu safnast saman í stóru forstofunni, kom Wolf- gang. Hann kom æðandi niður stigann, rétt eins og hann hefði sofið yfir sig. Hann, leit skjótt yfir gestahópinn og heilsaði. Julian leiddi brúði sína inn í svefn- herbergið. Hann kyssti hana. Langa hríð stóðu þau í þéttum faðmlögum. Hvorugt sagði nokkuð. Orð voru óþörf á þessari stundu. ...... Við hliðina á rúmi hennar, stóð stóra fatakoffortið, sem hún hafði sent frá hótelinu aðei'ns fáeinum tímum áður. Gabriela leit á það. — Heldurðu að Minna vildi hjálpa mér að taka upp úr því? Julian varð hugsi. í síðustu viku hafði hann og Minna háð kalt stríð sín á milli. —- Ég skal sjá hvað ég get gert, sagði hann. Hann flýtti sér út í eldhúsið. Þar stóð Minna gamla eins og venjulega og var eitthvað að sýsla. Hún sneri sér ekki við, þegar hann kom inn í eld- húsið. Skyndilega sá hann ferðatösku, og kápu sem var slengt yfir. Minna fylgdi augnaráði hans. — Systir mín í Tuttlinge er orðin veik, sagði hún. — Hún hringdi í gær. Ég lofaði að koma og hjálpa henni. Og þér bjargið yður áreiðanlega einn, þótt ég fari. Ég hef séð um að starfsfólkið frá hótelinu sé til reiðu. Auk þess eru ekki svo margir gestir ... Julian sortnaði fyrir augum. Hótelið mundi áreiðanlega sjá vel um veizluna, og hann hafði engar áhyggjur af því, þótt Minna yrði fjarverandi í nokkra daga. En .. . — Hvað eigið þér við með því, að það verði ekki margir gestir spurði hann. Minna brosti. — Hafið þér ekki séð póstinn í dag? Fjöldinn allur af afboðum. Háir staflar! Hún þurrkaði sér um hendurnar. — Ég hef lagt bréfin í vinnuherberg- ið, sagði hún. Julian Brandt stóð sem steim lostinn. Jæja. svo að fólkið hafði þakkað fyrir og neitað að koma! Og það hafði dregið fram á síðustu stundu að senda afboð, til þess að áfallið yrði enn átakanlegra fyrir hann. Þessir fyrirlitlegu smáborg- arar, sem ekki gátu unnt honum þess, að kvænast aftur. — Og í gær sendu margir afboð með því að hringja, sagði Minna! — Ég skrifaði nöfnin upp á blað og lagði listann hjá bréfunum. En Julian hlustaði ekki lengur á hana. Föstum og ákveðnum skrefum gekk hann aftur til samkvæmisins. í dyrun- um gekk hann beint í fangið á ungri og grannvaxinni stúlku, sem faðmaði hann að sér. — Ó, pabbi... Þetta var Doris. Hann kyssti hana, en hélt henni síðan frá sér og leit beint framan í hana. — Þakka þér fyrir, að þú skyldir vilja vera hér í dag, Doris, sagði hann og hraðaði sér síðan áfram. Hann fór beint inn í vinnuherbergið sitt. Það var ekki um að villast. Minna hafði sagt satt og rétt frá. Hrúga af bréfum, — svona fjörutíu til fimmtíu lágu á skrif- borðinu hans. Hann las nokkur þeirra. Alls staðar var það sama sagan: — Mér þykir það leitt, en konan mín er ekki vel heilbrigð . . . því miður . . . 'fc Hann heyrði hávaða að baki sér og sneri sér við Þarna var starfsbróðir hans frá Pfalzhaldenstrasse. Var það ímyndun hans eða var ekki fróunar- svipur á andliti hans? — Hjartanlega til hamingju! Því miður gat konan mín ekki komið vegna höfuðverks Ég vona að þú hafir hana afsakaða, kæri vinur. — Auðvitað, auðvitað . . . Eigum við ekki að fara inn til hinna?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.