Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 34

Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 34
GABRIELA Frh. af bls. 32 hún vogaði sér að ganga svona langt, hvíslaði Gabriela full örvæntingar. — Vertu róleg, vina mín. — Er það allt og sumt, sem þú hefur til málanna að leggja? Julian vætti þurrar varir sínar. — Ég vil fara héðan burt, sagði Gabriela móðursýkislega. Julian reyndi að hugsa sig um. Það var allsendis ómögulegt fyrir hann, að yfirgefa apótekið. Hann var háður tekj- um sínum og auk þess var hann nú á góðum vegi með uppgötvun sína. Hann vænti sér mikils af henni. En að sjálf- sögðu mundu þau geta brugðið sér frá Tiibingen um tíma. Herra trúr, þegar allt kom til alls, þá höfðu þau þó ráð á, að fara í ofurlitla brúðkaupsferð. Þau gætu ekið einn hring niður til Mosel. Það var eins og Gabriela læsi hugs- anir hans. —Við gætum að minnsta kosti farið burt um tíma, til þess að sækja Júrgen. Júrgen! Hvernig stóð á því, að hann hafði steingleymt honum? Júrgen, barn Gabrielu, sonur Gabrielu. Hann hafði lofað að taka drenginn til sín rétt eftir brúðkaupið. Julian stundi. Vandamálin hrönnuð- ust upp í huga hans. Mundi hann aldr- ei fá frið í sál sinni framar? — Ég skal tala við Bösinger, sagði hann. Julian lagðist við hlið Gabrielu. Vandamálin hurfu um stund og þau tóku að tala um framtíðina og gera á- ætlanir. Allt mundi verða gott að lokum. ★ En klukkutíma seinna var hversdags- leikinn aftur alls ráðandi. — Ég hef steingleymt öllum skyldum mínum, sagði Gabriela. Hún brosti þvingað. -—- Ég verð að tala við Minnu um kvöldverðinn. Hún fer að verða of sein að fara út á torgið að gera innkaup. Hún stóð upp og gekk út í eldhúsið. Minna leit ekki einu sinni við, þegar hún birtist. Og hún svaraði ekki, þegar Gabriela spurði, hvað hún hefði hugsað sér að hafa til kvöldverðar. — Heyriðru ekki hvað ég segi, Minna, sagði Gabriela. Þá fyrst svaraði Minna, en sneri sér ekki einu sinni við. — Kvöldverðurinn er þegar til reiðu. — Gott, sagði Gabriela, en varð stöð- ugt óstyrkari. — Börin borða heima í dag, er það ekki? sagði hún til þess að segja eitt- hvað. Minna skrúfaði frá heitavatnskran- anum og sagði um leið: — Þér þurfið ekki að hafa áhyggjur af börnunum framvegis. Hér eftir munu þau borða hjá móður sinni. 34 FÁLKINN Gabriela gekk að hitaskápnum og opnaði hann. — Hér eru tvö föt, annað fyrir yður og apótekarann, hitt fyrir frúna og börnin. Ég hef líka gengið frá postulín- inu. Yðar er þarna, en frúarinnar og barnanna hérna. Hún benti. — En þetta er brjálæði, sagði Gabri- ela. — Brjálæði? Minna brosti eilítið kaldhæðnislega. — Nei alls ekki. Maður verður að reyna að koma hlutunum eins haganlega fyrir og hægt er, hvað sem á gengur. Lífið verður að hafa sinn gang, þrátt fyrir allt . .. ef þér skiljið? Gabriela svaraði ekki. Minna hélt á- fram: -— Meðan ég er hér í apótekarahús- inu, getið þér spurt mig. Ég skal reyna að svara öllu, sagði hún. —• Meðan þér eruð hér í apótekara- húsinu, segið þér. Hvað eigið þér við með Því? — Ég hef hugsað mér að fara . :.. — Og á þann hátt .. Gabriela var gráti næst. Hún fór úr eldhúsinu og inn í svefnherbergið Julian stóð við gluggann og horfði yfir bæinn. — Minna ætlar að fara, Julian. Hún hafði búizt við að hann yrði æfa- reiður, en hann þagði. — Jæja, sagði hann loks. — Hún hefur skipt matnum og postu- líninu. Bróðurparturinn af því tilheyrir hér eftir Bettinu. •— Jæja? Nú sneri hann sér við. Hann var í fyllsta máta rólegur. — Við gátum ekki búizt við öðru, sagði hann og gekk út úr herberginu. Hann mætti Minnu í ganginum ■— Konan mín var að segja mér, að þér ætluðuð að fara, Minna. Minna hélt áfram vinnu sinni. — Já, það er rétt sagði hún. — Hafið þér fengið yður nokkuð ann- að starf? Minna leit beint framan í hann — Ég ætla að vinna hjá Bettinu, sagði hún . . . (Framhald í næsta blaði) LITLA SAGAN Frh. af bls. 12 lengra síðan en klukkustund að Mari- anna hafði ginnt út úr mér hundrað- krónuseðil fyrir nýjum skóm. Auk þess hafði ég ætlað mér að kaupa veiðiáhöld einmitt fyrir þennan hundr- aðkrónuseðil. Það var þörf á því að end- urnýja áhöldin. — Nei, sagði ég hiklaust. — Fæ ég þá alis ekki fimmtíu aura? — Nei, skilurðu það — Eg spurði bara. Þetta er alls ekki svo mikið. Hann gekk hálf önugur út. Ég kall- aði á hann aftur. Þú ert ekki nógu gamail til þess að Aldrei hafa jaí'nmargar lausnir borizt eins og við jólakrossgátuna, enda var hún tvöfalt stærri en venju- lega og verðlaun þrenn. Eins og venja er til, var dregið úr réttum lausnum og verðlaunin hljóta þessir: Fyrstu verðlaun (100 krónur): Sigurður Viggó Kristjánsson, Hagamel 31, Reykjavík. Önnur verðlaun (bókar- verðlaun): Sveinn Eiðsson, Borgar- nesi. Þriðju verðlaun (bókarverð- laun): Ingibjörg Hauksdóttir, Klepps- veg 6, Reykjavík. — Rétt ráðning gátunnar birtist hér að ofan. skilja, hvers vegna ég segi nei, sagði ég við hann og lagði höndina föður- lega á öxlina á honum. Ég geri það sjálfs þíns vegna, drengur minn. Ef ég gef þér peninga núna til þess að kaupá gjafir handa Jónu, er skriðan hlaupin af stað. — Hvaða skriða?/Ég sagði að hún væri miklu sniðugri en Lúna og Karl Eiríkur og . . . — Já, já, en hlauptu nú út og leiktu þér. Hann hristi höfuðið um leið og hann fór aftur út og það var eins og hann vildi segja, að pabbi væri hræðilega vitlaus. Fimm mínútum síðar þurfti ég að fara niður á götu til þess að ná í dag- blað. Upp við girðinguna stóð Benni á spánýju kvenreiðhjóli með fótbolta undir handleggnum og sleikti í ákafa spýtubr j óstsykur. — Gaf mamma þín þér peninga fyrir honum? spurði ég hann í yfirheyrslu- tón. — Nei. — Hver þá? — Jóna. Hún átti rétt áðan tuttugu og fimm aura. Ég sagði henni, að ég nennti ekki að leika mér með stelpu, nema hún gæfi mér spýtubrjóstsykur. Ég klappaði honum uppörvandi á öxlina um leið og ég gekk burt. Þrátt fyrjr allt var hann ekki glataður enn. Guði sé lof. WILLY BREINHOLST.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.