Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 9

Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 9
fer öðruvísi en ætlað er, og þetta sumar kynntist hún mann- inum, og eftir það varð hún afhuga Noregsferð. Þau höfðu búið í Hafnarfirði í fjórtán ár, vorið sem Her- dís hóf feril sinn sem ljósmyndari. Fjölskyldan hafði stækk- að ört, og þó þau væru dugleg og reglusöm, veitti ekki af aurunum, sem fengust fyrir myndirnar og þegar Guðbjart- ur kom af síldinni haustið 1932 var konan hans hún Herdís, orðin fær í allri dimmstofuvinnu; hafði eins og hann lesið sér til í erlendum bókum og tímaritum. Þau komu sér þessu næst upp mjög góðri vinnustofu í kjallaranum og þar er nú úrval góðra tækja. Guðbjartur hélt áfram að stunda sjóinn nema tíma og tíma og frúin annaðist Ijósmyndirnar. En það var eitt, sem vantaði á: Að taka myndir við ýmis tækifæri, því að fréttaljósmyndun var þá á algjöru byrjnuarstigi hér á landi og myndir af fólki varla teknar nema á myndastofum. Þegar Kristján X. konungur íslands og Danmerkur, kom hér í síðasta sinn, árið 1936, fór hann ásamt fylgdarliði sínu að Gullfossi og Geysi. Herdís fór austur ásamt fleiri Hafn- firðingum, og hafði myndavél meðferðis. Þetta var í fyrsta sinn sem hún fór til myndatöku og hefur sjálfsagt ekki bú- izt við miklum árangri. En hér fór á annan veg. Hún var svo heppin, að komast alveg að, þar sem hans hátign kon- ungurinn og Matthías þjóðminjavörður ræddust við og hóf að taká myndir. Konungi varð starsýnt á þessa bráðlaglegu konu í íslenzkum búningi, sem bar sig til eins og alvanur fréttaljósmyndari. Áhorfandi að þessu sagði síðar svo frá, að konungur hefði brosað og verið hýr í bragði, og ekki hefði hann betur séð en að konungurinn hafi „blikkað“ Her- dísi meðan hún var að taka myndirnar. Frh. á bls. 38 Myndirnar tvær til vinstri: Guðbjartur steikir fiskiboll- ur í eldhúsinu á Fjallfossi. — Herdíp fyrir framan Challiot-höllina í París. Þar var þá allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna haldið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.