Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 23

Fálkinn - 28.02.1962, Blaðsíða 23
1 egg 60 g pressuger. Búið til á sama hátt. Smjör- líkið mulið saman við hveitið. Bollurnar er gott að fylla með eggjabráð, rjóma eða aldin- mauki. Ofan á þær er sáldr- að flórsykri eða borin sykur- eða súkkulaðibráð. Er bezt að bera ofan á bollurnar meðan þær eru volgar. * Rúsínubollur. 250 g hveiti 100 g rúsínur f 85 g smjörlíki 35 g pressuger 1 egg 3 msk. sykur 1 dl sódavatn Rifinn appelsínubörkur. Hveiti og rúsínum blandað saman, smjörlíkið mulið í. Ger- ið hrært út í ylvolgu vatni. Öllu hrært saman. Hnoðað vel. Mótaðar bollur, sem settar eru á smurða plötu. Látnar lyfta sér, þar til þær hafa stækkað allt að því um helming. Smurð- ar með eggi, sykri stráð yfir. Bakaðar við 225°C í 8—10 mínútur. Rjómabollur. 1 dl rjómi 1 dl vatn 75 g smjörlíki 1 egg 2 msk. sykur 40 g pressuger % kg hveiti. Rjómi og vatn velgt, smjör- líkið brætt þar í. (Ath.: má bara vera 37°C). Gerið hrært út í vatni. Egg og sykur þeytt létt og ljóst, öllu blandað þar í, deigið hnoðað. Látið lyfta sér um helming. Hnoðað á ný, búnar til 18—20 bollur, sem i settar eru á smurða plötu, látn- ar lyfta sér á ný. Bakaðar við góðan hita. Þegar bollurnar eru kaldar, eru þær klofnar, fylltar með þeyttum rjóma, sem gott er að blanda dálítið af söxuðum hnetum samanvið. Flórsykri stráð ofan á. Berlínarbollur. 300 g hveiti 1 msk. sykur 14 tsk. salt 1 dl mjólk 80 g smjörlíki 2 egg 50 g pressuger Aldinmauk, þykkt. Hveitið sáldrað, smjörlíkið mulið þar í. Gerið hrært út með ylvolgu vatni, eggin þeytt. Öllu blandað saman við hveit- ið, deigið hnoðað. Flatt út í 14 cm þykka köku. Stungnar út kringlóttar kökur, setjið þykkt aldinmauk á miðju ann- arrar hverrar köku, smyrjið brúnirnar með eggjahvítu. Leggið köku ofan á, fest vel saman á brúnunum. Settar á hveitistráða plötu, látnar lyfta sér í nal. 20 mínútur á volgum stað. Soðnar í plöntufeiti, tólg eða matarolíu, eins og kleinur. Settar á pappír, sem dregur til sín feiti. Bornar fram volg- ar, velt upp úr sykri. Bollur með lyftidufti. 400 g hveiti 5 tsk. lyftiduft 150 g smjörlíki 70 g sykur 1 egg 2 dl rjómabland 2 tsk. kardimommur Rúsínur. Hveiti, lyftidufti og kardi- mommum sáldrað á borð.' Smjörlíki, sykur, egg hrært létt og ljóst. Sett í miðjuna á hveitinu, vætt í með mjólkinni Deigið hnoðað sem minnst. Búnar til bollur, sem smurðar eru með eggi, möndlum og sykri stráð ofan á. Bakað við góðan hita í 8—10 mínútur. Bollur úr vatnsdeigi (25—30 stk.). 125 g smjörlíki % dl vatn 125 g hveiti 4 egg. Vatn og smjörlíki soðið sam- an, hveitinu sáldrað saman við, hrært þar til deigið er samfellt. Deigið kælt dálítið, eggjunum hrært saman við einu og einu í senn. Sett með teskeið eða sprautað á smurða, Frh. á bls. 35 Fyrsta mynd: Svona er ger- deig slegið. Önnur mynd: Deigið er full lyft. Takið eftir klútnum, sem er yfir skálinni. Þriðja mynd: Bezt er að láta bollurnar lyfta sér við gufu. Fjórða mynd: Fylltar rjóma bollur. ÍV-v'AL-'Ivá mmmm »■11118

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.