Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1962, Side 4

Fálkinn - 25.04.1962, Side 4
séð & heyrt Fræg moðir og barn May Britt Wilkens var nýlega í heimsókn hjá foreldrum sínum í Svíþjóð og auðvitað tók hún Tracey litlu með sér. Hún er að vísu vanari heitari sól, en vitaskuld var hún strax klædd í falleg norsk barnaföt. Texti eftir buxnalengd Ung móðir hafði keypt farmiða fyrir sig og sjö ára son sinn á franskri járnbrautarstöð. Eftirlitsmaðurinn Ieit efins á strákinn og sagði: — Það er ekki hægt að aka fyrir hálft verð með strák, sem er í svona síðum buxum. — En monsieur, sagði móðirin brosandi, ef fargjaldið fer eftir buxnasídd, þá kemst ég næst- um . . . hm . . . ókeypis. Eftirlitsmaðurinn lét þetta svar gott heita og hleypti frúnni og syni hennar brosandi upp í lestina. Finnska tónskáld- ið, Sibelius, mundi snúa sér við í gröf- inni, ef hann gæti lesið þetta. Það eru ekki ein- göngu Parísarbúar, sem dýrka hinn nýja dans, twist, heldur hafa aðdáendur þessa dans á öðrum stöðum þurft að feta í fótspor þeirra Parísar- búa á ýmsum minniháttar næturklúbbum. Á nokkrum slíkum stöðum hafa menn útsett einn frægasta vals Síbelíusar í twist. Og hljómsveitirnar hafa skírt hann upp á nýtt, hér eftir heitir hann: — La walse twist. ★ Illkvittnin ríkir stöðugt í þeim fræga bæ, Hollywood. — Ekki alls fyrir löngu, þegar kynbomban Jayne Mansfield var stödd í hana- stélsboði, sagði hún fagnandi og það var ekki laust við gort í rödd hennar: — Vitið þið, að ég hef nú grætt fyrstu tíu milljónirnar mínar. — En hvað það var dásamlegt fyrir þig, sagði ein af hinum fögru vinkonum hennar, þá hefurðu efni á að fara í leikaraskóla. ★ í Belgrad gengur ofurlítil saga meðal manna um Nóbels- skáldið Ivo Andric, sem ber hæversku hans fagurlega vitni. I loftárásunum í fyrri heimsstyrjöld- inni síðari, þegar Þjóðverjar réðust á Júgó- slavíu, voru allar götur yfirfullar af fólki, sem reyndi á allan hátt að komast undan þessari hættu — en Ivo Andric sat bara hinn rólegasti í stofu- sinni, og hélt áfram að skrifa. Seinna spurði einn vinur hans: — Hvers vegna í ósköpunum reyndir þú ekki að flýja líka? — Það skal ég segja þér, hljóðaði svarið. — Eg gekk út að glugganum og sá allt þetta fólk á flótta. Allir voru að reyna að bjarga einhverjum — kona, barni eða gamalmenni. En ég gat engu bjargað, nema sjálfum mér, og mér var þegar ljóst, að það var lítilmann- legt að flýja aðeins til þess að bjarga mínu eigin lífi. 4 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.