Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 8
Þér eigið að finna þennan kött, lög-
regluforingi, sagði Sam Sibley, ungi
glæpasérfræðingurinn, þá getið þér
sagt, að þér hafið fundið þann, sem
myrti frú Folliot. Við verðum að finna
þennan kött. Ég lít þannig á málið.
Hann leit brosandi á Hawley lög-
regluforingja, þar sem hann stóð og
hallaði sér upp að eldhúsborðinu í
glæstu ,,villunni“. Lögregluforinginn
leit á hann. Sam Sibley var mjög ung-
legur í andliti, rjóður í kinnum með
skærblá augu og dálítið tjásulegt yfir-
skegg. Þannig lítur reglulegur leyni-
lögreglumaður ekki út, — það vantaði
þetta kalda augnaráð, hörkulega drætti
í kringum munninn og hvassa nefið,
hugsaði Hawley. Undir eins og Hawley
sá, hvers konar fugl Scotland Yard og
guðirnir höfðu sent honum til aðstoðar,
hafði hann álitið unga manninn vera
algjöran fávita. Og nú, er hann var
farinn að þekkja hann dálítið, þóttist
hann alveg viss í sinni sök.
En lögregluforinginn var honum fyrir-
fram andstæður. Sam Sibley glæpa-
sérfræðingur hafði komizt mjög vel á-
fram, og það átti hann að þakka fram-
kvæmdasemi og ágætum hæfileikum,
en lögregluforinginn hafði smátt og
smátt hækkað í tign frá óbreyttum lög-
reglumanni upp í sína núverandi stöðu
— maður, sem borin var virðing fyrir
bæði af yfirmönnum hans og einnig
af glæpamönnum, en hann var hvorki
hugmyndaríkur né framkvæmdasamur.
Hins vegar var hann þolinmóður og
duglegur, en honum hafði aldrei dottið
neitt snjallt í hug.
— Sibley, sagði hann, og virti fyrir
sér unga glæpasérfræðinginn hátíðlegur
á svip, — við skulum gera okkur ljósa
grein fyrir hlutunum áður en við höld-
um lengra. Þér eruð glæsilegur, ungur
maður, sterkur og áreiðanlega þolimóð-
ur og þér eigið sjálfsagt mikla framtíð
fyrir yður sem óbreyttur lögregluþjónn,
en sem lögreglumaður........... Hann
hristi höfuðið og andvarpaði. Nei ....
þar eruð þér ekki á réttri hillu. Lög-
reglumaður, Sibley, starfar kerfis-
bundið, ákveðið og lætur ekki augna-
bliks hugdettur hlaupa með sig í gönur.
Áður var slagorðið „Leitið konunnar“
en nú er það „Leitið kattarins‘‘.
— Það er alveg rétt, herra lögreglu-
foringi, sagði Sam hæglátlega, „leitið
kattarins“. Þetta má virðist dálítið
skrítið nú á þessari stundu, en kemur
allt af sjálfu sér ....
— Ég vil engan veginn treysta því,
að þetta komi af sjálfu sér, drundi í
lögregluforingjanum. Mér er greitt
fyrir að sjá um þetta og ég vona, að
ég sé ekki að fara fram á of mikið, þótt
ég fari yfir staðreyndir þær, sem liggja
fyrir í málinu.
Sibley krosslagði hendurnar og hlust-
aði með athygli. Honum geðjaðist vel
að lögregluforingjanum, og hann bar
fulla virðingu fyrir honum. Árin voru
farin að færast yfir hann og ekki liði á
löngu þar til þessi maður yrði að segja
af sér. Það var ýmislegt, sem sá gamli
hafði að fara eftir, en því miður virtist
hann ekki gera sér grein fyrir því.
— Ég hlusta, sagði Sam glaðlega.
— Ágætt, Sibley. Sem sagt, þetta er
mjög alvarlegt mál, viðbjóðslegt morð,
en það skiptir engu máli hver framdi
það, hann skal finnast. Nú skulum við
líta á staðreyndir málsins. Frú Fol-
liot liggur þarna uppi í blóði drifnu
rúminu og gamla, hvíthærða höfuðið
hennar er í molum! Ástæðan? Rán —■
það vitum við, það er allt á tjá og tundri
í herberginu hennar, skúffur opnar og
sem sagt öllu snúið við. Að lokum hefur
þjófur svo fundið kassann með pening-
um gömlu konunnar undir gólffjölun-
um. Enda þótt hann bersýnilega ekki
sé vel gefinn, hefur hann samt lesið
glæpareyfara og gert sér ljóst, að hann
ætti að nota gúmmí hanzka og þess
vegna hefur hann ekki skilið eftir nein
fingraför, enn fremur hefur hann
þurrkað vandlega af stígvélunum sín-
um og ekki skilið eftir nein fótspor. Ekki
eitt einasta! Bílnum, sem hann stal,
hefur hann lagt undir trjánum, þar sem
ungir elskendur leggja gjarnan bílum
sinum og hann hefur sloppið með feng
sinn. Enginn hefur séð hann. Við höf-
um nákvæmlega ekki neitt til þess að
fara eftir.
— Að kettinum undanskildum! sagði
glæpasérfræðingurinn Sibley.
•—- Kötturinn er horfinn, sagði lög-
regluforinginn önugur. Hann hefur
orðið hræddur og flúið eitthvað út í
SMÁSAGA EFTIR ERIK ROSMAN
8
FÁLKINN
buskann. Hvað í ósköpunum kemur
kötturinn þessu máli við? Eigið þér
við, að kötturinn hafi myrt gömlu kon-
una og haft peningana á brott með sér?
— Nei, engan veginn, sagði Sam.
En ef við finnum köttinn........
— Finnum köttinn? svaraði lögreglu-
foringinn æstur. Ég skal vera búinn að
finna hann eftir nokkrar mínútur.
Hann leit í kringum sig og benti á
hvíta málningarklessu á gólfinu, sem
að öðru leyti var hreint.
— Þér vitið náttúrlega, hvernig á
þessu stendur, Sibley?
— Já, það veit ég, lögregluforingi.
Málningin hefur lekið úr krukkunni á
hillunni. Ég geri ráð fyrir, að kötturinn
hafi velt henni.
— Rétt, sagði lögregluforinginn, og
ef þér athugið betur, sjáið þér, að kött-
urinn hefur skilið eftir sig hvít spor.
Við þurfum aðeins að fylgja þessum
sporum og sjá, brátt munum við finna
köttinn.
Sibley lét ekki í ljós neina undrun,
hins vegar brá fyrir glettnisglampa í
augum hans, sem hafði ekki góð áhrif
á lögregluforingjann.
— Spor eftir kattarþófa hverfa, lög-
regluforingi, sagði hann lágt.
•—- Hverfa! Þau hverfa ekki. Það eru
svo sem engir galdrar hér á ferð. Sagan
um horfnu kattarsporin! Einmitt það!
Ég skal segja yður hvað skeði ungi mað-
ur. Kötturinn stökk niður. Kettir hafa
þá náttúru að stökkva, ekki satt! Og
er þeir svífa í loftinu, skilja þeir ekki
eftir sig nein spor!
Af góðmennsku sinni og hvöt til þess
að þjálfa Sam dálítið, hóf lögreglufor-
inginn að rannsaka hvort ekki væru
spor annars staðar í húsinu. Hann gekk
um eldhúsið og leit yfir skápana, hillur
og aðra staði, serh kötturinn gæti hafa
stokkið niður.
Hann rannsakaði þetta nákvæmlega.
— Einhver hlýtur að hafa núið máln-
inguna af kettinum, sagði hann hugs-
andi og renndi fingrunum í gegnum
hárið.
— Ekkert bendir til þess, að málning-
in hafi verið núin eða þvegin af kett-
inum, sagði Sam. Nei, lögregluforingi,
sporin hverfa gjörsamlega, en kötturinn
hefur alls ekki stokkið. Einhver hefur
tekið hann. Hann er horfinn. Það virð-
ist Ijóst, að morðinginn hefur tekið
köttinn og haft hann á brott með sér.
Hann benti á lögregluforingjann með
vísifingri, eins og hann væri skamrn-
byssa.