Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1962, Page 27

Fálkinn - 25.04.1962, Page 27
 koma, að þér sæjuð eftir því, hversu óréttlátur þér höfðuð verið gagnvart mér. Já, ég hef verið svo heimsk að vona, að sá dagur kæmi, að þér bæðuð mig afsökunar á hegðun yðar þá. En nú sé ég hvers konar maður þér eruð. Og nú yfirgefið þér heimili mitt og það á stundinni! Heyrið þér það? Farið! Og þér getið reitt yður á, að ég mun segja manninum mínum frá þessu strax og hann kemur heim. * Þegar Albert var farinn titraði Gabri- ela af taugaæsing. Hún gat ekki verið kyrr. Strax og Julian kæmi heím, ætlaði hún að segja honum frá þessu. En þegar Julian var kominn heim og hún hafði sagt honum allt af létta, iðr- aðist hún þess. Án þess að segja eitt einasta orð, stóð Julian á fætur og æddi út úr herberginu. Hún ætlaði að kalla á eftir honum, en kom ekki upp neinu orði. Julian hljóp beint upp til herbergis Alberts. Þegar hann opnaði dyrnar eld- snöggt, reis Albert ósjálfrátt upp frá skrifborði sínu. Hann studdi höndunum á borðplötuna og beið þess að óveðrið skylli á. Og það gerði það vissulega. Með nokkrum vel völdum orðum sagði Julian Albert hvert álit hann hefði á honum. — Meðan ég var fjarverandi hefur þú móðgað og svívirt Gabrielu, sagði hann að lokum. Skyndilega missti Julian með öllu stjórn á skapi sínu. Hann þreif stól og kastaði honum af öllu afli í gólfið, svo að hann brotnaði. Albert var náfölur en brún augu hans voru samt furðulega róleg, þegar hann sagði: — Ég stend fyrir því, sem ég hef sagt. Við þessa setningu espaðist Julian um helming. Hann gekk nokkur skref áfram, greip í axlir Alberts og hristi hann af öllum kröftum. Albert veitti enga mótstöðu og það virtist enn auka á reiði föðurins. — Ef þú vogar þér að svívirða Gabri- elu aftur, þá . . . í sama bili opnuðust dyrnar að baki þeim. Julian sneri sér eldsnöggt við. -— Jæja, ert það þú, sagði hann lágt. Bettina stóð á þröskuldinum og horfði yfir herbergið. Síðan gekk hún inn, tók brotna stólinn upp og lét hann á rúmið. Albert leit andartak á báða foreldra sína, en hraðaði sér síðan út úr herberg- inu. Julian og Bettina voru ein eftir. —- Þetta atvik kemur mér kunnug- lega fyrir sjónir, sagði hún án minnstu kaldhæðni í röddinni. ■— Þú hefur sem sagt ekki þroskast meira á öllum þess- um árum, -—■ ekki meira en svo, að enn grípur þú til hnefanna, þégar þú telur þig órétti beittan. Skammaðist Julian sín? Það er ómögulegt að segja, hvaða tilfinningar bærðust í brjósti hans þessa stundina. — Þér er bezt að segja sem fæst, sagði hann biturlega. — Mér er ljóst að þetta er þitt hús. Og þér hefur einnig tekizt að fá börnin á þitt band. Öll þessi óþægindi eru afleiðingar af þín- um gerðum. Skyndilega barði hann í borðið með hnefanum. — En eitt vil ég segja þér. Ef Albert heldur áfram að valda okkur óþægind- um með asnaspörkum sínum, þá verður hann að flytjast héðan. Hann getur flutzt inn til þín, eða gert hvað sem honum sýnist. En hér verður hann ekki. Þegar Julian bjóst til að fara, hóf Bettina upp hendina og stöðvaði hann. — Andartak, Jplian, sagði hún ró- lega. — Ég veit hvað hefur gerzt. Ég skal viðurkenna, að Albert hefur ef til vill ekki verið nógu gætinn í orðum, þegar hann talaði við Gabrielu. En^ í einu hefur hann á réttu að standa. Ég hélt, að við værum sammála um að hafa nánar gætur á Doris þessa dagana. — Og hvað kemur það Gabrielu við? Bettina yppti öxlum — Ég hélt að þú mundir skilja það. Auðvitað reynir Doris að fá Gabrielu á sitt mál í sambandi við Pedro. Það var greinilegt, að Julian hafði ekki dottið þetta í hug. Hann strauk grátt hárið frá sveittu enninu. — Mér er nær að halda, að allir í þessu húsi séu gengnir af vitinu, hróp- aði hann og gekk að dyrunum löngum skrefum. En í dyragættinni stanzaði hann: — Ég ssetti mig ekki við, að Albert geri sér að leik að móðga Gabrielu. Reyndar er þetta þitt hús, en svo lengi sem ég bý hér, hef ég að minnsta kosti rétt til að ... Hann hætti í miðri setningu og skellti hurðinni á eftir sér. ★ Albert hafði hlaupið út úr húsinu. Þegar hann var kominn á veginn sem lá meðfram fljótinu, hafði hann ró- ast örlítið. Hvað hafði hann í rauninni gert? Gabriela .. . Alltaf Gabriela! Hann sá andlit hennar stöðugt fyrir sér, blik augna hennar og rjóðar varirnar. Hvers vegna gat hann ekki hætt að hugsa um hana? Hvers vegna hafði hann í dag sært hana öðru sinni? Hvers vegna? Var það í raun og veru af því að hann vildi hjálpa móður sinni? Eða var ástæðan einhver önnur? (Framhald í næsta blaði). f'álki N N 27

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.