Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1962, Page 33

Fálkinn - 25.04.1962, Page 33
húsið og steig inn í lögreglubifreiðiná, sem hafði faert honum blöðin. Hann hélt beina leið á lögreglustöð- ina og sagðist vilja hafa tal af lögreglu- fulltrúanum. Á lögreglustöðinni var allt á tjá og tundri. Lögregluþjónninn, sem var á vakt, var í öngum sínum. Allt var fullt af svörtum köttum — og síminn hringdi stöðugt og skilaboð bárust um að fleiri kettir væru á leiðinni. Tilkynningar um svarta ketti lágu eins og hráviði á skrif- borðinu hans, og hann taldi öruggt, að í póstinum væru ekkert annað en bréf um „þessi árans kvikindi“, eins og hann orðaði það. — Jæja, þér hafið víst áreiðanléga komizt í feitt, Sibley, sagði Hawley lög- regluforingi. Ég fel yður hér með að rannsaka þessa ketti. Hann var furðu rólegur og næstum glaðlegur á svip. Það var eins og steini væri létt af hjarta hans, er hann sá að Sibley var kominn inn í klefann þar sem köttunum hafði verið komið fyrir. — Ég fel yður þetta kattamál, Sibley, sagði hann snöggt. Þér þurfið ekkert að flýta yður, — þér eigið að skoða hvern kött nákvæmlega. Ég ætla aftur á morðstaðinn eftir morgunverð og ég skal láta yður vita, ef kötturinn skyldi sýna sig þar. Sam þakkaði honum og sendi lög- reglubifreið eftir Lil Gillings, tólf ára stúiku, sem var ein af kattarins allra beztu vinum. Hún hafði leikið sér við hann, er hann var kettlingur, hafði fylgzt með uppvexti hans og þekkti hann gjörla. Hún hefði getað skrifað ævisögu hans og sennilega getað komið sögunni í sunnudagsblöðin. Hún kom á lögreglustöðina í fínasta kjólnum sínum, hvítþvegin og ósköp sæt. Hún leit yfir kettina og sagði strax, að hér væri Nigger ekki. — Vinstra eyrað á honum er dálítið visið sagði hún. Því næst gaf hún nákvæma lýsingu á Nigger, og gaf í skyn, að hún væri reiðubúin, að vera um kyrrt á lögreglu- stöðinni og skoða alla ketti, sem þangað kynnu að berast. Hún var einmitt að hefja störf sín, hún hafði fengið kara- mellur og flösku með einhverjum græn- um vökva og strá, — er skilaboð komu frá lögregluforingjanum. — Það hefir eitthvað skeð á morð- staðnum, sagði lögregluþjónn nokkur. Lögregluforinginn vill strax tala við yður. Hawley lögregluforingi var úti í garð- inum, þegar Sam kom. Hann brosti elskulega. — Sibley, kattarleitinni er lokið, sagði hann. Kötturinn er kominn fram. — Er hann hérna? sagði Sam. Kom hann af sjálfsdáðum? — Hann situr inni í eldhúsinu og er að lepja mjólk. Sam Sibley þaut inn í eldhúsið. Augu hans ljómuðu ekki lengur og hann varð dálítið kindarlegur á svipinn, er hann sá köttinn. Hann sat þarna hinn ánægðasti og hringaði skottið utan um sig og drakk mjólk sína með áfergju og bersýnilega hafði hann litlar áhyggj- ur af málningarklessunni á bakinu á sér. — Eru nokkur fingraför í málning- unni? spurði Sam. — Engin. En þar eru för eftir gúmmíhanzka. Hvað snerti tilgáturnar okkar þá held ég að við skiljum nokkurn veginn jafnir, en kötturinn getur ekki Kæri Astró. Ég er fædd í Reykjavík .... 1935 er gift og eigum við tvö börn. Maðurinn minn er fædd- ur í Reykjavík.....Við höf- um átt í töluverðum erfið- leikum. Hann hefir lagt stund á nám, en varð að hætta sök- um fjárskorts. Ég veit, að ef hann gæti lokið námi væri hann á réttri hillu. Hvað segja stjörnurnar um það. Með fyrirfram þakklæti. Guðný. Svar til Guðnýjar: Þið hjónin hafið átt í efna- hagsörðugleikum nú undan- farið og í korti manns þíns eru þessar afstöður mikið betri heldur en verið hefur að und- anförnu. Ég er ekki frá því, að eitthvað afgerandi eigi sér stað í efnahagsmálum ykkar í vil innan næstu fjögurra mánaða. Ég veit að þið þekk- ið eldri mann, sem er ykkur tengdur og getur stutt ykkur, ef þið leitið hans. Þið ættuð því hiklaust að leita ásjár hans og drífa svo í náminu; aðrar leiðir get ég ekki séð út úr þessu eins og er. Þrátt fyrir eriðleika þína nú, þá eru ýmis merki þess í korti þínu að þú munir ekki þurfa að kvíða því að verða efnalítil. Venus í öðru húsi er bending um góðan efnahag, ekki svo að skilja að um hreinan auð sé að ræða heldur talsvert meira en almennt gerist. Ekki er ég heldur frá því að hugur þinn beinist nokkuð mikið inn á þær leiðir og er svo sem ekkert við því að segja, en þú ættir einnig að hugsa um fegurðina, því Venus þarna gefur tilhneigingar til lista, og næms fegurðarsmekks. Merki sólarinnar í korti þínu er Ljónsmerkið og veldur það nokkrum metnaði til yfirráða í eðlisfari þínu, og svo er einnig um eiginmann þinn, og er þetta einn sá þáttur sem ykkur ber að vara ykkur á, því ef báðir aðilarnir krefj- ast yfirráða á heimilinu, er alltaf hætt við sprengingu. En ég geri ráð fyrir að allt sé í lagi hjá ykkur í sam- bandi við þetta því þið eruð bæði fremur hæggerð og hyggin. í ellefta húsi korts þíns er Merkúr og sólin. Ellefta hús stendur fyrir vini og óskir manns. Staðan þarna merkir því ivni sem fást við nám og bókmenntir og Sólin er bend- ing um sterka vini, en þar sem aðstaðan er ekki hag- stæð, efast ég um að þú hafir mikinn fjárhagslegan stuðn- ing af vinum þínum og reikna raunar fremur með að þú bíð- ir alla jafna nokkuð tjón af vinum þínum fjárhagslega séð. Ég get því ekki gefið þér aðra betri ráðleggingu í þess- um efnum, en reyna að sjá út hverjir eru raunverulegir vin- ir þínir eða þeir sem ekki hlaupa um leið og maður hættir að ausa í þá mat og fé og hinir, sem ég nefni óraun- verulega vini, sem eru hlaupnir um leið og þeir hætta að hafa gott af manni. Einnig bendir þessi aðferð til að ýmsar vonir þínar og ósk- ir munu ekki ná fram að ganga sérstaklega þær, sem eru tengdar bókmnntum lestri og námi. Þessi málefni eru því undirorpin nokkrum hindrunum. Um langferðalög er það að segja að þú ættir ekki að leggja upp í þær, því hætt er við að þig hendi skyndileg óvænt óhöpp, sem kunna að koma þér mjög illa. Að minnsta kosti mundi ég ráðleggja þér að leggja aldrei mikið upp úr ferðalög- um til útlanda. Ef við lítum á framtíðina, þá er fyrsta afstaða, sem verður milli Sólar og Satúrn eftir tæp tvö ár. Hún bendir til nokkurra heilsufarslegra erfiðleika og einnig til þess að þið hjónin þyrftuð að vera aðskilin einhverra hluta vegna um nokkurra mánaða skeið. Um 1968 er Sól og Nept- ún í samstöðu, sem bendir til stuttrar sjóferðar. Undir þessari afstöðu er þér sér- staklega hætt við að misskilja aðra og lifa í heimi draumór- anna, því Neptún er pláneta þeirra. Þú ættir því ekki að taka langdrægar ákvarðanir eða ákvarðanir, sem eru bind- andi fyrir þig til langs tíma. Um 1974 er samstaða milli Sólar og Venusar, sem bendir til sérstaklega mikils ávinn- ings í fjármálunum og efna- hag ykkar. Ég hygg að með því ári verði sérstaklega áber- andi tímamót í efnahag ykk- ar hjónanna og að upp frá því fari allt að ganga sérstaklega vel. ★ FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.