Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Síða 7

Fálkinn - 05.09.1962, Síða 7
ég hef spurt, hafa viðurkennt, að þeim hafi þótt vont að reykja, þegar þeir byrjuðu. Og margir unglingar, sem byrja að reykja, verða náfölir og sumir æla jafnvel. Hitt er annað mál, að þegar menn hafa pínt sig og kvalið til að reykja í nokkurn tíma, þá fer þeim að finnast það gott og þá geta þeir ekki verið án þess. En hvers vegna í ósköp- unum eru menn að kvelja sig til þess að þykja gott að reykja? Jú, það er af því, að það er svo fínt að reykja. Það er svo mikill „stæll“ á því, eins og unglingarnir myndu orða það. Nei, ég hef enga samúð með „Reykingamanni“. Hann er eins og allir karl- menn eru, ekkert nema kok- hreystin. Þykist reykja, bara af því sér finnist það gott, en er ábyggilega undir niðri laf- hræddur við að fá lungna- krabba. Með þökk fyrir birtinguna. Móðir. Svar: Viö þpklcum „Móður“ kœrlega fytir bréfið og viljum mælast til þess við lesendur, að þeir segi álit sitt á þessu máli. Okkur finnst athyglisvert það sem kem- ur fram í bréfinu hér að ofan, sérstaklega þar sem bryddað er á því, að flestum þyki vont að reykja í fyrstu. Sá, sem þessar línur hamrar á ritvélina getur tekið undir þessi orð, enda þótt sígarettan lafi út úr öðru munn- viki lians. Það vœri gaman aö lesendur svöruðu eftirfarandi spurningum: Hvers vegna byrj- aðir þú að reykja? Fannst þér fyrsta sigarettan góð eða slæm? — Álit „Móður“ á karlþjóðinni almennt látum við liggja milli hluta, en við getum sagt henni til hróss, að hún kann að koma fyrir sig orði, engu síður en ,,Reykingamaður“. Spennandi framhaldssaga. Kæri Fálki! — Mig langar til að þakka ykkur fyrir fram- haldssöguna, Katrínu. Ég fylgist með framhaldssögum í mörgum blöðum, bæði ís- lenzkum og dönskum, en í svipinn er ég mest spennt fyrir Katrínu. Hvernig fer fyrir henni? Kemst allt upp? Yfir- gefur hún hefðarfólkið og hverfur aftur til þess um- hverfis, sem hún er fædd og uppalin í? Eða giftist hún kannski Bruce Glenmore? Eða giftist hún einhverjum öðrum aðalsmanni? Ég bíð með ó- þreyju. Hvernig verður næsta framhaldssaga? K. Svar: Þegar þessar línur birtast, er framhaldssögunni um Katrinu lokið og þar með liefur forvitni bréfritara vœntcmlega verið svalað til fullnustu. Næsta fram- haldssaga var kynnt í siðasta blaði og fyrsti hluti hennar birtist hér aftar í blaðinu. Nýja sagan er eftir Hans Eric Hors- ter, sama liöfundinn og samdi Gabrielu, sem naut mikilla vin- sælda í fyrravetur. Við vonum, að hún falli lesendum vel í geð. Eitt er víst: Hún er spennandi allt frá fyrstu línu til hinnar síðustu. Bréfasamband. Osló, 16. ágúst 1962. Vil de være sá snill og sette navnet og adressen min i bladet deres? Pál Biseth, Carl Gröndahlsvei 24. Oslo, Norge. Interesser: Frimerker. — Skrifer pá Engelsk, Dansk og Norsk. Svar: Við uppfyllum ósk P&l, og þeir sem hafa áliuga á fri- merkjum hafa nafn lians og heimilisfang hér með. Dýr Camelpakki. Kæri Fálki! — Nýlega var ég að skemmta mér á veit- ingahúsinu Glaumbæ eða Næturklúbbnum niðri. Eins og oft vill brenna við hjá okkur reykingamönnum, þá voru sígarettur mínar skyndilega búnar. Ég brá mér þá á bar- inn og bað um einn pakka af Camel. Jú, það stóð ekki á því, en hann kostaði 25 kr. Hingað til hef ég ekki borg- að nema kr. 21.35 fyrir pakk- ann og hefur þótt það nóg. Hafa veitingahús leyfi til að selja tóbak dýrara verði en venjulegar verzlanir? S. T. Svar: Nei, þau hafa ekki leyfi til að selja tóbak á hœkkuðu verði, svo að viðkomandi veitingahús hefur áreiðanlega gert það í al- gjöru leyfisleysi.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.