Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Page 13

Fálkinn - 05.09.1962, Page 13
finna afsökun fyrir því að fara ekki, þótt hún vissi, að hún yrði að fara eftir andartak. Það var eins og hún væri að bíða, í rauninni án nokkurrar vonar og án þess að voga sér að horfast í augu við hann eftir fyrsta feimnislega augna- tillitið. Þá kom hún honum skyndilega mjög á óvart: — Eigið þér stúlku? — Já, svona þrjár — fjórar, sagði hann hlæjandi. — En enga, sem yður þykir verulega vænt um? Hún starði svo frjálslega á hann, að honum fannst hann allt í einu ungur og óreyndur og svolítill kjáni. Ben virt- ist alltaf sjálfsöruggur og ekkert kom honum úr jafnvægi; nú var hann vand- ræðalegur og fann, að eitthvað innra með honum reyndi nú að komast burt frá henni. Orðin höfðu í rauninni verið ómerkileg, en tónninn hafði verið svo áleitinn, að honum gramdist. Hún stóð og hallaði undir flatt og leit forvitnis- lega á hann; þá hneigði hann sig ein- hverra hluta vegna, djúpt fyrir henni, heldur kjánalega, brosti væmnislega og gerði sér upp hlátur — tíst, þegar hann rétti aftur úr sér. Á meðan hún beið eftir því, að hann segði eitthvað, varð svipur hennar þver- móðskufullur, næstum fýlulegur. Hún snéri skyndilega við og gekk út úr her- berginu. — Bless. Ég þarf að skipta um föt, áður en ég fer út með Tony. Ben komst algjörlega úr jafnvægi, en hann yppti öxlum. Hvað var eiginlega að henni? Hún þekkti Tony miklu bet- ur en ég. Hún hefur þekkt hann lengi! En andlit hennar hafði verið svo fallegt, og það var eitthvað, sem hafði valdið henni áhyggjum, eitthvað, sem hún þorði ekki að tjá. Hvað skyldi hún hafa sagt, ef hún hefði byrjað að tala? Hún virtist geta verið grimmilega opinská. Hann brosti í kampinn, þegar hann minntist þess, að hana virtist hafa dauð- langað til að tuska hann til eins og lít- inn hvolp. Hann átti í rauninni að halda áfram að pakka niður, en í stað þess fór hann og barði að dyrum hjá Tony. Hann brosti gleitt, eins og hann ætlaði að fara að segja smellna sögu. Tony var að ljúka við að klæða sig. Andlit hans, hárið, hendurnar og sterk- ar tennurnar Ijómuðu af hreinleika. — Halló, Ben, sagði hann léttur í bragði. — Hvað er þér á höndum? — Marjorie Wilson var að segja mér, að þið væruð að fara saman út. — Það er rétt. Og í kvöld verð ég að fara að öllu með gát. Hvað sagðirðu við hana? -—- Hún vildi vita allt um þig. — Um mig? Guð hjálpi henni. Og hvað sagðirðu? — Ég sagði, að þú værir prýðispiltur. Maður er ekki félagi þinn fyrir ekki neitt. — Þakka þér fyrir. Seztu og fáðu þér bjór. Ég á einmitt tvær flöskur! Tony fór skyndilega að hlæja svo hressilega, að það sást næstum því ekki í augun á honum. — Þetta er eins og að taka leikfang frá barni, Ben. Ég er búinn Framh. á bls. 28. fXlkinn 13

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.