Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Page 14

Fálkinn - 05.09.1962, Page 14
Jökull Jakobsson skrifar um Karl Sfrand, sem var læknir í London á stríðsárunum, þegar stórhýsin hrundu til grunna Karl Strand hafði aldrei ætlað sér til Englands. Hann var að búa sig und- ir framhaldsnám í Bandaríkjunum að loknu kandídatsprófi frá Háskóla ís- lands árið 1941. Þá vildi svo til að BritishCouncil veitti í fyrsta sinn íslend- ingum námstyrk. Karli datt í hug að sækja um styrkinn og var valinn úr hópi umsækjenda, veittur styrkur til átta mánaða náms. Hann ætlaði sér aldrei að vera nema þessa átta mánuði í Eng- landi. Nú hefur hann verið þar búsettur í nær tuttugu og eitt ár. Seint á hausti lagði lítið skozkt flutn- ingaskip úr höfn í Reykjavík og átti að fylgjast með skipalest til Bretlands. Þá var kafbátahernaður Þjóðverja í al- gleymingi og siglingar hættulegar. Mið- aldra Reykvíkingar munu flestir kann- ast við „Horsa“ sem var í siglingum milli íslands og Bretlands öll stríðsárin. Þá var siglt ljóslaust alla leið og að auki Sjúklingar og starfsfólk á geðveikrahælinu í West Park, en Karl Strand veitir því forstöðu. voru engin loftskeytatæki um borð í skipinu, skipverjar höfðu ekkert sam- band við umheiminn alla leiðina og vissu ekkert hvað gerðist. Við Vestmanna- eyjar venti Sinclair skipstjóri kvæði sínu í kross og laumaðist út úr skipa- lestinni. ,,Horsa“ damlaði síðan ein síns liðs yfir Atlantshafið. Eitt eða tvö tund- urdufl urðu á leið þeirra og þýzkar flugvélar sveimuðu yfir skipinu nokkr- um sinnum, en ekkert varð því að grandi. Það komst heilu og höldnu til Leith og þar stigu á land nokkrir far- þegar frá íslandi. Meðal þeirra var Karl Strand læknir. * Hann hélt áfram förinni til Lundúna tafarlaust og ekki var aðkoman glæsi- leg kvöldið sem lestin renndi inn á stöðina. Þá stóð sem hæst ein af meiri- háttar loftárásum Þjóðverja, sprengjun- um rigndi niður, eldar gusu upp víða um borgina, húsin hrundu eins og spila- borgir allt í kringum hinn unga íslenzka lækni þar sem hann stóð með föggur sínar. Hann æðraðist þó ekki enda sá hann engin óttamerki á íbúum borgar- innar, sem virtust taka þessum ósköp- um sem sjálfsögðum hlut. Loftárásir voru um þessar mundir nær því daglegt brauð fyrir Lundúnabúa, þeir sýndu aldrei nein merki ótta eða óróa. Loft- varnir þeirra voru vel skipulagðar, björgunarsveitir ætíð til taks að grafa fólk úr rústunum og loftvarnabyrgi næg handa öllum. Aðrar sveitir voru til taks að gera við rafmagnsleiðslur og gasrör á skömmum tíma. * Þá voru aðeins örfáir íslendingar í Lundúnaborg, varla nema þeir er störf uðu við sendiráðið. Karl Strand var eini íslenzki námsmaðurinn þar á þessu tímabili. íslendingar voru hlutlausir í styrjöldinni og urðu því að lúta ákveðn- um reglum, máttu t. d. ekki vera úti eftir kl. 10 að kvöldi og ekki fara út úr borginni án leyfis lögreglunnar. Það var því lítið hægt að gera sér til gam- ans í hinni stríðshrjáðu borg, þar sem ekki mátti kveikja á sígarettu á götum úti eftir að dimmt var orðið, hvað þá láta ljós loga. Enda tók nú læknirinn til starfa og var ekki mikill tími til hvíldar hvað þá annars. Karl hóf nám

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.